Áfram Kolbrún

Kolbrún Halldórsdóttir hefur sýnt á þeim fáu vikum sem hún hefur verið í embætti að hún er góður umhverfisráðherra - og Kolbrún þorir að segja sannleikann og fylgja eftir sannfæringu sinni. Ég tel að efasemdir hennar um olíuleit séu í anda stefnu vinstri grænna og hvet fleiri þingmenn og ráðherra flokksins til að staldra við. Eins og hún bendir á samrýmist olíuvinnsla engan veginn stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda. Olía er ekki eldsneyti morgundagsins.

Af hverju myndum við vilja finna þar olíu? Jú - atvinna og tekjur fyrir landið. En hvað um kostnaðinn? Er það áhættunnar virði í kostnaði? Er þetta alltof langt frá landi? Er ekki alvarleg hætta á mengun? Mun það ekki hafa áhrif á fiskistofna? En það sem ég óttast þó mest er að þegar olíuvinnsla yrði hafin og tekjur umfram stofnkostnað í sjónmáli að þá verði heimsbyggðin búin að finna aðrar lausnir en olíu og markaðurinn myndi hrynja, af því að olían var eldsneyti 20. aldarinnar. Hugsum um þetta - hugsið um þetta, bloggarar góðir, áður en þið úthúðið Kolbrúnu.


mbl.is Kolbrún segir þingflokk VG ekki hafa lagst gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband