Víst er til önnur raunhæf leið milli Dettifoss og Mývatnssveitar

Víst er til önnur raunhæf leið milli Dettifoss og Mývatnssveit en sú sem fara á rétt hjá ánni. Sú leið er nálægt núverandi slóð, um 10 km styttri en leiðin við ána, og spillir ekki minjum um hamfaraflóð eða möguleikum til gönguleiðar meðfram ánni og upplifun af ánni. Þannig að samgönguráðherra í fréttum Ríkisútvarpsins (ruv.is) núna rétt áðan hefur bara ekki rétt fyrir sér. Og eins og fram kemur í bloggi mínu fyrr í vikunni fékk leiðin sem fara á falleinkunn Skipulagsstofnunar en ekki leiðin fjær ánni.

Ráðherrann hefur eflaust rétt fyrir sér um vegtæknilegan undirbúning allra framkvæmdanna þriggja, ef ég þekki vinnubrögð Vegagerðarinnar rétt. En ekki þegar kemur að umhverfisáhrifum veganna því að þrátt fyrir úrskurði umhverfisráðherra um vegina um Teigsskóg og Lyngdalsheiði er það misráðið að leggja þá vegi, en það er ugglaust rétt að ekki nægar rannsóknir hafi farið fram á öðrum kostum í þeim tilvikum. Ráðherrann verður því að greina á milli þessara þriggja framkvæmda hvað þetta atriði varðar: Það er einfaldlega til önnur leið og betri frá Mývatnssveit til Dettifoss.


mbl.is Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband