Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit

Á sunnudaginn heimsótti ég Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar í Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit sem opnađ hafđi veriđ viku áđur í stórglćsilegu nýju húsi á bakka Mývatns rétt viđ bćinn. Geiri í Neslöndum byrjađi ungur ađ safna eggjum og síđar lét stoppa upp fugla og kom upp stóru safni í litlum skúr sem margir fengu ađ skođa, heimsótti ég safniđ sumariđ 1998, sem reyndist eitt af síđustu skiptunum sem ég hitti Sigurgeir ţví ađ hann fórst í slysi á Mývatni haustiđ 1999. Sigurgeir hafđi ţá eignast eintök af nćr öllum fuglum Íslands, auk margra erlendra fugla og tveggja af sumum tegundum.

Fjölskylda hans og vinir hafa nú látiđ rćtast ţann draum Sigurgeirs ađ koma safninu fyrir í góđum húsakynnum. Og ţađ eru heldur betur húsakynnin, skal ég segja ykkur. Manfređ Vilhjálmsson arkitekt sem líka teiknađi Stórutjarnaskóla og Ţjóđarbókhlöđuna, ef ég veit rétt, teiknađi hús sem mjög lítiđ ber á á vatnsbakkanum, en ţegar inn er komiđ, er ţar glergluggi međ stórkostlegu útsýni út Neslandavíkina og fuglalífiđ ţar. Safniđ sjálft er í myrkvuđu rými, eins konar helli, og nýtur sín afar vel. Eitt af innri einkennum hússins er vatnsgjá, ţema tekiđ úr náttúru Mývatns; hún liggur í geisla innan úr fuglasafnshellinum út á stétt vatnsmegin hússins. Stórglćsileg hugmynd. Viđ hliđ safnsins er minna hús sem hýsir frćgan bát sem var notađur til flutninga á Mývatni, bćđi á fólki og varningi, skilst mér. Í Fuglasafninu er líka hćgt ađ njóta veitinga og ţađ er hćgt ađ detta í vatnsgjána góđu sem ađ vísu er afar grunn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

já ... Hann Geira var einstakur mađur ... ég man vel eftir honum ţegar ég vann uppí Mývatnveit sem unglingur... hann var vanur ađ keyra okkur á böll á stóra Bláa trukkinum... frábćrt ađ sjá ađ safniđ hans er komiđ í svona stórglćsilegt húsnćđi...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.8.2008 kl. 16:18

2 identicon

Vonandi verđur svo hćgt ađ kom upp heilstćđu náttúrugripasafni á Akureyri. Ţetta er ađ verđa til skammar hér í bć.

Gísli Baldvinsson 27.8.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Margrét og Gísli: Kćrar ţakkir fyrir innlitiđ.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.8.2008 kl. 11:52

4 identicon

Ţađ er vonandi ađ ég komst í Sveitina í október, vonandi nć ég ađ skođa safniđ ţá.

Ţetta er góđur minnisvarđi um góđan dreng.

Dettifoss Bergmann 28.8.2008 kl. 21:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband