Efni
30.9.2008 | 18:56
Losunarheimildir til nýs álvers í skugga Glitnismáls
Þið verðið að fyrirgefa mér, lesendur góðir, en mér líður eins og það sé myrkraverk að úthluta losunarheimildum til álvers, sem varla er byrjað að byggja, nú þegar þjóðfélagið er á öðrum endanum eftir yfirtöku ríkisins á Glitni, gengishrap íslensku krónunnar og áhyggjur almennings af efnahagsástandinu. Einmitt!
Þrjú fyrirtæki fá losunarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Í hverju er myrkraverkið fólgið? Að ganga gegn vilja fólksins á Suðurnesjum í atvinnuuppbygginu? Að leggja sitt af mörkum til að auka landsframleiðslu og draga þannig úr falli krónunnar? Það að hrukka ennið og hafa áhyggjur leysir ekki vandann, það þarf að framkvæma til að vandinn leysist.
G. Valdimar Valdemarsson, 30.9.2008 kl. 21:42
Í dag gefur áliðnaður um 80 milljarða í þjóðarbúið og skapar um 22000 manns atvinnu beint og óbeint í ál og orkugeiranum og hvert framleidd tonn af áli sparar hnattrænalosun 13 .5 tonn af CO2.
En eru til menn sem vinna gegn losun á CO2 hnattrænt og vilja auka hana og vinna gegn að næg atvinna sé handa hinum vinnandi manni, vitna síðan í Glitni hér er eitthvað að.
Kv.Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 30.9.2008 kl. 21:57
Er Guðjón Arnar Kristjánsson eini stjórnmálamaðurinn sem kemur auga á 100 milljarða verðmætaaukningu í sjávarafla?
Árni Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 23:07
Þakka ykkur innlitið, Valdemar, Sigurjón og Árni. Myrkraverk? Skyldi ekki verða minni umræða umræða um málið vegna annarra frétta? (Reyndar tók ég eftir þessu, þannig kannski hef ég rangt fyrir mér um þetta.) Fjöldi fólks á Suðurnesjum sem annars staðar á landinu vill ekki fleiri álver og tilheyrandi náttúruspjöll, sem eru auðvitað aðalmálið. Kárahnjúkahneykslið er að vísu svo stórt að erfitt er að toppa það. Og Sigurjón: Eina raunhæfa leiðin við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, tengd áli, er sú að draga úr framleiðslu áls eða endurvinna meira af því. Svo er orðin svo mikil álframleiðsla á landinu að veldur einhæfni í atvinnulífi og útflutningi, nokkuð sem var helsti vandi þjóðfélagsins meðan meiri fiskur var fluttur út. Því er full ástæða til að vera á varðbergi!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.10.2008 kl. 06:56
Ég held að fólk ætti að hugsa um annað en álver núna, á þessum myrku tímum í efnahagslífinu.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 1.10.2008 kl. 11:20
G. Valdimar. Trúir þú því sjálfur að það dragi úr falli krónunnar að auka erlendar skuldir og þar af leiðandi greiðslubyrði um milljarða á ári í því skyni að skapa fleiri störf, á sama tíma og verið er að flytja inn útlendinga í stórum stíl vegna skorts á vinnuafli??? Fleira fólk þíðir aukinn kostnað við rekstur samfélagsins. Margir spáðu niðursveiflu þegar lánsféð kláraðist og greiðslubyrðin af Kárahnjúkaskuldunum kæmu á landsvirkjun.
Rauða Ljónið. Það er marg búið að reka þetta bull um 80 milljarðana ofan í ykkur. Þetta eru tekjur hinna útlendu álfyrirtækja af álverunum hér og þau gefa okkur ekki allt saman. Annað hvort fylgist þú illa með eða þú ætlast til að aðrir séu svo einfaldir. Þetta tal um að hvert tonn af áli spari 13,5 tonn af co2!!!! Ert þú þá að meina léttu álfarartækin sem brenna minna eldsneyti? Nefndu svo mikið sem eitt dæmi um að farartæki hafi orðið léttara við það að auka álframleiðslu á Íslandi. Þessu var lofað þegar verið var að byggja álverið í Hvalfirði en síðan þá hefur meðalþyngd bifreiða aukist. Hvernig bíl eigið þið? Ert þú kannski að tala um að afstýra kolabrennslu? Fossar og jarhiti eru ekki sér-íslensk fyrirbæri, slíkt finnst út um allan heim. Hvaða upplýsingar hafið þið um að álver á Íslandi dragi úr kolabrennslu í fjarlægum heimshlutum? Komið með stafestingu á slíku því þessar fullyrðingar eru orðnar þreytandi. Væri ekki nær að sniðganga vörur sem framleiddar eru í þeim löndum sem ekki vilja draga úr mengun? Það geri ég og ég á ekki bíl.
Húnbogi Valsson 1.10.2008 kl. 22:40
Húnbogi góður að vanda, tek undir hvert hans orð!
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 01:22
Kærar þakkir fyrir innlitið, Húnbogi og Lára Hanna, og fyrir góðan pistil, Húnbogi
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.10.2008 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.