Hvorki upp á punt - né til bráðabirgða!

Ég held að mér hafi þótt ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nýkjörins formanns Samfylkingarinnar, það athyglisverðasta í fréttum helgarinnar. Að vísu heyrði ég bara það sem var flutt í Ríkisútvarpinu um fjögurleytið á laugardaginn - en þar tók Jóhanna fram að hún væri ekki formaður upp á punt, ef einhver hefði haldið það, og alls til bráðabirgða og nefndi að amma hennar hefði verið pólitísk til dauðadags og hún hefði látist rúmlega 100 ára. Ég held að Jóhanna hafi með þessu kveðið í kútinn allar raddir um að hún væri bráðabirgðaformaður meðan aðrir í Samfylkingunni væru að takast á um hnossið. Að vísu höfðu þessar raddir hljóðnað nokkuð - en gott að kveða þær í kútinn.


mbl.is Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband