Efni
22.4.2009 | 15:22
Hræðsluáróður - kvótinn færist frá fyrirtækjum TIL fjölskyldna
Auðvitað er um að ræða hræðsluáróður því að ekki verður hætt við að veiða fisk. Ég hygg meira að segja að margar af þeim fjölskyldum, sem hér mætti trúa að væru ofáætlaður fjöldi, fengju betra lífsviðurværi þegar kvótinn næst frá fáum, stórum aðilum. Ætlunin er sem sé að taka kvótann frá fyrirtækjum. Og það eru einmitt þessi fyrirtæki sem mest óttast aðildina að Evrópusambandinu - því að eitt af samningsmarkmiðum við það, hvort í aðildarviðræðum eða viðræðum um tvíhliða samning, ætti að vera strandveiðar sem dreifast á fleiri, dreifast á byggðir landsins fremur en stór fyrirtæki aðallega.
Það er kannski ekki úr vegi að setja hér tengil á sjávarútvegsstefnu VG þar sem meðal annars er vísað í álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég tel ekki að við getum alveg hunsað (kl. 9:15 þann 23. maí).
Segja fyrningu aðför að 32 þúsund fjölskyldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 23.4.2009 kl. 09:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Finnst ykkur ekki að jarðir ættu að vera í þjóðareign og afnema landbúnaðarkvóttan svo fleiri geti byrjað í stéttini.
Sigurbjörg Jónsdóttir 22.4.2009 kl. 15:47
Átt þú einhverja eign Ingólfur? Hús, íbúð eða bíl? Ef svo er, fyndist þér þá ekki sjálfsagt að ríkið taki þessar eignir af þér og láti þá hafa sem ekki hafa keypt sér eignir? Svona til að fara ekki of illa með þig þá ætti kannski ríkið að fara fyrningaleiðina og taka bara 5% af þér á ári og leyfa þér svo að kaupa það aftur. Prófaðu að hugsa þetta á þennan hátt.
Aðalsteinn Bjarnason, 22.4.2009 kl. 16:10
Sigurbjörg: Það er margt sem kemur til greina í sambandi við landbúnaðinn, en í rauninni veit ég ekki til að neitt hindri fólk í að byrja búskap ef það á nægilegt fjármagn til að hefja búskapinn. En vörur verða kannski ekki samkeppnisfærar við þær vörur sem eru niðurgreiddar með beinum greiðslum til bænda.
Húsið mitt, Aðalsteinn: Já, það er gott dæmi. Ég er samvinnumaður og bý í búseturéttarhúsnæði, og ég ólst upp á erfðafestujörð. En að því slepptu þá er kvótinn í raun ekki "eign" í eiginlegum skilningi neitt á borð við bíl eða hús heldur réttindi til að veiða fisk sem aðrir eru útilokaðir frá að veiða. Þess háttar kvóti sem gengur kaupum og sölum er óeðlilegur og kominn langt, langt frá þeim kvóta sem sjómenn höfðu unnið sér inn með hefðarrétti byggðum á fyrri sókn á sjóinn.
En það er ekkert af þessu einfalt mál að framkvæma
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 16:24
Jú, það er einmitt tilfellið. Kvótinn er búinn að ganga kaupum og sölum áratugum saman með löglegum hætti. Ef menn kaupa sér eitthvað þá er það þeirra eign þarmeð. Ríkið má taka eignir af fólki en samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrár þá verður ríkið að greiða fullar bætur fyrir.
Aðalsteinn Bjarnason, 22.4.2009 kl. 16:35
Í staðinn viltu að stjórnmálamennirnir taki kvótann og dreifi honum á vini og kunningja í kjördæminu sínu. Þetta er bara ákveðið magn af fiski þannig að sá fiskur sem flyst til einhvers staðar er þar með tekinn frá öðrum stað á landinu. Það þarf því dauða eins til að hinn fái brauðið. Í stað þess að í dag kaupir fólk þetta á markaði þá finnst þér betra að stjórnmálamennirnir úthluti þessum gæðum til gæðinga. Það er afarvond hugmynd og getur ekki endað vel.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.4.2009 kl. 17:30
Ósköp getur þú bullað um hvað þú heldur ég vilji, kæri Sigurður Viktor! Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að ég vilji slíka einkavinavæðingu? Hmm ... Ég vil gagnsæjar reglur sem byggjast ekki eingöngu á því hverjir hafa mesta peninga.
Aðalsteinn: Kerfið eins og það er er ranglátt og þess vegna þarf að breyta því. Það hefur heldur ekki skilað þeim árangri að auka fisk í sjónum. Og fiskur í sjó er ekki venjuleg eign sem er auðvelt að greiðar "fullar" bætur fyrir því að hvernig er hægt að finna það. En það er ljóst að þeir sem eiga kvótann vilja sem allra mest.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 18:45
Aðgangur að takmarkaðri auðlind verður aldrei réttlátur í augum allra. Lestu þessa frétt og spáðu svo í hvort íslenska kerfið sé svo alslæmt. Hér eru engir stofnar ofveiddir og ríkið þarf ekki að vasast í því hvort flotinn er of stór eða of lítill. Markaðurinn sér um slíkt. Af hverju fer Evrópusambandið ekki að ykkar ráðum og fyrnir kvótann? Nei, þess í stað vilja þeir taka upp frjálst framsal að okkar fyrirmynd.
Aðalsteinn Bjarnason, 22.4.2009 kl. 19:01
Sæll enn, Aðalsteinn, ég tek undir að íslenska er ekki alslæmt - en ég mótmæli harðlega hræðsluáróðrinum sem upphaflega fréttin var um. Ég held að fyrningarleið á 20 árum rústi engu og víst er að sumum þykir hún ekki nógu róttæk, og reyndar hef ég ekki gert það að fullu upp við mig hvort ég vildi róttækari leið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 19:10
OK, að 20 árum liðnum, þegar ríkið er búið að "fyrna" til sín allan kvótann af vondu köllunum, hvernig sérðu fyrir þér fyrirkomulagið? Hvernig á ríkið að úthluta kvótanum á "réttlátan" hátt? Hverjir fá að veiða? Menn hugsa ekkert hlutina til enda. Það skal bara taka kvótann af núverandi handhöfum. Þetta er svona Simbabve stefna; taka eignirnar af hvítu mönnunum til að láta þá svörtu hafa. Sú stefna hefur víst meirihlutafylgi þar líka.
Aðalsteinn Bjarnason, 22.4.2009 kl. 21:18
Þetta er ágæt spurning um hvernig þetta verður að 20 árum liðnum og ég hef alls ekki svarið við henni - en ég andmæli enn hræðsluáróðri af þeim toga sem færslan var um. Samlíkingin við Simbabve er af sama toga, til þess fallin að beina athygli frá félagslegu óréttlæti kvótakerfisins! En takk fyrir innlitin og rökræðurnar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 21:34
Sæll, ég þakka líka fyrir mig. Tek það fram að ég á engan kvóta. Ég er bara talsmaður markaðslausna í stað ríkisforsjárhyggju. Þetta er ekki hræðsluáróður, ég fer ekki fram á annað en að þeir sem leggi fram svona tillögur (eignaupptöku) skýri mál sitt betur og hugsi sínar tillögur til enda.
Aðalsteinn Bjarnason, 22.4.2009 kl. 21:42
Ingólfur,
Þetta er ágæt umræða en litast nákvæmlega af því sem þessi umræða einkennist af. Menn segja: "Þetta er óréttlátt kerfi vegna þess að það fá ekki allir að veiða sem vilja veiða." Þess vegna finnst sumum skynsamlegt að ríkið leysi til sín þessar veiðiheimildir en eins og þú virðist fólk ekki spyrja hvað eigi að gera svo. Fólk vill "gagnsæjar reglur sem byggjast ekki eingöngu á því hverjir hafa mesta peninga.".
Upphaf kerfisins má rekja til þess að í lok áttunda áratugarins þá voru skipin að verða svo stór og öflug að þau gátu auðveldlega veitt allan fiskinn í sjónum á tiltölulega skömmum tíma. Þá var ljóst að ekki gátu allir veitt jafn mikið og þeir vildu veiða. Sumir myndu þurfa að hætta rekstri og snúa sér að öðru. Spurningin var hvernig ætti að fara að þessu sem öllum var ljóst að yrði mjög sársaukafullt ferli um allt land og gæti haft gríðarleg áhrif á heilu byggðarlögin.
Leiðirnar voru í grundvallaratriðum tvær:
a) Stjórnmálamennirnir myndu dreifa hinum takmörkuðu auðlindum sem í boði væru á milli manna á grundvelli einhverra reglna sem klárt er að öllum sem ekki fengju nóg að eigin mati þætti ósanngjarnar (eins og er tilfellið í dag) hversu gagnsæjar sem þær væru .
b) Láta markaðinn sjá um skiptinguna. Sá sem fengi hæsta framlegð úr hverju kílói af fiski gæti keypt veiðiheimildir af þeim sem fengi lakari framlegð og sæi hag sínum betur borgið með því að selja kvótann en eiga hann. Þannig myndu veiðiheimildirnar smám saman safnast á hendur þeirra sem gætu látið þær skila þjóðarbúinu mestum arði. Hinir yrðu að snúa sér að öðru. Á sama hátt og í dæmi a) þykir þeim þetta ósanngjarnt sem ekki fá að veiða eins mikið og þeir vilja. Í núverandi kerfi er hámark þannig að einn aðili má hámark eiga eitthvað í kringum 10% af kvótanum til að tryggja dreifingu. Það dregur vissulega úr heildarábatanum en einhvers staðar verður að draga línuna og það er mikilvægt að t.d. 1-2 aðilar geti ekki eignast allan kvótann.
TILFÆRSLA Á KVÓTA
Það er mikilvægt að það sé á hreinu að við erum alltaf að tala um ákveðið tiltekið magn af fiski þannig að ef kíló er flutt milli staða þá missir einhver vinnuna á einum stað um leið og annar fær vinnu á öðrum sama í hvaða kerfi það er.
ÖNNUR KERFI
Þetta þýðir að þegar búið er til kerfi við hliðina á hinu kerfinu, t.d. byggðarkvóti, þá er verið að taka vinnu frá einum, stjórnmálamennirnir seilast ofan í krukkuna og rétta Gunnu og Gunnari vinnu sem Jón og Jóna höfðu áður. Það þýðir að Jón og Jóna eru fúl í stað Gunnu og Gunnars áður. Það er nefnilega ekki til kerfi sem allir eru sáttir við og það er ekki til neitt gagnsætt kerfi sem hægt er að nota.
Á að deila þessu út miðað við íbúafjölda? Þá fær höfuðborgarsvæðið 70% kvótans auk þess sem Egilstaðir fá mesta kvóta á Austfjörðum og Selfoss og Hveragerði stóran hluta kvóta Sunnlendinga. Er það eðlilegt? Það er gagnsætt.
Á að setja skilyrði um að það sé höfn á staðnum? Þá fara öll sveitarfélög í þá vinnu að byggja upp svakalegar hafnir hvort sem þörf er á þeim eða ekki.
Á að miða við landað tonn í tiltekinni höfn? Þá fara skip sem eru að veiðum sunnan við land að sigla til Vopnafjarðar eða Raufarhafnar með fiskinn sem kostar mikið í tíma, mannafla, eldsneyti og öðru auk þess sem það er óumhverfisvænt út frá t.d. olíunotkun og óþarfa skipaumferð. Auk þess verður fiskurinn eldri þegar hann kemst á markað og því fæst lægra verð fyrir hann.
Réttlátt kerfi er ekki til. Núverandi kerfi er það réttlátasta sem til er þótt erfitt sé.
ÞAÐ SEM MÁ BREYTA
Hins vegar er full ástæða til að skoða atriði eins og kvótaleigu og það að einhverjir sem ekki eiga skip eigi kvóta en noti hann ekki sjálfir. Það er engin ástæða til þess að viðkomandi geti átt kvóta og full ástæða til að breyta þeim reglum. Ég hef hins vegar ekki næga þekkingu á einstökum "smærri" þættum kerfisins til að geta útlistað það svo eitthvað vit sé í.
STOFNARNIR
Ástæða þess að stofnarnir eru ekki nægilega stórir er ekki sú hvernig kökunni er skipt heldur að ákveðið er að hafa hana of stóra. Næstum allir sjávarútvegsráðherrar í gegnum tíðina hafa ákveðið að veiða meira en Hafró leggur til. Aðrar ástæður geta verið brottkast, ofveiði á átu (t.d. loðnu) og fleiri þættir. Það hvort fyrirtæki A eða fyrirtæki B veiðir tiltekinn fisk hefur ekki áhrif á stofnstærð. Þar er verið að rugla í umræðunni.
AÐ LOKUM
Ég er eins og Aðalsteinn hef engra beinna hagsmuna að gæta annarra en þeirra að vera Íslendingur og gera mér grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægt mál fyrir Ísland og Íslendinga og það er gríðarlega mikilvægt að þetta kerfi verði ekki eyðilagt í popúlisma.
Takk fyrir góða umræðu og afsakaðu langlokuna. Ég held hún sé samt lestrarins virði.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.4.2009 kl. 22:43
Takk fyrir innlitið, Sigurður, og skrifin
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.4.2009 kl. 07:05
Sælir aftur, tek undir ræðu Sigurðar. Vil þó benda á að ég tel meginskýringu á minni afrakstri sumra fiskistofna nú en var fyrir nokkrum áratugum, vera ofverndun hvalastofna. Hvalir éta sjávarfang á Íslandsmiðum sem nemur margföldum fiskveiðum manna á ári. 20% fjölgun hvala á Íslandsmiðum þíðir aukna fæðuþörf sem nemur öllum fiskveiðum Íslendinga.
Til þess að auka sátt um kvótakerfið vil ég að kvótaleiga verði afnumin. Leigan er óþörf. Þeir sem eiga kvóta eiga að veiða hann sjálfir og þeir sem vilja fara í útgerð eiga að kaupa sér heimildir en ekki leigja þær. Leigan skerðir laun sjómanna og stuðlar að brottkasti. Frjálst framsal á varanlegum heimildum er nauðsynlegt en leigan er slæm.
Takk og bless
Aðalsteinn Bjarnason, 23.4.2009 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.