Evrópusambandsþráhyggjan og samningsmarkmið

Ég held að það sé fullt af fólki sem er með þráhyggju um Evrópusambandið og þótt margir kjósendur hafi kannski kosið flokka fyrst og fremst út af Evrópusambandsaðild erum við líka mörg sem tókum ekki sérstakt tillit til þess - heldur til annarra þýðingarmikilla málaflokka. En við komumst víst ekki undan því að þetta mál muni herja á okkur á næstunni.

Vinstri græn mega ekki gleyma því að flokkurinn nýtur trausts til að standa gegn Evrópusambandinu - eða er það í sjálfu sér markmiðið? Markmið okkar sem höfum annaðhvort verið andvíg aðild eða haft stórkostlega miklar efasemdir hljóta að þurfa að vera skýr EF sótt verður um. Markmiðið hlýtur að vera það að auðstéttir Evrópu nái ekki tökum á innlendri matvælaframleiðslu meira en orðið er, eða hægt sé að draga úr tökum innlendrar auðstéttar. (Við þessa færslu má auðvitað bæta mikilvægi þess að velferðarkerfið og íslenskir kjarasamningar fái að standast, eins og barist er um núna og varð til umræðu rétt fyrir kosningarnar.)

Í aðildarviðræðum myndi ég setja þrennt í forgang: Verndun og eflingu landbúnaðarframleiðslu, eflingu byggðarlaga landsins með meiri möguleikum á fiskveiðum, og umhverfismál, þar með talin náttúruverndarmál og almenningssamgöngur. Við eigum gott samstarf á sviði menntunar og menningar sem yrði haldið áfram og má alls ekki gleyma. Þetta á við ef við erum neydd til þess að sótt verði um.


mbl.is Ræða breytingar á stjórnarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svo má ekki gleyma Evrópufælninni sem grasserar.

Finnur Bárðarson, 28.4.2009 kl. 12:17

2 identicon

Eigum við ekki aðeins að halda í andanum Ingólfur? Þetta leysist en ekki á bloggsíðum.

Gísli Baldvinsson 28.4.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sælir, Finnur og Gísli. Ekki má blanda saman Evrópufælni og Evrópusambandsandstöðu (eða -fælni, ef þú vilt, Finnur). Og Gísli: Hvar verður þá málið leyst? Á toppafundum? Við kusum fólk til forystu, það er rétt, en málið er langtum of stórt til að þegja um það. Vinstri græn a.m.k. eru ekki lenínískur flokkur.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.4.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ingólfur

Ég er einn þeirra sem vilja sækja um ESB aðild. Hefja strax viðræður, reka öfluga umræðu og upplýsingastarf. Það er ótrúlegt að verða vitni að n.k. ESB-fóbíu sem ræður víða. Ég get ekki skilið að einhverjum detti í hug að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara skuli í viðræður.

Ég held að þín forgangsmál séu sjálfsögð ásamt tryggingu auðlinda.

Fullveldisumræðan er svo flókin í nútímanum, landamæri eru opin,samstarf ríkja orðin regla en ekki undantekning. Við erum í NATÓ og SÞ og aðilar að margvíslegum milliríkjasamningum um viðskipti ofl.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.4.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Hjálmtýr og þakka þér innlitið og athugasemdirnar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.4.2009 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband