Ný Framsókn?

Nú hefur Framsókn haft fleiri formenn en auðvelt er að telja á fáum misserum, og skiptir gjarna út varaformanni og ritara líka. En verður Framsókn ný? Sitja ekki Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir sem helstu foringjar þeirra á Alþingi? Sem með Halldóri og Davíð leiddu stefnuna í umhverfis- og virkjanamálum. Framsókn verður ekki hið einasta að gera upp við bankahrunið heldur og stefnu sína í umhverfismálum sem leiddi til Kárahnjúkavirkjunar og er grundvöllur ofurvirkjanastefnunnar í dag.


mbl.is Ábyrgð á efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heyr heyr

Birgitta Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sem betur fer höfum við Austfiðingar Kárahnjúkavirkjun, ekki einasta hefur hún leitt af sér aukin atvinnutækifæri á mið-Austurlandi heldur einnig stöðvað fólksflóttann af því svæði. 

Þetta verkefni færir okkur gjaldeyri og vinnu, auk þess  sem það verkefni er búið að byggja upp aðgengi að hálendinu með auknum möguleikum í ferðaþjónustunni. 

Þetta og margt annað má þakka Framsóknarflokknum.

Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: 365

Byrjar nú enn og aftur sama vælið.  Er ekki komið nóg?

365, 19.1.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Birgitta, Benedikt og "365".

Benedikt: Ég tek aths. þína þannig að þú viljir með engu móti "nýjan" Framsóknarflokk!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 13:02

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ingólfur, það er þitt mat á skoðun minni um nýjan Framsóknarflokk.   
Ég bendi þér á að Framsókanarflokkurinn hefur ætíð staðið fyrir atvinnuupbyggingu og mun gera það áfram.  Það kallar stundum á fórnir.  Því miður höfum við austfirðingar þurft að sitja undir því löngum stundum, að Kárahnjúkar séu eitthvað verkefni sem er á skjön við alla skynsemi.  Sú skoðun virðist hins vegar bundin við skoðun fólks sem býr utan Austurlands.  Okkar skoðun hefur oftar en ekki verðið léttvæg fundin, - ef ekki beinlínis röng.

Á sama tíma og Reykvíkingar hafa talið það sinn siðferðislega rétt, að fá að ráða því sem gert er hér fyrir austan, hafa þeir hafnað því að við höfum rétt á því að kjósa um hvort Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki.  Við utanbæjarmenn eru þó þeir sem nýta hann í mun ríkara mæli en borgarbúar.  Talsveður tvískinnungur falinn í því, -eða hvað?

Með framsóknarkveðju að austan!

Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 13:31

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll aftur, Benedikt, vitanlega var það mat mitt á því sem þú sagðir áðan, ekki illa þannig séð, þótt okkur greini á Kárahnjúkavirkjun.

"Nýr" flokkur verður að gera upp við sína fortíð og þau sjónarmið og aðgerðir sem hafa valdið mestum skaða.

Margt fólk á Austurlandi var andvígt náttúruspjöllunum á hálendinu rétt eins og Reykvíkingar hafa ólíkar skoðanir á flugvelli í Vatnsmýri. Ég tel að okkur ekki bara komi við hvað gert er í öðrum landshlutum heldur beri okkur að hafa á því sjónarmið og beita okkur með og á móti því sem rétt er. En það er rétt: Þeir sem styðja Kárahnjúkavirkjun verða að sætta sig við að öðrum þyki hún óásættanleg.

En þakka þér fyrir heimsóknina á bloggið, Benedikt.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband