Verða sett bráðabirgðalög?

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki nógu vel þá lagaflækju sem veldur því að maki móður í staðfestri samvist er samt ekki lagalaga séð foreldri barns - ef tæknifrjóvgun fór fram erlendis. En ég get ómöguleg séð annað en að þetta sé mismunun og óréttlæti og spyr hvort sett hafi verið bráðabirgðalög af minna tilefni en því að þessir foreldrar fái ekki réttar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Hvort það má síðan taka lengri tíma að hagræða öðrum pörtum laganna þori ég nú ekki að segja því að bráðabirgðalög eru almennt ekki heppilegur kostur. Höfum í huga að þetta mál sem varðar aðstöðumun foreldra er líka réttlætismál vegna barnanna.


mbl.is Verða að frjóvgast hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband