Sendum "björgunarleiðangur" í rétta átt

Í viðtali í RÚV í gærmorgun kvaðst forsætisráðherra ekki sjá annan betri kost en að sitja áfram í stjórn með Samfylkingunni. Eiginlega setti hann þetta nú fram eins og að hann ætti við við "skárri" kost. Auðvitað vill Sjálfstæðisflokkurinn sitja sem lengst að völdum, seinka kjördegi eins og flokknum er stætt. Alveg sama þótt hann sé rúinn trausti og ráði ekki við ástandið. Líkingin um björgunarleiðangur, sem ekki má stoppa í miðri ferð, er ámátleg því að það er alltaf sendur út nýr ef í ljós kemur að sá fyrri fór í austur en týnda fólkið reynist vera í vesturátt. Og einhvern veginn svoleiðis virkar staðan þannig á mig, t.d. þegar farið er raska í skipulagi heilbrigðismála, t.d. hér á Norðurlandi.


mbl.is Rof milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband