Menntamálaráđherra úthlutar séníverum

Ein af hljóđu fréttunum en ţeim góđu á undanförnum dögum er úthlutun styrkja úr markáćtlun Vísinda- og tćkniráđs. Hugmyndin er sú ađ úthluta veglegri styrk en áđur hefur tíđkast til nokkurra rannsóknarsetra til ađ efla ţau bćđi á innlenda og alţjóđlega vísu, gera ţeim kleift ađ ráđa fleiri frćđimenn og nema í framhaldsnámi. Hugmyndin er sú ađ međ ţessum fjármunum sé hćgt ađ mynda öndvegissetur eđa ţađ sem á ensku hefur veriđ kallađ centre of excellence. Mér sýnist fyrirmyndin vera erlend - en ţađ er íslenskur brandari ađ kalla öndvegissetrin "séní-ver", ver eđa stađ ţar sem er fullt af séníum/snillingum ađ störfum - eđa er ekki snillingur besta íslensa orđiđ yfir slettuna séní?. Reyndar er um ađ rćđa rannsóknarklasa eđa rannsóknarnet frćđafólks sem hefur margvísleg alţjóđleg tengsl, eins og t.d. í ţví tilviki af ţessum ţremur sem ég ţekki best, ţađ er jafnréttis- og margbreytileikarannsóknunum. Ţađ er líka ţakkarvert, og ađ mér skilst bćđi til gömlu og nýju ríkisstjórnarinnar, ađ hafa ekki hćtt viđ séníverin í efnahagsástandinu, bćđi ţakkarvert og til marks um skilning á mikilvćgi ţess ađ efla rannsóknir.

Auglýst var eftir umsóknum sl. vor um ţátttöku í ţessari samkeppni og í sumar fengu tíu hugmyndir einnar milljónar króna styrk til ađ ţróa betur hugmyndina. Umsóknirnar voru metnar af erlendum sérfrćđingum og sérskipuđu fagráđi innlendra sérfrćđinga áđur en stjórn sjóđsins fékk ţćr til međhöndlunar. Niđurstađan er síđan sú ađ ţrjú verkefni fengu styrk. Sagt er frá úthlutuninni sem á heimasíđu Rannís.

Alţjóđlegur rannsóknarklasi í jarđhita Verkefnisstjóri: Sigurđur M. Garđarsson. Styrkur 2009 nemur allt ađ 70 millj. kr.

Vitvélasetur Íslands Verkefnisstjóri: Kristinn R. Ţórisson. Styrkur 2009 nemur allt ađ 55 millj. kr.  

Öndvegissetur í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum Verkefnastjóri: Irma Erlingsdóttir. Styrkur 2009 allt ađ 35 millj. kr.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurđardóttir

Góđur!

Elinóra Inga Sigurđardóttir, 21.2.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Hrökk í rogastans enda var sénivér einn af vinsćlustu brennivínsdrykkjum á Íslandi. Meira ađ segja menn voru svo hugfangnir af ţessum hollenska mjög ađ eitt sinn var gerđur út fiskibátur sem sigldi til Hollands og kom til baka trođfullur af smygluđum sénivér. Eigandi bátsins vissi ekki betur en ađ báturinn vćri gerđur út á snurvođ frá höfn á Suđurnesjum og kom af fjöllum ţegar lögreglan innti hann um ferđir bátsins.

Eftir ţágildandi lögum missti eigandinn bátinn og var ţađ harđur dómur gagnvart honum.

Mosi

Guđjón Sigţór Jensson, 22.2.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlit, Elinóra og Mosi - takk líka fyrir fróđleiksmolann, Mosi góđur

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.2.2009 kl. 14:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband