Varðar okkur um svokallaðan vinnanlegan jarðhita í Gjástykki?

Landsvirkjun auglýsir í dag drög að tillögum að matsáætlunum fyrir rannsóknarboranir á þremur háhitasvæðum  í Þingeyjarsýslu, þ.e. Kröflu, Þeistareykjum og Gjástykki. Því skal fagnað að rannsóknarboranir sem þessar fari í mat á umhverfisáhrifum; þeim fylgir mikið rask og þess var á sínum tíma krafist af hálfu SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, að rannsóknarboranir við Þeistareyki færu í mat á umhverfisáhrifum, en því hafnað af umhverfisráðherra. (Reyndar er það fyrirtæki með öðru nafni sem auglýsir drög að tillögu um matsáætlun fyrir rannsóknarboranir við Þeistareyki, en athugasemdum skal skilað til Alberts hjá fyrirtæki sem heitir Landsvirkjun Power ehf. með afriti til Hauks hjá Mannviti þannig þetta er nú sama batteríið að mestu.)

Ég lýsi því yfir að ég vil að Gjástykki verði friðað og þar af leiðandi andstöðu við rannsóknarboranir í Gjástykki sem fylgir óhjákvæmilegt rask á afar viðkvæmu svæði. Rannsóknirnar eru samkvæmt auglýsingu "nauðsynlegur liður í öflun upplýsinga um hvort vinnanlegan jarðhita sé þar að finna". Okkur varðar hins vegar lítið um það því að við viljum að svæðið sé friðlýst vegna sérstöðu þess því að kannski hvergi í heiminum er hægt að sjá betur hvernig fleka rekur í sundur, sjá meðal annars blogg frá í september í fyrra, og verða þannig vitni að landrekinu sem landrekskenningin lýsir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvar ætlar Landsvirkjun að fá lán fyrir einhverjum nýjum virkjunum?

Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Er það ekki þess vegna sem Landsvirkjun frestar Búðarhálsvirkjun?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.11.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband