Efni
26.8.2008 | 15:58
Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit
Á sunnudaginn heimsótti ég Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar í Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit sem opnað hafði verið viku áður í stórglæsilegu nýju húsi á bakka Mývatns rétt við bæinn. Geiri í Neslöndum byrjaði ungur að safna eggjum og síðar lét stoppa upp fugla og kom upp stóru safni í litlum skúr sem margir fengu að skoða, heimsótti ég safnið sumarið 1998, sem reyndist eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti Sigurgeir því að hann fórst í slysi á Mývatni haustið 1999. Sigurgeir hafði þá eignast eintök af nær öllum fuglum Íslands, auk margra erlendra fugla og tveggja af sumum tegundum.
Fjölskylda hans og vinir hafa nú látið rætast þann draum Sigurgeirs að koma safninu fyrir í góðum húsakynnum. Og það eru heldur betur húsakynnin, skal ég segja ykkur. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt sem líka teiknaði Stórutjarnaskóla og Þjóðarbókhlöðuna, ef ég veit rétt, teiknaði hús sem mjög lítið ber á á vatnsbakkanum, en þegar inn er komið, er þar glergluggi með stórkostlegu útsýni út Neslandavíkina og fuglalífið þar. Safnið sjálft er í myrkvuðu rými, eins konar helli, og nýtur sín afar vel. Eitt af innri einkennum hússins er vatnsgjá, þema tekið úr náttúru Mývatns; hún liggur í geisla innan úr fuglasafnshellinum út á stétt vatnsmegin hússins. Stórglæsileg hugmynd. Við hlið safnsins er minna hús sem hýsir frægan bát sem var notaður til flutninga á Mývatni, bæði á fólki og varningi, skilst mér. Í Fuglasafninu er líka hægt að njóta veitinga og það er hægt að detta í vatnsgjána góðu sem að vísu er afar grunn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
já ... Hann Geira var einstakur maður ... ég man vel eftir honum þegar ég vann uppí Mývatnveit sem unglingur... hann var vanur að keyra okkur á böll á stóra Bláa trukkinum... frábært að sjá að safnið hans er komið í svona stórglæsilegt húsnæði...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.8.2008 kl. 16:18
Vonandi verður svo hægt að kom upp heilstæðu náttúrugripasafni á Akureyri. Þetta er að verða til skammar hér í bæ.
Gísli Baldvinsson 27.8.2008 kl. 10:58
Margrét og Gísli: Kærar þakkir fyrir innlitið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.8.2008 kl. 11:52
Það er vonandi að ég komst í Sveitina í október, vonandi næ ég að skoða safnið þá.
Þetta er góður minnisvarði um góðan dreng.
Dettifoss Bergmann 28.8.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.