Efni
29.9.2008 | 15:51
Eignaupptaka?
Og mér sem skildist á fréttunum að Glitnir ætti einmitt ekki neitt - hann væri því sem næst dottinn á höfuðið. Hvaða eignir er þá verið að taka af hverjum? Ég held að ég sé enn þá meira undrandi yfir svona ummælum heldur en yfir fréttunum sjálfum. Átti Seðlabankinn að gefa hlutafjáreigendum Glitnis 84 milljarða?
Framkvæmdastjóri Saxbygg: Eignaupptaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
- Áfram versnar staða Trudeau
- Barn lést í árásinni
- Scholz: Hugur minn er hjá fórnarlömbunum
- Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu
Athugasemdir
Þetta kallast að vera ekki í sambandi við raunveruleikann og gera sér ekki greinn fyrir því hvað sé að gerast. þessir aðilar eru að vonast eftir því við skattgreiðendur borgi þá út.
Bjössi Best 29.9.2008 kl. 15:59
Gefa þeim !!!!
Seðlabankinn átti að lána þeim þessa 20 miljaraða sem þeir báðu um að fá lánaða.
Atli Jóhann Guðbjörnsson 29.9.2008 kl. 15:59
Ég hefði haldið að það væri hlutverk Seðlabankans að vera eins konar bakhjall innlendu bankanna og lána þeim og þá sér í lagi þegar erfiðleikar væru hjá viðkomandi bönkum. Þarna virtist bara vera boðið upp á eina lausn. En hvers vegna var þá ekki farið alla leið og ríkið látið yfirtaka bankann 100% og reka svo þessa ábyrgðalausu stjórnendur sem eru á ofurlaunum?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 16:04
Ef þeir vilja ekki fara þessa leið þá leita þeir bara að einhverjum öðrum sem vilja koma inn í staðinn fyrir ríkið. Héldu þeir að þetta væri eins og með vestfirsku frystihúsin á 9. áratugnum þegar menn voru bara sendir heim með pening hvort sem þeir gæti einhvern tímann greitt hann eða ekki.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.9.2008 kl. 16:15
Takk fyrir innlitið, drengir góðir. Ég hefði ekki verið hrifinn af því að lána 20 milljarða til Glitnis í vandræðum af þessu tæi. Og ég hef ekki hugmynd um, Kjartan, af hverju hann er ekki allur tekinn. En skondið er þetta: Fyrir fáeinum árum voru ríkisbankarnir seldir - nú er eiginlega kominn ríkisbanki aftur.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.9.2008 kl. 16:27
Ingólfur, ég er þeirrar skoðunar að öfgakenndasta leiðin hafi verið farin. Það er lögbundið hlutverk Seðlabanka Íslands að vera þrautavaralánveitandi íslensku viðskiptabankanna. Það stendur hvergi í lögum að hann eigi að taka þátt í þjóðnýtingu þeirra. Síðan erum við að tala um lán, ekki gjöf, og lán eru endurgreidd innan tiltekins tíma. Af hverju gat Seðlabankinn ekki bara nefnt vaxtatöluna og síðan gefið Glitni val? (Nú kannski gerðu þeir það og þetta var skárri kosturinn af tveimur vondum.)
Marinó G. Njálsson, 29.9.2008 kl. 16:35
Leiðrétting! fyrir fáeinum árum voru ríkisbankarnir gefnir.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 29.9.2008 kl. 16:36
Takk fyrir innlitið, Marinó og Óskar. Takk fyrir ábendinguna, Marinó, en það sem ég hefði verið hræddur við er einmitt að lánið hefði ekki fengist endurgreitt. Og núna vitum við að það var neyðarfundur á laugardaginn sem Geir Haarde gerði lítið úr. Óskar: Takk fyrir leiðréttinguna!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.9.2008 kl. 16:40
Hvað með hina stórfelldu eignaupptöku sem á sér stað við hver mánaðarmót þessa daga á flestum heimilum landsins? Þá á ég við lánin sem hækka og hækka vegna m.a. fjárfestingafyllirís gulldrengja. Skyldu þessir menn vera fúlir fyrir hönd þjóðarinnar?
Kristín Dýrfjörð, 29.9.2008 kl. 16:50
Einmitt, Kristín, fjárfestingafyllirí og svik hvað varðar vaxtakjörin á íbúðalánunum. Bakkaðir upp af íhaldi og framsókn en framsókn lætur nú eins og hún hafi ekki komið nokkurs staðar nærri stjórnartaumunum. Voru ekki einmitt bankamálaráðherrarnir úr framsókn alla tólf ára stjórnartíð hennar með íhaldinu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.9.2008 kl. 16:56
Kristín, sú eignaupptaka sem þú nefnir er að stórum hluta á ábyrgð Seðlabanka og ríkisstjórnar. Það er jú þeirra hlutverk að viðhalda hér stöðugleika og þeim hefur mistekist það herfilega. Seðlabankinn á að verja gengi íslensku krónunnar, ekki einhverjir fjárfestar úti í bæ. Seðlabankinn á að viðhalda stöðugleika í verðlagi, ekki Hagkaup eða Bónus. Það var Seðlabankinn sem bjó til rammann sem allir starfa innan. Ef ramminn er rangur, þá er ábyrgðin Seðlabankans.
Síðan eitt í viðbót. FME þarf greinilega að breyta álagsprófunarlíkani sínu. Það eru bara örfáir dagar síðan að Glitnir stóðst álagspróf stofnunarinnar með myndarbrag.
Marinó G. Njálsson, 29.9.2008 kl. 17:00
Sæll Ingólfur ég ætla að vera pínu political incorrect og segja Maddama framsókn er eins og afturbatapíka, orðin að eigin áliti hrein mey eftir formannaskiptin.
og Marínó ég held að Seðlabankinn beri líka ábyrgð en gulldrengirnir okkar gera það líka og það stóra.
Kristín Dýrfjörð, 29.9.2008 kl. 20:36
Karaskerðingin síðustu mánuðina hefur verið hreint geigvænleg og allir kjarasamningar gjörsamlega marklausir orðnir og get ég ekki ímyndað mér að kröfurnar í vetur verði um minna en amk. 50-60% launahækkanir.
Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 20:39
Það má mikið vera ef ríkið stórgræðir ekki á þessum díl.
Var ekki eigið fé Glitnis í samningaviðræðunum við Byr um 200 milljarðar.
Skortur á lausafé verður svo til þess að bankinn er gerður upptækur.
Sem skattgreiðandi og ríkisborgari er ég náttúrulega í skýunum yfir þessum díl en sem hluthafi væri ég náttúrulega ekki eins kátur
Landfari, 30.9.2008 kl. 00:14
Takk fyrir innlitið og umræðurnar, Marinó, Kristín, Baldur og Landfari. Jamm, það er ekki að marka 60% fall hlutabréfa í Glitni í morgun, ég veit það, en hvorki ríkið né nokkur annar held ég græði á því sem er að gerast í fjármálalífinu. Því er nú verr og miður - kannski einhverjir af þeim sem fengu hundruðir milljóna eða milljarða í laun, kaupréttarsamninga eða hvað þetta nú allt heitir hafi grætt. Á einhvers kostnað er ég smeykur um.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.9.2008 kl. 11:05
Mér sýnist vera koma betur í ljós að þeta var nánast eignaupptaka. Ríkissjóður er bara í morgun búinn að "græða" 200 milljarða á kaupunum.
Þetta kalla ég góðan "díl" og Davið greinilega búinn að slá Jón Ásgeir út í keppninni um hagkvæmustu fyrirtækjakaup aldarinnar.
Landfari, 30.9.2008 kl. 13:17
Mér finnst gaman af svona samsæriskenningum, Landfari - bara skemmtigildið eitt og sér er þess virði að halda kenningunni á lofti! Eða að með þessu sé verið að plotta undir Landsbankann. En smeykur er ég um að ríkið gæti engum selt hlutinn fyrir 200 milljónir í dag
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.9.2008 kl. 13:39
Fremur hæpið að telja goodwill með raunverulegu eigin fé.
Það er víst álíka með efnahagsreikning Glitnis, Biblíuna og Mein Kampf - allir hafa skoðun á þessu án þess að hafa lesið það.
Baldur Fjölnisson, 30.9.2008 kl. 13:47
200 milljarða plús 84 milljarða átti þessa víst að vera
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.9.2008 kl. 13:50
Markaðsvirði Glitnis er núna rúmlega 70 milljarðar og vafalaust á hraðri leið niður í nánast ekkert.
Einhverjir hálfvitar á ruslveitu stöðvar tvö voru að bulla um 200 milljarða og hafa einhverjir ruglustrumpar úti í bæ troðið því í þeirra heimska haus. Amen og kúmen.
Baldur Fjölnisson, 30.9.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.