Reiðubréf eða óreiðubréf

Fyrir um það bil 15 árum kom fram á aðalfundi Hagþenkis, félags höfbunda fræðirita og kennslugagna, að gjaldkerfi geymdi fjármuni félagsins í reiðubréfum hjá einhverjum bankanum, líklega Íslandsbanka sem síðar skipti um nafn og heitir nú Glitnir. Hrósuðu fundarmenn gjaldkeranum mjög fyrir að hafa ekki sett féð í óreiðubréf og þótti fyndið. En það er bara ekkert fyndið það sem hefur gerst nú að fólk hefur misst fjármuni sína vegna kaupa á alls konar bréfum sem ekki eru innistæðutryggð með sama hætti og innlánsreikningar. Vitanlega er þó ekki rétt að tala um ótrygg bréf sem óreiðubréf heldur hafa þau að mér skilst reynst glæfrabréf, ekki pappírsins virði eins og sagt er, enda líklega oft á tíðum engin bréf, heldur rafrænar færslur.

(Gjaldkeri á þetta víst að vera, ekki gjaldkerfi!)


mbl.is Gengi bréfa bankanna 0 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband