Táknræn aðgerð sem engu máli skiptir í erfiðleikunum

Lög um að Kjararáði sé falið að lækka laun ráðherra og annarra sem heyra undir það en fyrir skömmu sá að ég utanríkisráðherra neitaði að setja á hátekjuskatt þar sem sú aðgerð væri táknræn þar sem svo litlir fjármunir fengjust. En hvað er launalækkun ráðherra annað en táknræn aðgerð? Ég hef spurt hvort ekki sé rétt að lækka laun toppa í ríkisfyrirtækjum, sjá fyrra blogg, og sjá hvort Kjararáð getur þá ekki fylgt eftir.

Hér er margt að skoða en ég ætla að minnast á tvennt: Það er alveg óhætt að framkvæma táknrænar aðgerðir þannig að við sem höfum þokkaleg laun leggjum fram aukinn skerf umfram þá sem hafa lág laun. Sérstaklega yrði ég ánægður ef þau auknu framlög færu til sveitarfélaganna, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð þeirra. Samt er ekki sama hvernig farið er með táknrænar aðgerðir.

En það er meiri hætta á ferðum með launalækkun ráðherranna: Ég óttast að í uppsiglingu séu lög um allsherjar launalækkun okkar sem erum á venjulegum samningstöxtum. Ég vona að ríkisstjórnin sé ekki svo vitlaus að gera þetta því að verði slík lög sett er það alvarlegt brot á lýðræðislegum reglum þar sem samtök launafólks hafa samið um kjör sín. Samfélag þar sem laun eru ákveðin í kjarasamningum félaga er betra en þar sem þau eru ákveðin einhliða eða með valdboði. Og lagasetning um laun er valdboð. Þessi lög núna eru það líka - en ekki með sama hætti og almenn launalækkunarlög gætu orðið.

 


mbl.is Kjararáð lækki laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Lagasetning um almenn laun í landinu jafngildir afnámi samningsréttarins að mínu mati en það væri fasísk ráðstöfun.

Björgvin R. Leifsson, 20.12.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Björgvin, við vonum að ekki verði afhafst í þessu, en óska þér gleðilegra hátíða

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.12.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Það er algjör hneisa að setja ekki á hátekjuskatt. Við skulum einnig bara vona að aðilar vinnumarkaðarins berjist fyrir réttindum meðlima sinna.

Anna Karlsdóttir, 29.12.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband