Að skjóta IMF!

Fræg er sagan af afrískum einræðisherra sem átti hafa sagt "við bara skjótum hann!" þegar ráðgjafar hans bentu sífellt á að hitt og þetta mætti ekki vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) leyfði það ekki. Það er með öllu óþolandi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlist til þess að ábendingum hans við frumvörp sé haldið leyndum. Slík leynd er illa fallin til að vekja traust á vinnubrögðum stjórnvalda. Þannig höfum við ekki hugmynd um hvort athugasemdir hans eru í rauninni "tæknilegar" eða hvort þær eru pólítísk afskiptasemi.

Ef út í það er farið eru aftur á móti fátt sem er bara tæknilegt og ekki pólítískt - en það er ein af aðferðum nýfrjálshyggjunnar til að koma málefnum sínum áfram, sbr. greiningu á stjórnunar- og vandamálavæðingu skólakerfisins að halda því fram að hápólítískar breytingar séu tæknileg útfærsla. Ég trúi ekki að athugasemdir Alþjóðagjaldleyrissjóðsins séu bara tæknilegar, en það er þó ekki útilokað að þær geti verið skynsamlegar í baráttunni gegn hinni alvarlegu útgáfu af nýfrjálshyggjunni sem Ísland varð fyrir barðinu á.


mbl.is Tæknilegar ábendingar í trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnist nú samt að IMF sé ekki síður hrifið af "trúnaðinum" heldur en hinir busarnir.  Kannski þeir séu bara óvanir að kúga vestrænar þjóðir?

Gullvagninn 10.2.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Gullvagn - ætli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé ekki vanur mismunandi tegundum af stjórnsýslu og kjaftagangi, sem mér heyrist nú ummæli Birgis Ármannssonar vera. Er ekki markmið beggja að viðhalda og útbreiða nýfrjálshyggjuna?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.2.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband