Við hverja má Álfheiður Ingadóttir tala?

Í útvarpsviðtali akkúrat núna er Björn Bjarnason að lýsa óánægju sinni með að Álfheiður Ingadóttir alþingismaður hafi talað við mótmælendur við Alþingishúsið í gær. Björn Bjarnason byggir þó á orðrómi - heldur því fram að hún hafi gefið mótmælendum "bendingar" - einhver hafi sagt sér það. Hvað er maðurinn að fara?
mbl.is Mótmæli fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað má hún ekki tala við einn né neinn og að benda svona út í loftið hún er náttúrulega terroisti!  B.B. þarf að finna sér ný hobbý.

Unnsteinn Jóhannsson 21.1.2009 kl. 08:21

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Bara taka hana fasta strax! Annars-er hún ekki friðhelg sem þingmaður?!!

María Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: corvus corax

Valdasýki, alræðisvald lögreglunnar og dómsmálaráðherra er draumur Björns skaufhala Bjarnasonar. Sá draumur mun hins vegar aldrei rætast því fíflið verður gert óvirkt á næstunni sem betur fer.

corvus corax, 21.1.2009 kl. 08:35

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll.

Það er heldur langsótt að Álfheiður hafi hætt sér út til að gefa línurnar. Það tel ég afar ólíklegt.

Þar sem ég fór sjálfur t.d. í gær að mótmæla við Austurvöll, þá get ég sagt það að ég hef sjaldan séð eins marga stuðningsmenn VG saman komna á einum stað. Ég segi það ekki í neikvæðri merkinu. Á staðnum var m.a. borgarfulltrúi VG sem brosti yfir aðstæðunum. Aðrir einstaklingar sem eru harðir stuðningsmenn VG og þeirra hugsjóna voru einnig að mótmæla.

Þarna var líka venjulegt fólk sem búið er að fá nóg, auk þess hafa örugglega verið aðrir stuðningsmenn annarra flokka. Það skiptir í raun engu máli.

En getur verið að VG sé að hamra járnið svona vel og með aðstoð annarra, og vegna þess að þeir hafa komið vel út í skoðanakönnunum, að þeir ætli sér í ríkisstjórn? Ætli það sé ástæðan?

Held það sé komin tími á það að "Raddir Fólksins" skilgreini sig betur...

Sveinn Hjörtur , 21.1.2009 kl. 09:02

5 identicon

Ótrúlegt að þarna sé verið að tala við fullorðinn mann ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að verið að tala við dimmraddaðan krakka.

Maður hristir einfaldlega bara hausinn og spyr sig á hvaða plánetu er maður staddur

Bryndís 21.1.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Björn lifir í heimi þar sem Björn ræður öllu. Hann vill greinilega hafa vald til að segja fólki að hoppa og þá á fólk að spyrja, "Herra, Björn - hversu hátt?"

Ótrúlega óforskammaður og þetta er bara til þess að gefa SUS-urum og öðrum straurblindum Sjálfstæðipúkum tilefni til að smjatta á einhverju öður en lögregluofbeldinu sem Björn bera alla ábyrgð á.

Höldum áfram að mótmæla á Austurvelli - alla dag þar til spillingarhyskinu hefur verið sópað úr.

Byltingin er byrjuð!

Þór Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 09:11

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Helbláir hafa áður skammast yfir að Álfheiður sé á vettvangi "skrílsins". Það náttúrlega gegnur ekki að "kjörnir fulltrúar" séu úti á torgum með þjóðinni sem kaus þá...

Haraldur Rafn Ingvason, 21.1.2009 kl. 09:11

8 identicon

Veit ekki með ykkur en djö. finnst mér Álfheiður framhleypin og ákveðin kjelling, ég væri til í að hafa hana sem Forsetisráðherra og samt hef ég í gegnum tíðina verið xD.

Raz 21.1.2009 kl. 09:17

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið og umræðuna og upplýsingar.

Það er vitaskuld enginn vafi á því að VG vill stjórna landinu, óháð bankahruninu. VG hefur mótað skýra stefnu í samfélagsmálum, umhverfismálum og jafnréttismálum svo að dæmi séu tekin. VG vill ekki bara verja velferðar- og menntakerfin, heldur byggja þau upp. Og ef ég hef skilið samþykkt flokksráðsfundar í desember, sem ég gat því miður ekki setið, þá er VG einnig tilbúin til þess að taka þátt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, það er ef meirihluti þjóðarinnar vill að sótt sé um. Ef svo verður mun VG þrátt fyrir andstöðu sína og efasemdir taka þátt í slíkum viðræðum af heilindum.

Óánægjan er mikil í samfélaginu og góð ábending hjá þér, Haraldur, að það sé gott að þingmenn tali við "skrílinn"

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 10:27

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fólk sem heldur að VG séu á bak við þetta allt saman er greinilega svo veruleikafyrrt að það haldi að það sé enginn heimur utan þingheims.

Héðinn Björnsson, 21.1.2009 kl. 11:39

11 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég er mjög ánægður með framgöngu þingmanna VG í gær, bæði innan þings sem utan.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 12:04

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sveinn Hjörtur: "Þarna var líka venjulegt fólk....!"

Geri nú ráð fyrir að þetta hafi verið óhapp og að þú sért ekki í hópi þeirra sem tala um venjulegt fólk öðru megin við girðinguna en vinstri græna hinum megin.

Árni Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 14:37

13 Smámynd: María Kristjánsdóttir

það er ekki rétt hjá Hafsteini Björnssyni að einungis vinstri menn hafi talað hjá Röddum fólksins. Ég hef mætt á allflesta fundina. En að vísu held ég enga skrá yfir skoðanir fólks.

María Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:19

14 identicon

Hann er sjúklega klikkaður ofstopamaður með dómsvaldið í höndunum til að berja á almúganum og brjóta hann niður 

Vilhjalmur 21.1.2009 kl. 15:54

15 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið - ég er ekki alveg viss um að vinstri-hægri skiptingin gildi svo mikið þegar kemur að óánægju fólks núna, en ég vona að Sjálfstæðisflokknum verði gefið langt, langt frí í næstu kosningum, og að þær verði sem fyrst. Héðinn hefur hárrétt fyrir sér að VG standa ekki að baki því sem gerist á Austurvelli, jafnvel þótt sumir þingmanna flokksins hafi farið og spjallað við mótmælendur. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar nú landinu í skjóli lögreglunnar og lætur aflýsa þingfundum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 19:54

16 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Og slíkt stjórnarfyrirkomulag er kallað lögregluríki.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 20:06

17 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Á Íslandi er slíkt fyrirkomulag hins vegar kallað valdstjórn - af valdstjórninni. Fínna orð yfir sama hlutinn.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 20:16

18 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Björgvin: "Valdstjórn" er vissulega fínna orð yfir sama hlutinn og kannski nákvæmara. Þetta er notað núna til að láta okkur heyra hver hefur valdið, þetta er notað á ógnandi hátt!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband