Efni
22.7.2008 | 17:15
Fara að vinna í álveri?
Kannski þeir sem Björgvin G. Sigurðsson telur að verði ekki sagt upp við sameiningu Kaupþings og SPRON, en verður samt sagt upp, fái vinnu í álveri sem hann hefur byrjað að grafa fyrir? Það er stórt áhyggjuefni fyrir viðskiptavini sparisjóðanna ef þeir verða gleyptir af þeim stóru - og þjónustan versnar með sameiningu útibúa.
Ráðherra trúir ekki á uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Í stuði
Kristín Dýrfjörð, 22.7.2008 kl. 18:22
Hvað finnur prófessorinn því til foráttu ef þeir sem missa atvinnu finna sér vinnu í álveri?
Sigurjón Pálsson 23.7.2008 kl. 10:12
Takk fyrir innlitið, Kristín og Sigurjón.
Sigurjón: Hvernig í ósköpunum sérð þú út úr mínum texta að ég finni því til foráttu að þeir (eða þær) sem missa vinnu við sameiningu banka leiti sér að vinnu í álveri?
En ég sé því miður á því talsvert alvarlega vankanta: Hvorttveggja eru sérhæfð störf þótt meiri hluti þeirra krefjist ekki langskólamenntunar og þannig er ekki ljóst að bankafólk og álversfólk gangi endilega auðveldlega í störf hvors annars. Þá skilst mér að meiri hluti bankastarfsfólks sé konur og flest störf í álverum eru nú um stundir unnin af körlum, allt að 85% í Hvalfirðinum en um 70% í álverinu fyrir austan ef ég veit tölur nálægt veruleikanum. Ég óttast að það verði hlutfallslega fleiri konur komnar yfir miðjan aldur sem missa vinnuna í bönkunum en úr öðrum hópum og a.m.k. á fólk sem hefur stutta skólagöngu og er komið yfir miðjan aldur erfiðara en yngra fólk að útvega sér vinnu. Þar fyrir utan er staðsetningin: Og ég held enn að fólk komið yfir miðjan aldur eigi erfiðara en ungt fólk með að flytja búferlum eða stunda vinnu langt frá heimili. Það er hins vegar leiðinlegt og gamaldags viðhorf að karlar eigi fremur að lúta þess háttar en konur.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.7.2008 kl. 10:44
Svo ég svari nú upphafsspurningu þinni fyrst, þá fer það nú ekki fram hjá neinum sem les textann, enda staðfestir þú það rækilega síðan. Menn eiga það nú stundum til að afhjúpa fordóma sína óhugsað, gæti þeir sín ekki. Um það hnaut ég og setti því inn þessa litlu athugasemd
Mér sýnast einnig verulegar röksemdarvillur í svarinu, það bæði óskýrt og loðið.
T.d. sýnist mér þú kominn í heilhring að hætti Ragnars Reykáss með eftirfarandi setningu: „Hvorttveggja eru sérhæfð störf þótt meiri hluti þeirra krefjist ekki langskólamenntunar og þannig er ekki ljóst að bankafólk og álversfólk gangi endilega auðveldlega í störf hvors annars“ (leturbreyting mín)
Rökréttara framhald fyrrihlutans hefði nú verið: „og þannig er ljóst að bankafólk og álversfólk ganga auðveldlega í störf hvors annars.“
Hvaða störf eru ekki sérhæfð, ef út í það er farið og hvers vegna ætti „sérhæfður“ bankastarfsmaður ekki að getað lært að sinna „sérhæfðu“ starfi í álveri?
Hví í ósköpunum ættu bankastarfsmenn, langskólagengnir eða ekki, undir, um eða yfir miðjum aldri, karlar eða konur, ekki að geta gengið í hin ýmsu störf í álverum?
Þá hefur t.d. sérstaklega verið auglýst eftir konum til starfa í álverið á Reyðarfirði svo konur er sérstaklega boðnar velkomnar þangað þrátt fyrir þínar %.
Fólk um og yfir miðjan aldur hefur undafarin ár flutt á milli landshluta af ýmsum orsökum. Stór hluti þeirra sem flutt hafa af höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall, t.d. í Hveragerði, á Selfoss og víðar eru einmitt fólk á þessum aldri.
Sérð þú t.d „alvarlega vankanta“ svo orð þín séu nú notuð, á því að fjölskyldufólk um og yfir miðjum aldrir flytji til Akureyrar til að taka við störfum við Háskólann þar eða verkmenntaskólann, nú eða á Bifröst svo dæmi séu tekin?
Hvers vegna sérð þú bara alvarlega vankanta á því að fólk flytji sig um set til að vinna í álveri?
Rökfræði prófessorsins bregst honum illilega hér, því eðlilegast væri auðvitað að fagna því að fyrir hendi séu atvinnutækifæri fyrir þá sem eru svo óheppnir að missa atvinnu sína en sjái ekki bara á því „alvarlega vankanta“ að það sé „ekki ljóst að bankafólk og álversfólk gangi endilega auðveldlega í störf hvors annars“
Sigurjón Pálsson 23.7.2008 kl. 12:47
Sæll Sigurjón, þrátt fyrir að þú teljir þig betri í rökfræði en ég - og um það má deila - sést vel á skrifum þínum að ég hef betri skilning á starfsmenntun en þú og líkast til betri sýn yfir atvinnulífið í landinu. Það hefðu hins vegar mátt vera kommur utan um aukasetninguna sem byrjar á "þótt" í málsgreininni sem þú vitnar til. Og það hefði mátt skrifa hana án tvöfaldrar neitunar.
Þú gerir mér líka upp fordóma: Ég hef ekkert á móti því að karlar sem konur sem missa vinnu í bönkum eða annars staðar leiti að vinnu þar sem hana er að hafa, hvort heldur í álveri eða annars staðar. Störf á báðum þessum tegundum vinnustaða krefjast sérþjálfunar og þess vegna kalla ég þau sérhæfð. Ég held að það lýsi fremur vanþekkingu á störfunum að telja að inn í þau sé auðveldlega hægt að ganga, en auðvitað er hægt að læra þau, og samþykki allt sem þú segir um það.
Eða er ég að gera álverunum óþarflega hátt undir höfði með því að tala ekki með fyrirlitningu um vinnuna þar? Ég vann á sínum tíma ofurlítið í Kísiliðjunni við Mývatn og þótt ég veldi mér það ekki sem starfsvettvang var margt gott við vinnuna sem slíka. En verður það þannig að bankafólk eða aðrir sem missa vinnuna leiti að störfum í álveri? Ég efast um það, ég efast stórlega um það.
Ég hef heldur ekkert á móti því að fólk flytji til að fá vinnu en því miður eru margir ekki tilbúnir til þess þótt ég hafi gert það á sínum tíma. Og þess vegna leysir álver við Húsavík - eða jafnvel á Suðurnesjum - ekki atvinnuvanda í Reykjavík. Og við erum minnt á að í skýrslu frá Byggðastofnun að álver við Húsavík muni vísast toga til sín einhverjar af þeim fáu sálum sem búa í Þistilfirði og á Langanesi. Langar þetta fólk til að flytja til Húsavíkur eða Keflavíkur til að vinna í álveri? Burtséð frá því hversu góð eða vond störf þetta eru? Ég vona að vísu að þetta sé óþörf svartsýni í skýrsluhöfundunum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.7.2008 kl. 13:26
Sæll aftur Ingólfur Ásgeir.
Þótt röksemdir þínar í svarinu dugi skammt að mínu mati tel ég ekki að það eitt geri mig fremri þér í rökfræði og því held ég hvergi fram heldur.
Ég ætla svo sem ekki að orðlengja þetta meira en mér fannst örla á fordómum jafnvel hroka í garð þeirra sem í álverum vinna í færslu þinni og fyrirsögn. Og lái mér hver sem vill þegar hér er komið sögu.
Það fékk mig til að koma með mína athugasemd.
Svar þitt gerði svo sem ekki annað en að staðfesta þann grun minn og nánari útskýringar hafa heldur engu breytt um það nema síður sé - þær virkuðu nú satt best að segja heldur á mig sem kattaþvottur og yfirklór.
Biðst svo forláts á flumbrugangi í setningaskipan og því í stílnum sem fyrir brjóst þér fór.
Gangi þér allt í haginn.
Sigurjón Pálsson 23.7.2008 kl. 14:40
Sæll enn Sigurjón og þakka þér orðsendinguna.
Ég bið þig að rugla ekki andstöðu minni við álver og háði í garð stjórnmálamanna, sem taka þátt í að koma á fleiri álverum, saman við fordóma og hroka í garð fólks sem vinnur í álverum. En leiðrétti líka að þú hélst því ekki fram að þú værir betri í rökfræði en ég heldur bara að mín rökfræði brygðist mér illilega.
En meðal annarra orða, af því að ég skoðaði bloggið þitt: Hvað hannar þú? Og ertu kannski frændi minn?
Með góðum kveðjum að norðan
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.7.2008 kl. 17:46
Sæll Ingólfur og þakka þér góðar kveðjur úr blíðunni.
Það dylst víst engum að okkur greinir á um hvað Þingeyingum er fyrir bestu og við það situr víst en báðir vilja líklega vel.
Ég er húsgagna- og innanhússhönnuður og starfa við það og skyld störf innan byggingargeirans.
Ekki veit ég hvort við erum skyldir eða þá hvernig en ég er af Hraunkotsætt í móðurætt og á ættir að rekja í Keldhverfið í föðurætt, fæddur 1950 á Húsavík. Ef þú ert Þingeyingur er það svo sem ekki með öllu ólíklegt að við getum rekið saman ættir. Ég kíki í Íslendingabókina á eftir.
kveðja
Sigurjón
ps: til gamans, þá vann ég líka sumarpart í Kísiliðjunni á tímum Björns Friðfinnsonar þar en tengdist þó kísilgúrnum meira í gegn um útflutninginn en fyrirtæki föður míns annaðist hann í áraraðir sem umboðsaðili Hafskips á Húsavík á sínum tíma en þar vann ég þar til ég fór í nám.
Sigurjón Pálsson 23.7.2008 kl. 21:13
Takk fyrir bréfið, Sigurjón. Tek undir að ekki er ástæða til að efast um góðan vilja þrátt fyrir ólík sjónarmið.
Sé í Íslendingabók að við erum lítið skyldir en ég á gríðarmikinn fjölda ættingja á Húsavík, átti þar meðal annars búsettar fjórar ömmusystur í móðurætt.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.7.2008 kl. 12:02
Og hverjar voru þær heiðurskonur?
Sigurjón Pálsson 24.7.2008 kl. 14:04
Sæll Sigurjón, það voru Björg, Sigfríður, Dóróthea og Jakobína sem bjó á Hringbraut hinni ytri, nú Laugarbrekku.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.7.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.