Verktakalýðræðið í framkvæmd

Það eru margar byggingar hér á Akureyri sem hafa verið reistar eftir að verktaki sá auða lóð sem hann taldi sig geta grætt á að byggja á. Í nágrenni mínu eru fjögur lítil fjögurra íbúða hús sem voru sett á einu skipulögðu verslunarlóð hverfisins. Vitaskuld fór þetta í gegnum skipulagsferli og ég minnist ekki mótmæla okkar nágrannanna við þessu. Við Mýrarveg eru fjórar blokkir sem fyrst áttu bara að vera tvær en upphaflega alls engin. Við Brekkugötu, og skyggja á útsýnið frá útsýnisskífunni á klöppunum hjá þeim Helga magra og Þórunni hyrnu, eru tvær stórar blokkir sem verktakinn ætlaði fyrst að hafa eina enn þá stærri blokk. Það væri fróðlegt rannsóknarverkefni að fara yfir breytingar á skipulagi sem gerðar hafa verið eftir að verktaki eða verslunareigandi sá slíkt autt svæði. Í mörgum tilvikum hefur þetta verið framkvæmt í andstöðu við íbúa, eins og í þessu.

Augljóst er að ekki er allt sem er gert í andstöðu við íbúa ólöglegt, örugglega oftast löglegt - en lýðræði snýst um sátt engu síður en lögformlegheit. - ég á við lýðræði almennra borgara en ekki lýðræði verktaka. Ég fæ ekki betur séð en hér hafi til dæmis verið gengið alltof langt þótt auðvitað voni ég að það takist að byggja í mógröfunum klakklaust og án skemmda á öðru en útsýninu hennar Önnu Ólafsdóttur, anno.blog.is - sem ég met þó met mikils að hún og nágrannar hennar fái að halda.


mbl.is Verktakalýðræði á Akureyri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góða viðbót við þessa umfjöllun Mogga. Ég var mjög ánægð að sjá innleggið frá lögmanninum í þessari frétt og er sammála honum að það sem hann lýsir er hættuleg þróun sem við íbúar þurfum að vera vakandi fyrir að ráði ekki ferðinni í skipulagsmálum í framtíðinni, hvorki hér á Akureyri né annars staðar á landinu. Sumarkveðjur úr kvöldsólinni í Undirhlíð (ennþá)

Anna Ólafsdóttir (anno) 18.7.2008 kl. 18:52

2 identicon

PS: Innlegg lögmannsins er bara í Mogga ekki á Mbl ef einhver er að leita að því í fréttinni.

Anna Ólafsdóttir (anno) 18.7.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Anna, og kveðjur í kvöldsólina við Undirhlíð

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.7.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband