Geir slær á fingur Össurar, heyrist mér

Meðan Björgvin G. Sigurðsson tekur skóflustungu að álveri á Suðurlandi og Össur Skarphéðinsson skrifar undir viljayfirlýsingu um álver við Húsavík, er þá ástæða til að taka eitthvert sérstakt mark á yfirlýsingum þeirra um náttúruvernd annars staðar? T.d. um verndun Þjórsár?

Nei, varla. Enda hefur forsætisráðherra nú leiðrétt Össur, stefna ríkisstjórnarinnar er skýr, friða skal sem hóflegast. Össur er vissulega ekki umhverfisráðherra, heldur fyrrverandi sem slíkur - en ég vona að flokkssystir hans Þórunn Sveinbjarnardóttir, núverandi umhverfisráðherra, taki hann á orðinu og friðlýsi meira en ríkisstjórnin ætlaði sér. Enda má vísa í að þegar sjávarútvegsráðherra heimilaði hvalveiðar, sór þá ekki Samfylkingin það af sér, a.m.k. heima fyrir, þótt hún muni verja þær erlendis?


mbl.is Mun ekki friða meira af Þjórsárverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er það bara ég eða hljómar hann eins og pirrað foreldri sem segir 'nei, þú færð ekki meiri ís!'? Það er svo sem ekki við öðru að búast af Geir og ekki er Samfó að virka sem bremsan sem kjósendur hennar höfðu vonast eftir.

Villi Asgeirsson, 14.7.2008 kl. 20:05

2 identicon

Er hann að reyna að búa í haginn fyrir fórn Gjástykkis? Mér finnst það gæti verið spurningin hvort Össur telur ekki bara að meiri almenn þekking sé á Þjórsárverum en Gjástykki. Því veðji hann á meðbyr ef hann segist vilja friða verin. Og þar með eigi náttúruverndarfólk að vera sælt og glatt þó Gjástykki verði fórnað. Hann virðist ekki hafa áttað sig á þeim ótrúlegu möguleikum sem Gjástykkið býr yfir, sbr. viljayfirlýsinguna sem mun þýða eyðileggingu tækifæra og því held ég að fólk verði  að hafa gætur á því hvað hann er að gera varðandi málefni þess svæðis.

Friðrik Dagur Arnarso 14.7.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Villi og Friðrik Dagur. Var Össur að básúna eitthvað um Gjástykki? Maður á fullt í fangi með að fylgjast með yfirlýsingum, undirskriftum og skóflustungum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.7.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband