Efni
28.4.2009 | 12:02
Evrópusambandsþráhyggjan og samningsmarkmið
Ég held að það sé fullt af fólki sem er með þráhyggju um Evrópusambandið og þótt margir kjósendur hafi kannski kosið flokka fyrst og fremst út af Evrópusambandsaðild erum við líka mörg sem tókum ekki sérstakt tillit til þess - heldur til annarra þýðingarmikilla málaflokka. En við komumst víst ekki undan því að þetta mál muni herja á okkur á næstunni.
Vinstri græn mega ekki gleyma því að flokkurinn nýtur trausts til að standa gegn Evrópusambandinu - eða er það í sjálfu sér markmiðið? Markmið okkar sem höfum annaðhvort verið andvíg aðild eða haft stórkostlega miklar efasemdir hljóta að þurfa að vera skýr EF sótt verður um. Markmiðið hlýtur að vera það að auðstéttir Evrópu nái ekki tökum á innlendri matvælaframleiðslu meira en orðið er, eða hægt sé að draga úr tökum innlendrar auðstéttar. (Við þessa færslu má auðvitað bæta mikilvægi þess að velferðarkerfið og íslenskir kjarasamningar fái að standast, eins og barist er um núna og varð til umræðu rétt fyrir kosningarnar.)
Í aðildarviðræðum myndi ég setja þrennt í forgang: Verndun og eflingu landbúnaðarframleiðslu, eflingu byggðarlaga landsins með meiri möguleikum á fiskveiðum, og umhverfismál, þar með talin náttúruverndarmál og almenningssamgöngur. Við eigum gott samstarf á sviði menntunar og menningar sem yrði haldið áfram og má alls ekki gleyma. Þetta á við ef við erum neydd til þess að sótt verði um.
Ræða breytingar á stjórnarráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Svo má ekki gleyma Evrópufælninni sem grasserar.
Finnur Bárðarson, 28.4.2009 kl. 12:17
Eigum við ekki aðeins að halda í andanum Ingólfur? Þetta leysist en ekki á bloggsíðum.
Gísli Baldvinsson 28.4.2009 kl. 12:40
Sælir, Finnur og Gísli. Ekki má blanda saman Evrópufælni og Evrópusambandsandstöðu (eða -fælni, ef þú vilt, Finnur). Og Gísli: Hvar verður þá málið leyst? Á toppafundum? Við kusum fólk til forystu, það er rétt, en málið er langtum of stórt til að þegja um það. Vinstri græn a.m.k. eru ekki lenínískur flokkur.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.4.2009 kl. 12:44
Sæll Ingólfur
Ég er einn þeirra sem vilja sækja um ESB aðild. Hefja strax viðræður, reka öfluga umræðu og upplýsingastarf. Það er ótrúlegt að verða vitni að n.k. ESB-fóbíu sem ræður víða. Ég get ekki skilið að einhverjum detti í hug að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara skuli í viðræður.
Ég held að þín forgangsmál séu sjálfsögð ásamt tryggingu auðlinda.
Fullveldisumræðan er svo flókin í nútímanum, landamæri eru opin,samstarf ríkja orðin regla en ekki undantekning. Við erum í NATÓ og SÞ og aðilar að margvíslegum milliríkjasamningum um viðskipti ofl.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.4.2009 kl. 19:06
Sæll Hjálmtýr og þakka þér innlitið og athugasemdirnar
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.4.2009 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.