Já, var það ekki stærra álver, heillin

Ekki get ég sagt að þetta komi mjög á óvart - en nú sem aldrei fyrr er gersamlega bráðnauðsynlegt að umhverfisáhrif álvers og virkjana verði metin saman þannig að Skjálfandafljóti og síðar ófriðlýstum köflum Jökulsár á Fjöllum, sem enn eru margir, verði ekki bætt við síðar í litlum áföngum.

Eða Gjástykki sem Landsvirkjun kveinkar sér yfir að hafa þurft að bíða eftir úrskurði um að rannsóknarboranir þyrftu í mat á umhverfisáhrifum í stað þess að undirbúa sjálf það ferli. Mér skilst Landsvirkjun hafi beðið í þrjá mánuði; SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, þurftu að bíða í átta mánuði eftir því að fá úrskurð um hvort rannsóknarboranir við Þeistareyki þyrftu í mat á umhverfisáhrifum, en SUNN kærðu úrskurð um þess þyrftu þær ekki.


mbl.is Skoða stærra álver á Bakka en áður var áformað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Það er gott að fá þessa kröfu ALCOA um stærra álver á Bakka nú. Það má líka búast við að það eigi enn eftir að stækka. Út frá þessum staðreyndum er rétt að vinna.

Að sjáfsögðu á að meta umhverfisáhrif þessara framkvæmda í heild sinni. Álver þurfa orku og því er rangt að slíta í sundur umhverfismat fyrir álver annars vegar og virkjanir hins vegar og svo er raforkulínan eftir. Því þarf að gera strax í upphafi ráð fyrir þessum stækkunum og hvað þær þýða varðandi orkuöflun og meta umhverfisáhrif alls þessa. Ég geri ráð fyrir að margir verði hugsi yfir þeim niðurstöðum sem þá fást.

Með kveðju,

Valgeir Bjarnason, 18.7.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið Valgeir

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.7.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband