Efni
12.4.2009 | 11:28
Traust til Sjálfstæðisflokksins?
Kannski er fráleitt fyrir okkur sem aldrei höfum treyst Sjálfstæðisflokknum að segja að nú muni traust á honum minnka. En ætli það sé ekki á einhvern hátt sambærilegt við bankahrunið í haust: Að þótt maður vissi vel að bólan hlyti að springa gerði maður sér enga grein fyrir að hvellurinn gæti orðið jafnhár og hann varð. Við vissum vel hversu Sjálfstæðisflokkurinn var hluti af peningavaldinu, en ég a.m.k. gerði mér ekki grein fyrir að hann væri jafn-samansúrraður við það eins og kom í ljós, og ekki heldur að forystumennirnir nánast brytu lög í fjáröflun sinni. Því hvað er það annað þegar tekið er á móti, ekki milljón, ekki fimm milljónum, heldur 30 milljónum fjórum dögum áður en lög um hámarksframlagið 300 þús. frá fyrirtækjum tók gildi. Og ef þetta er ekki lögbrot, eins og framlagið frá Neyðarlínunni sem upp komst um daginn, sem ef til vill hefur má túlka sem lítilfjörlegt lögbrot, sennilega framið í gáleysi, hvað er það þá að sækja féð til FL Group? Samrýmist ekki mínum viðmiðum um heiðarleika. Samrýmist ekki þeim anda laganna að gera framlög gagnsæ og að stórminnka möguleika á beinum hagsmunatengslum og þeim möguleikum að hægt sé að ásaka fyrir mútur. Kannski varð flokkurinn - og formaðurinn fyrrverandi sem vildi ekkert gera á fyrri hluta þessa árs þótt ýmis hættumerki væru honum ljós - á einhvern hátt háður FL Group og Landsbankanum. Ekki þannig að þetta væru beinar mútur endilega - heldur þannig að þessir aðilar gátu kjaftað frá ef að þeim var þrengt. Og það vissi fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, sem þýðir lítið fyrir nýjan formann að ætla að fría sig af, þótt hann reyni að halda því fram að við eigum að gleyma þessu.
![]() |
Allt komið fram sem máli skiptir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
Eldri færslur
2025
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Þóra Jónsdóttir
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Benedikt Sigurðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergþóra Gísladóttir
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Barkarson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Dagbjört Ásgeirsdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Edda Agnarsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Elva Guðmundsdóttir
-
Eyþór Árnason
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Guðbjörg Pálsdóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Halla Rut
-
Heiða
-
Heimssýn
-
Helgi Már Barðason
-
Hermann Óskarsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hilda Jana Gísladóttir
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ísdrottningin
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jónas Helgason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Bjarnason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
J. Trausti Magnússon
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Leikhópurinn Lotta
-
Margrét Sigurðardóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Rögnvaldardóttir
-
(netauga)
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Paul Nikolov
-
Pétur Björgvin
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sindri Kristjánsson
-
Soffía Sigurðardóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Örn Viðarsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
svarta
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Viðar Eggertsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Þarfagreinir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
-
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
-
Þór Saari
Myndaalbúm
Nýjustu athugasemdir
- Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn: Þetta er mjög slök athugasemd hjá þér, Hilmar. Það er ekki stak... ingolfurasgeirjohannesson 20.6.2025
- Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn: Með fullri virðingu. Það færi betur ef þeir sem tjá sig um ísle... Hilmar Hafsteinsson 19.6.2025
Athugasemdir
Spádómur um siðferðilegt framferði xD: ain't seen nothing yet
Þorsteinn Egilson, 12.4.2009 kl. 11:48
Eflaust ekki, Þorsteinn
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.4.2009 kl. 12:27
Held ekki að allt sé komið fram, en hvort það verður upplýst fyrir landann, skal ólátið sagt.
Traustið er löngu farið fjandans til.
TARA, 12.4.2009 kl. 14:03
Algerlega sammála þér, Tara, að tengsl Sjálfstæðisflokksins við stór fyrirtæki og smá verða ekki öll sögð. En svo er dálítið fyndið að meira að segja núverandi formaður fer með málið eins og misyndismál, meðan þetta er í raun og vera bara saga og eðli flokksins sem var afhjúpað. Það er nefnilega illskárra fyrir flokkinn að láta eins og þetta sé misyndismál, sem það svo sem líka er, næstum því; það er talið skaða flokkinn minna en að viðurkenna að þetta hafi verið eðlileg vinnubrögð, eðlileg og fremur venjuleg tengsl.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.4.2009 kl. 14:35
Ingólfur:
Já, ég er algjörlega sammála fyrstu setningunni í pistli þínum!
Hins vegar er ekki hægt að afsaka þetta siðleysi á nokkurn hátt!
Sveinn:
Ég ber fullt traust til Sjálfstæðisflokksins!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.4.2009 kl. 23:21
Sveinn og Guðbjörn, þakka ykkur fyrir innlitið. Þér finnst þetta "siðleysi", Guðbjörn, en fyrir okkur sem höfum fylgst með íslenskum stjórnmálum sl. 40-50 ár finnst þetta nú vera "eðlilegt" þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut. Greinilegt er af þínum viðbrögðum og margra annarra í Sjálfstæðisflokknum, minnist sérstaklega viðbragða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, að þið hafið ekki trúað að hagsmunatengslin við bankana væru slík. Já, og það er rétt, þau er máske óforskammaðri en ég hélt þau væru. Og nú er varla hægt að afneita því lengur að Geir Haarde var með talsvert bundnar hendur gagnvart bönkunum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.4.2009 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.