Neyðaraðstoðin við Sjálfstæðisflokkinn og "hinir brutu líka af sér"

Sjálfstæðisflokkurinn bítur höfuðið af skömm sinni, framlaginu frá Neyðarlínunni, sem hefur þótt einkar neyðarlegt, með því að benda fingrinum á að aðrir stjórnmálaflokkar hafi líka brotið lögin aðstoð (ekki-aðstoð) frá ríkisfyrirtækjum. [Ég var reyndar búinn að skrifa hér að Andri hefði sagt allir aðrir - en það er ekki rétt því að í fréttinni kemur fram að hann hafi sagt að flestir aðrir hafi líka farið á svig við lögin.] Þetta hefur örugglega þótt mikilvæg neyðaraðstoð á sínum tíma, 2007, í ljósi þess að ekki mátti lengur taka við hærri framlögum frá einstökum fyrirtækjum.
mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband