Vatnajökulsþjóðgarður og "tæknin að stríða okkur"

Ég var viðstaddur þegar Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður sl. laugardag. Við þá athöfn var notuð sú tækni að sjónvarpa um vef ávörpum Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Önnu Kristínar Ólafsdóttur formanns stjórnar þjóðgarðsins. Þannig fylgdist ég með því norður í Gljúfrastofu í Ásbyrgi þegar Þórunn undirritaði reglugerðina, stödd í Skaftafelli. Litlu munaði þó að tæknin myndi gera meira en að stríða okkur því að daginn áður munu Öræfingar hafa fengið langþráð þriggja fasa rafmagn. Sem betur fer voru tæknierfiðleikar, sem af hlutust, leystir hratt og lítil sem engin töf á athöfninni.

Þetta er þó bara fyrsta skrefið því enda þótt Vatnajökulsþjóðgarður sé nú þegar stærsti þjóðgarður í Evrópu, eða svo er manni sagt, þá er mikið verk eftir við að stækka þjóðgarðinn. Þannig þarf hann að ná til miklu fleiri svæða kringum jökulinn en enn er orðið, svo sem Jökulsár á Fjöllum (aðeins lítill hluti hennar hefur enn verið friðlýstur) og Langasjávar en Þórunn umhverfisráðherra var vongóð um að hann bættist fljótlega við. Persónulega hlakka ég mest til þess þegar Ódáðahraun og Suðurá hafa verið innlimuð í þjóðgarðinn.


mbl.is „Stór áfangi í náttúruvernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Til hamingju með áfangann. Er alveg sammála þér að landamæri garðsins eru einkennileg.

Anna Karlsdóttir, 9.6.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Anna, ertu enn í danaveldi?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.6.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband