Í hvaða veruleika?

Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa þegið háar fjárhæðir í því "umhverfi, sem þá var". En á þessum tíma þáðu þingmenn og frambjóðendur vinstri grænna ekki styrki frá fyrirtækjum fremur en endranær. Ef til vill lifði hann í öðru umhverfi, og ekki einn þar meðal stjórnmálafólks - það var þess háttar umhverfi, þess háttar tengsl stjórnmála og viðskipta, sem leiddu til bankahrunsins: Gagnrýnislaus afstaða þar sem peningar áttu að geta keypt flest.


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vg fer bara í vasa almennings og sækir sér fé þaðan og við getum ekkert sagt við því. Og Skaffar sér svo aðstoðarmenn þingmanna (ekki einir um það).

Steingrímur J. fer líka í vasa okkar og nær sér í 15 miljónir

með eftirlaunalögunum. VG gefur vinum sínum listamannalaun

og við borgum, og getum ekki annað. Víða pottur brotinn. Var

ekki verið að útdeila fé í Skagafjörð og fyrir austan ekkert

óeðlilegt við það af því heiðarleikinn er í fyrirrúmi hjá VG

haukur gunnarsson 23.4.2009 kl. 08:21

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þú talar í mjög hálfkveðnum vísum, Haukur Gunnarsson, um vini VG sem fái listamannalaun og raunar lýgur þú þar: Það eru einvörðungu heiðurslaun til örfárra sem Alþingi úthlutar, öðrum launum til listamanna er úthlutað á faglegan hátt. En ég fagna því ef tillaga menntamálaráðherra um að fleiri fái þess háttar laun hefur verið samþykkt. Þú þarft að útskýra hvað þú átt við með peningum í Skagafjörð, ég nú barasta misst af því, en man þó að vinstri græn stjórna ekki í Skagafirði heldur aðrir flokkar.

Auk þess hefur Steingrímur farið í okkar vasa og "náð sér í" 15 milljónir.

Styð að þingmenn fái aðstoðarmenn en er til í að fækka þingmönnum og styrkja starf þeirra.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.4.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í þessu s.k. þáverandi umhverfi voru 2 milljónir miklir peningar fyrir mig og svo er enn í núverandi umhverfi.

Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, fyrir okkur, mig og þig - en líklega ekki fyrir styrktaraðilana sem óðu í milljörðum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.4.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband