"Aðferðafræði"

Stefán Eiríksson lögreglustjóri tönnlaðist á því í sjónvarpsviðtali áðan að lögreglan beitti "aðferðafræði" - en ég hélt nú reyndar að aðferðafræði væri fræði um aðferðir. Einn mótmælenda lýsti í Sjónvarpinu að hann hefði þurft að sitja handjárnaður aftan við bak í klofinu á stelpu og hún í klofinu á annarri manneskju í bílakjallara Alþingishússins. Þetta eru að sjálfsögðu merkileg fræði og örugglega hægt að skrifa um það aðferðafræðigreinar. En Geir Haarde ætlar bara að þegja! Það er þá hans "aðferðafræði".
mbl.is „Fólk var að bíða eftir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lögreglustjórinn réttlætti þessi klofbrögð og sagði að farið væri að reglum. En þetta er augljóslega gert til að lítillækka mótmælendur og brjóta þá niður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Já og aldeilis fínt að nota það á ólögráða ungmenni !!  eða hvað....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Halla Rut

Einmitt...það er örugglega í alþjóðlegum vinnubrögðum lögreglu að handjárna menn og setja hendur þeirra í skaut stúlkna sem geta ekki borið hendur fyrir sig. Mjög faglegt hjá þeim og góð AÐFERÐAFRÆÐI.

Já, þetta eru miklir fræðingar er stjórna þessu landi okkar.

Góð pæling hjá þér.

Halla Rut , 20.1.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Minnir dálítið á kynferðislegar tilraunir nasista á fórnarlömbum sinum.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já satt segir þú þetta eru sannarlega merkileg fræði!

Anna Karlsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:11

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Sigurður Þór, Þórhildur, Halla Rut, Björgvin og Anna

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband