7.5.2009 | 12:44
Mál að ritskoðun um málefni orkufyrirtækja linni
Grein Steinsmugunnar í gærkvöldið minnir okkur á þann tíma þegar orkufyrirtækin sendu leiðréttingu í hverjum fréttatíma þar sem komu fram andstæð sjónarmið - kannski ekki í hverjum fréttatíma vegna þess að ef ekki var um að ræða beinar staðreyndavillur tóku faglegir fréttamenn ekki í mál þess háttar vinnubrögð.
"Það vakti athygli Steinsmugunnar að sjá Guðlaug Sverrisson, stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur, ota vísifingri framan í upplýsingafulltrúa Umhverfisráðuneytisins í Þjóðminjasafninu í dag. Þar hélt ráðuneytið fund í samstarfi við Stofnun Ara fróða undir yfirskriftinni: Er nýting jarðvarma sjálfbær".
Stefán Arnórsson, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var annar frummælenda og svaraði spurningu fundarins neitandi. Þá upplýsti Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnunn, fundargesti um að jarðvarmavirkjanir hafi margfaldað magn brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu á undanförnum áratugum. Hann lýsti einnig skaðlegum áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu fólks.
Þegar Steinsmugan sá Guðlaug með fingurinn á lofti gat hún ekki annað en læðst að þeim lagt við hlustir. Steinsmugan þurfti reyndar ekki að fara neitt sérstaklega nálægt, enda með sérstaklega góða heyrn, til að heyra hvaða skilaboð Guðlaugur lagði áherslu með á fingrinum. Ljóst var að Guðlaugi sveið umfjöllun fundarins sem hann kallaði áróður.
Af þessu er Steinsmugunni ljóst að menn leggja misjafnan skilning í hvað er áróður.
Á fundinum varð Steinsmugan til dæmis vitni að því sem hún kallar áróður. Það var þegar Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, stóð kokhraustur upp og setti sig í kennarastellingar gagnvart málflutningi sér lærðari framsögumanna. En umvandanir kennarans voru umsvifalust reknar öfugar ofan í hann aftur.
Guðlaugur hefur augljóslega ekki sama skilning og Steinsmugan. Honum finnst augljóslega allt sem styður ekki málstað Orkuveitunnar vera áróður, jafnvel þó það komi frá virtustu vísindamönnum landsins."
Reyndar heyri ég gjarna leiðréttingar og ábendingar frá fyrri eigendum bankanna í fréttatímum og í blöðum. Þeir höfðu sama háttinn á og orkufyrirtækin: Vildu eiga landið.
Vissulega væri það ánægjulegt ef starfsemi Geysisgrínenergí væri umhverfisvæn - en eigum við ekki að sjá aðeins betur hvort við getum lifað með þeirri orkunýtingu háhitasvæða sem þegar er komin á? Ég held að það sé - því miður - miklu öruggara.
Áhugi að utan á Geysi Green | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.