"Ein stór álglýja í augunum ..."

Eftir að hafa fylgst með stóryrðum ýmissa fylgjenda álvers við Húsavík (sjá t.d. bloggfærslu í sumar) er ánægjulegt að rekast nú á Fréttablaðið frá 30. ágúst sl. (bls. 29) þar sem Friðrik Sigurðsson bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn segist ekki fara "á taugum" af því þótt bygging álvers tefjist. Hann bendir meðal annars á að Húsvíkingar hafi verið "án álvers frá örófi alda og ef við deyjum út af tólf mánaða töf, þá er illa komið fyrir okkur." Hann telur að það sé "ein stór álglýja í augunum á allt of mörgum hér [á Húsavík]". Hér kveður við umtalsvert annan tón og málefnalegri og líklegri til sáttar og samvinnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki fullt af þorski inni á Skjálfanda og úti fyrir?

Það er kominn tími til að stjórvöld fari að horfa niður á tærnar á sér. Hafró er verri en nokkrar aðrar náttúruhamfarir.

Árni Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, Árni, kannski er þar nógur þorskur, fyrir utan hvalina á Skjálfandanum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.9.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband