Capitalism and deregulation (auðvald, afnám regluveldis)

Á ferð minni um Bandaríkin sl. tvær vikur hafa margir spurt um bankamálin og ástandið á Íslandi. Þetta er reyndar frekar hvimleitt umræðuefni en það var samt fljótlegt að útskýra orsakirnar: auðvaldsskipulagið og sem fæstar reglur settar eigendum fjármagns - og skilja flestir hvað muni hafa gerst. Það reyndist heldur ekki erfitt að útskýra einkavinavæðinguna, sem ég held að Framsóknarflokkurinn vilji nú ekkert við kannast þótt hann væri á fullu í þessu öllu saman með Sjálfstæðisflokknum í tólf ár. Einkavinavæðingin er líka þekkt í Bandaríkjunum. En mikið hefði verið gaman að Íslandi hefði verið stjórnað þannig að slíka hluti þyrfti ekki að útskýra því að ljóst er að áhrifin er ekki góð fyrir landið.
mbl.is Norðurlöndin sameinist í aðstoð við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mikið er ég sammála þér Ingólfur. Það er þó mikilvægt að opna ekki dyrnar fyrir bræðrunum Bölmóð og Barlóm, þeir eru leiðinlegur félagsskapur. Peningar eru sem betur fer ekki allt þó margur hafi talið slíkt óvéfengjanlegt síðustu ár.

Anna Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland: litla Ameríka...?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Anna og Bofs. Sammála því að þessir bræður eru ekki aufúsugestir.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.10.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband