Efni
8.3.2009 | 11:28
Kolbrún hefur staðið vaktina í tíu ár!
Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona hefur staðið vaktina í næstum tíu ár á Alþingi, áður en hún varð umhverfisráðherra. Hún hefur staðið þessa vakt bæði í umhverfis- og jafnréttismálum - og auðvitað öllum öðrum stefnumálum VG, ekki ein en lengst af ein af fimm þingmönnum flokksins. Aldrei dregið af sér, aldrei hlíft sér við að fylgja fast eftir stefnu flokksins. Sé það rétt hjá henni að hún hafi ekki aflað sér vinsælda með því - þá sannast enn og aftur hið sama að pólítík á að vera byggð á sannfæringu en ekki lýðskrumi.
Eitt af fyrstu verkum Kolbrúnar í ráðuneytinu var að fá ríkisstjórnina til að samþykkja að staðfesta Árósayfirlýsinguna svokölluðu um aðgang almennings í umhverfismálum. Núna eru nokkrar vikur fram að kosningum og full ástæða til að nýta þær vikur vel í umhverfismálum. Ég held að það styrki best stöðu VG og ef til vill stöðu Kolbrúnar sérstaklega hvernig þær verða notaðar. Í efnahagsþrengingunum á að hugsa til framtíðar sem aldrei fyrr - og það hefur Kolbrún Halldórsdóttir sem stjórnmálamanneskja gert á sínum ferli.
Keik og stolt í sjötta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 161050
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Þakka þér pistilinn Ingólfur. Þetta eru einnig mín viðbrögð við glæsilegu forvali VG í Reykjavík. Kolbún hefur verið hornsteinn í starfi flokksins frá upphafi, ómetanlegur merkisberi í umhverfismálum og hvergi dregið af sér í starfi. Hún hefur jafnframt mátt þola rætið aðkast andstæðinga okkar allan tímann, en stendur það allt af þér, heiðarleg og einbeitt eins og fram kemur í viðbrögðum hennar. Það er gott að vita af henni á vaktinni áfram með öllum hinum. Oft var þörf - nú er nauðsyn.
Hjörleifur Guttormsson, 8.3.2009 kl. 11:54
Sammála og tek heils hugar undir orð ykkar beggja Ingólfur og Hjörleifur.
Kolbrún Halldórsdóttir á alls góðs skilið og þessi niðurstaða í forvali VG í Reykjavík er vonandi ekki til að draga úr því mikla trausti sem hún nýtur meðal allra þeirra þúsunda Íslendinga sem fylgst hafa mátt með öflugu starfi hennar á undanförnum árum. Aldrei hefur hún sofið á verðinum og sennilega hafa þeir sem völdu á listann hreinlega yfirsést þessi góða baráttukona fyrir réttargæslu á vegum nátturuverndar og mannréttinda.
Óskandi er að þeir sem færðust upp fyrir hana sýni henni sanngjarnan skilning og þoki um sæti.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2009 kl. 17:56
Hjörleifur og Mosi, takk fyrir innlitið og góð orð um Kolbrúnu
Ég er búinn að lesa margt ljótt sagt um Kolbrúnu í dag og ekki mikill tími til að verjast því öllu. Ég tek mörg þau orð ekki bara til hennar heldur til okkar allra sem berjumst fyrir náttúruvernd og jafnrétti karla og kvenna.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 19:34
Kolbrún er heiðarleg hugsjónarmanneskja. Ef það er ekki meira metið í pólitíkinni þá er ég ekki mjög bjartsýn á þetta "nýja Ísland".
Úrsúla Jünemann, 8.3.2009 kl. 20:19
Kolbrún er einn af þessum þingmönnum sem maður getur treyst - sér í lagi þegar kemur að umhverfisvernd og mannréttindum - ég hef fylgst með hvernig hún hefur verið notuð sem skotmark af þeim sem líta niður á umhverfisvernd og jafnrétti. Það sem hefur verið sagt um hana er bæði rætið og ómaklegt.
Birgitta Jónsdóttir, 9.3.2009 kl. 07:27
Takk fyrir innlitið, Úrsúla og Birgitta - ég held að túlkun þín, Birgitta, á því hvernig Kolbrún hefur verið notuð sem skotmark sé rétt. Í raun og veru er það kannski þess vegna sem ég bloggaði: Ekki bara til að verja Kolbrúnu sem hún á þó skilið heldur líka til að verja baráttumálin sem hún hefur staðið vaktina við - óþreytandi - og uppsker rætni eins og þú nefnir. Jú, okkur ber skylda til að verja og þakka - og þakka fyrir að Kolbrún vill halda áfram.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.3.2009 kl. 07:36
Mig langar til að bæta við þetta sem Birgitta segir: Kolbrún hefur beitt sér á markvissan hátt gegn þeim öflum sem hafa verið að færa sig upp á skaftið í íslensku samfélagi þar sem náttúra landsins er metin einskis virði. Þessum aðilum er mjög þóknanlegt að níða niður þá einstaklinga sem hafa lagt áherslu á að berjast gegn þessum peningaöflum og varað þjóðina við lævíslegum áróðri þeirra. Þegar Kolbrún er allt í einu orðin umhverfisráðherra er þeim nóg boðið og beita fjölmiðlum að auka sem mest „óvinsældir“ sínar og gera þær sem almennastar. Þetta er fólskulegtað ekki sé dýpra tekið í árina.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2009 kl. 11:09
Stundum hef ég haldið að í sólarhring Kolbrúnar væru fleiri stundir en hjá öðrum. Annir hennar á þingi hafa ekki hindrað hana í því að koma og hlusta á pælingar þeirra sem vildu bregðast við stóriðjustefnu stjórnvalda. Hún hefur veitt grasrótinni athygli af óskiptum áhuga alla sína tíð á þingi og ekki látið þvinganir ríkjandi afla letja sig á neinn hátt. Hafi hún þökk fyrir.
GRÆNA LOPPAN, 9.3.2009 kl. 19:33
Guðjón og Hanna, þakka ykkur fyrir góðar athugasemdir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.3.2009 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.