Tilnefning til bókmenntaverđlauna

Fyrir fáeinum dögum kom út mikiđ rit, Almenningsfrćđsla á Íslandi 1880-2007, sem er í tveimur bindum. Ritiđ var samiđ ađ tilhlutan Kennaraháskóla Íslands en gefiđ út af Háskólaútgáfunni. Ţrjár háskólastofnanir áttu formlegt samstarf viđ KHÍ um ađild ađ verkinu: félagsvísindadeild Háskóla Íslands, kennaradeild Háskólans á Akureyri og Sagnfrćđistofnun Háskóla Íslands.

Í tilefni af útkomu ţessa rits og ţeirri stađreynd ađ ritstjóri ţess, Loftur Guttormsson, prófessor emeritus viđ Háskóla Íslands, hefur veriđ tilnefndur til hinna íslensku bókmenntaverđlauna 2008 í flokki frćđirita, ákváđum viđ sem vinnum viđ Háskólann á Akureyri og áttum ţátt í ađ ţetta ritverk varđ ađ veruleika ađ koma međ eitthvađ „međ kaffinu" í gćrmorgun. Hlutur HA í ritinu er sá ađ Bragi Guđmundsson prófessor sat í ritnefnd, Rósa Eggertsdóttir sérfrćđingur og Rúnar Sigţórsson dósent skrifuđu saman kafla um skólaţróun og skólamenningu og sá sem hér bloggar skrifađi tvo kafla, annan um ađalnámskrána 1976-1977 og ţau tímamót sem hún markađi međ innleiđingu nútímalegra vinnubragđa viđ námskrárgerđ og áherslu á margvíslegar gerđir kennslufrćđa, hinn um átök um menntaumbćtur í kjölfar ađalnámskrárinnar. Ég hvet allt áhugafólk um skólamál sem fagfólk til ađ kynna sér ţetta mikla rit.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörđ

Ég er viss um ađ ţetta hefur veriđ skemmtilegt morgunkaffi, sé til hvort ég líti inn í morgunkaffi í nćstu viku. Verđ fyrir norđan á mánudag og ţriđjudag.

Kristín Dýrfjörđ, 11.12.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ţetta var ágćtis morgunkaffi - og svo var átinu haldiđ áfram í hádeginu í nú árlegum jólamat hjá Friđriki og Öddu. Eina sem á vantađi ađ viđ fengum ekki ađ vita hvar berin í rifsberjasultuna (sem viđ fengum ekki í ţetta skipti) voru tínd, hvort ţađ var í réttum garđi eđa í garđi einhvers í óleyfi. Maturinn var held ég allur norđlenskur nema laxinn sem Kristján Ţór Júlíusson veiddi í Eystri-Rangá!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.12.2008 kl. 14:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband