Fagra Ísland og álver

Jæja, þá er Samfylkingin búin að takast á hendur undirbúning álversins við Húsavík og þrengir þá enn að Fagra Íslandi. Enda þótt þessi yfirlýsing sem slík sýnist að einhverjum hluta vera leiktjöld gefur hún til kynna hvert á að stefna. Hún er því sorglegur atburður.
mbl.is Álversyfirlýsing undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Því miður trúðu margir því að einhver innistæða væri fyrir hjáróma röddum um Fagra Ísland. Hún var aldrei til staðar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2008 kl. 23:26

2 identicon

Þetta er því miður ekki óvænt í ljósi þeirrar atburðarásar sem hefur verið í gangi - en jafn sorglegt engu að síður. Samfylkingin er sannarlega að bera kápuna á báðum öxlum í umhverfismálum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir það góða fólk sem kom að samsetningu """Fagra Íslands""" (og ég efast ekki um að vann af miklum heilindum og vilja að vernd náttúru og umhverfis) að þurfa að kyngja því að öll náttúra landisins er talin sjálfsagt skotmark eins og fyrr. Höfundarnir fá að horfa upp á það svart á hvítu að vinna þeirraog hugsjónir voru eingöngu ætlaðar í leiktjaldasmíð sem hægt var að veifa framan í fólk fyrir kosningar, því þeir sem raunveruleg völd hafa í flokknum ætluðu greinilega aldrei að nota skrautritið til neins annars en að skapa falskt traust. Það er ljóst að topparnir meta heilindi minna en sæluna af því að komast í valdastóla í faðmi sjálfsstæðismanna sem endalaust geta boðið kjósendum sínum upp á loforð og svik sem breyta þó engu um stuðning við innantóma "frelsið" og "lýðræðið" sem flokkurinn ástundar. Þetta samlífi virðist Samfylkingunni líka vel og á meðan fær skammtímahugsun að ráða og náttúrunni blæðir. O svei! Og norðanmenn fá lítinn stuðning við þá hugsun og mannauð sem er á svæðinu. Álver eða ekkert. Hjá stjórnvöldum snýst bjargræðið um stóru lausnina að sunnan, eins og ekki finnist lengur dugur og frumkvæði á svæðinu. Illa er komið ef svona "lausn" er það eina sem getur dugað til að halda byggð á þessu svæði og ég á bágt með að trúa því. Fólk verður því að halda áfram að berjast gegn þessari óráðsíu og styðja heimamenn til dáða við að hjálpa sér sjálfum til góðrar og innihaldsríkrar framtíðar í sátt við náttúru og samfélag.

Friðrik Dagur Arnarson 27.6.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enn ein vísbendingin af mörgum um algera uppgjöf þjóðarinnar fyrir þægilegum og átakalausum lausnum á atvinnumálum. Hversvegna að reyna að verða sjálfbjarga á eigin forsendum þegar stjórnvöld liggja á hnjánum frammi fyrir gráðugum stórfyrirtækjum sem bjóðast til að þiggja alla orku landsins á basarnum hjá Landsvirkjun?

Eftir að hafa reist fleiri háskóla á hvern íbúa en dæmi eru um í heiminum hefur okkur tekist að sanna gamla máltæki."bókvitið verður ekki í askana látið!"

Álbræðsluheilkennið?

Árni Gunnarsson, 27.6.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég var að lesa góða grein Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, ef ég veit rétt stjórnarkonu í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um Magra Ísland í Herðubreið, tímariti sem kratar gefa út, þannig að einhverjir í ranni kratanna hafa af þessu áhyggjur. Takk fyrir ykkar innlegg, Anna, Friðrik Dagur og Árni

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband