Er Framsóknarflokkurinn sögulegar minjar?

Umræðan um þingflokksherbergi Framsóknarflokksins er ekki leiðinleg - þótt Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanni Borgarahreyfingarinnar hafi þótt það skrítið að sitja sinn fyrsta fund í þinginu um það mál. Mér finnst áhersla Framsóknarflokksins á að halda herberginu vegna þess að það sé hefð benda til þess að flokkurinn líti orðið fyrst og fremst á sjálfan sig sem sögulegar minjar sem megi ekki hrófla við fremur en fornleifum.
mbl.is 14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

En hvað með VG og "Stóra Morgunblaðshallarmálið"

Hallur Magnússon, 22.5.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eru nokkrar fornminjar þar, Hallur?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.5.2009 kl. 14:59

3 identicon

Og ekkert skrítið við það hvað VG neitar að skoða aðra kosti? Líkt og notalegt ríkisstjórnarherbergi sem er jú hentugra fyrir slíkan flokk... Svo væri það líka bara hálf kjánalegt ef VG flytti sig í græna herbergið bara til að flytja út aftur að skömmu ;)

Verður að viðurkennast að VG hagar sér eilítið barnalega þessa dagana, líkt og reyndar oft áður. Hljómar eins og ungabarnið sem vill fá dótið sem hinir leika sér með, bara af því hinir eru að leika sér með það... það kallast einfaldlega frekjuskapur á mínu heimili.

Nei, nú hlýtur móðir grímsa að velta sér, hvort sem það er í gröfinni eður ei, yfir því hvað fór eiginlega úrskeiðis í uppeldinu!

Og kannski eru fornminjarnar einmitt málið, því fortíð herbergjanna sem þingmenn VG dvelja í skiptir þá greinilega kjánalega miklu máli, því það er greinilega ekki sama hver átti hlut að máli.

Vissulega rétt að holan sem VG dvelur í núna er alltof lítil undir þessi skinn, en væri ekki rétt að nota sömu rök gegn því að Framsókn færi þar inn, enda of lítil fyrir hana líka. 

Svo er Steingrímur líka orðinn svo gamall greyið, hann verður að halda sér í formi ef hann á að lifa af næstu byltingu, því það verður fyrst þegar fólk byrjar að svelta og sér hann brosa líkt og góður og þægur þjónn Jóhönnu sem fólk fer að berja á pottana... Því væri betra að hann dveldi í nýju byggingunni og gæti tekið sér göngutúra þarna á milli :)

Það er svosum ljótt að segja svona lagað um Þingeyinga, en svona gerist þegar menn gleyma hvað það er, hjónaband grímsa og gránu var dauðadæmt við fyrstu gleðigöngu Jóhönnu ;)

Aðalbjörn Jóhannsson 23.5.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka þér innlitið, Aðalbjörn, en vil nú neita því að Steingrímur sé orðinn gamall, hann er meira en ári yngri en ég. Og ég ætla að leiðrétta þig meira: VG gerði ekki neinar sérstakar kröfur til að hafa hinar sögulegu minjar af Framsóknarflokknum, skárra væri það nú. Ég held við höfum öll mikla samúð með Framsóknarflokknum og hans sögulega hlutverki og því ef til vill langréttast að búa til um snoturt safn, úr því að það er það sem flokkurinn berst nú helst fyrir í þinginu.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband