Hvaðan kemur viðbótarorkan?

Verður farið í Gjástykki sem er einn af mikilvægustu stöðum heimsins til að sýna landrekskenninguna í verki? Verður farið í Skjálfandafljót? Eða Jökulsárnar í Skagafirði? Ég tel að framlengd viljayfirlýsing hljóti að merkja þann vilja ríkisstjórnarinnar að útvega orkuna - en merkir hún það að það eigi að útvega orkuna hvað sem það kostar? Ég óttast það - og er langeygður eftir því að sambærileg stefnumótun og fór fram um Vatnajökulsþjóðgarð fari fram um mið- og vesturhluta hálendisins, ekki bíða eftir því að virkjað verði í ofangreindum ám og svo friða það sem orkufyrirtækin vilja ekki.

Beðið er úrskurðar um hvort álverið á Bakka og allar framkvæmdir því tengdar þurfi í mat á umhverfisáhrifum þar sem áhrifin af þessum framkvæmdum eru metin í heild en ekki í pörtum. Framkvæmdaraðilarnir vilja fá að meta hverja og eina framkvæmd - og sleppa undan mati á rannsóknum og vegalagningu vegna rannsóknarborana. 


mbl.is Krafla veldur óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband