Efni
4.6.2008 | 09:00
Ályktun SUNN um ísbjarnardrápið
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa sent frá sér ályktun sem hljóðar svo: "SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, harma ísbjarnardrápið í Skagafirði í gærmorgun sem virðist ekki hafa verið sérlega vel ígrunduð ákvörðun. Af fréttum að dæma og frásögnum sjónarvotta er ósennilegt að slík hætta hafi verið fyrir hendi að ekki mætti bíða útbúnaðar til að fanga ísbjörninn. Ísland er aðili að fjölmörgum alþjóðasamþykktum um dýravernd og líffræðilegan fjölbreytileika og þessar samþykktir leggja okkur skyldur á herðar að drepa ekki dýr í útrýmingarhættu. Ef sú hætta stafar af ísbjörnum, sem látið er af, er það aftur á móti sinnuleysi af stjórnvöldum að ekki skuli vera til aðgerðaáætlun því að ísbirnir koma til landsins öðru hverju. Vonandi verður slík aðgerðaáætlun gerð í kjölfar þessa atburðar og fagna ber þeirri yfirlýsingu umhverfisráðherra að farið verði rækilega yfir atburðarásina í gær." Undir þetta ritar stjórn SUNN, 4. júní 2008".
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 161082
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Einkennilegt er að hópur skotveiðimanna var mættur á staðinn á undan lögreglunni. Er drápseðlið svona gríðarlega ríkt meðal sumra landa okkar? Svo þegar þessir karlar voru búnir að deyða dýrið stilltu þeir sér upp eins og í flottri Hollýwúdd kvikmynd til myndatöku á bak við þennan óvænta ferðamann í ísbjarnarham.
Þetta er óhugnanlegt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.6.2008 kl. 09:50
Fyrst ekki var til aðgerðaráætlun kom ekkert annað til en að deyða dýrið. Væntanlega verður nú hið snarasta samin aðgerðaráætlun, eða endurtekur sagan sig?
365, 4.6.2008 kl. 10:21
SUNN samtök um náttúruvernd segja.
" Ennfremur segir að ef sú hætta stafi af ísbjörnum, sem látið er af, er það sinnuleysi af stjórnvöldum að ekki skuli vera til aðgerðaáætlun því að ísbirnir koma til landsins öðru hverju. Vonandi verður slík aðgerðaáætlun gerð í kjölfar þessa atburðar og fagna samtökin yfirlýsingu umhverfisráðherra að farið verði rækilega yfir atburðarásina í gær"
Ég er sammála þeim hvað þetta varðar ... en það eru ekki bara stjórnvöld sem bera á þessu ábyrgð...samtök eins og SUNN hefðu alveg getað haft frumkvæði að þessari aðgerðaráætlun enda samtök sem hrærast í þessu umhverfi og eiga að hafa á málum skoðun.
Ég skil svo sem þó mönnum hafi ekki verið ísbirnir ofarlega í huga. Síðast gekk hér björn á land fyrir 20 árum síðan og varla líklegt að styttra verði í þann næsta því hafiís við Ísland verður æ sjaldgæfari með hlýnandi loftslagi.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.6.2008 kl. 12:28
Alveg ótrúleg umræða. Ég bý á Sauðárkróki. Björninn átti 5 km eftir að næsta bæ og var aðeins 15 km frá Sauðárkróki sem er aðeins brot af þeirri vegalengd sem dýrið var þegar búið að fara.
Menn smala ekki bjarndýrum eins og rollum, þau eru ekki rekin hingað og þangað í hólf þar sem þau eru geymd þangað til lyfin og byssan áttu að koma á staðinn daginn eftir.
Það er auðvelt að sitja á rassgatinu fjarri atburðarásinni og vitna í einhverja sjónvarvotta. Ég hafði eftir einum sjónvarvotti að hann hafði orðið skíthræddur við þá tilhugsun að leyfa ætti dýrinu að ganga lausu þangað til daginn eftir!!
Veltið fyrir ykkur þessum rökum að það var þoka í fjallinu og ef þeir hefðu misst dýrið þangað upp, hvar hefði það þá borið niður fæti næst? Kannski við bæinn sem var í 5 km fjarlægð?
Ég get hins vegar alveg tekið undir það sjónarmið að aðgerðaráætlun eigi að vera til staðar þegar svona kemur upp. Ef menn vilja eyða tugmilljónum í það að bjarga einu svona dýri þarf að taka um það pólitíska ákvörðun.
En ég bið fólk aðeins að setja sig í spor okkar íbúanna hér á svæðinu. Þið smalið ekki bjarndýrum eins og rollum og hafið ekki saman hemil á þeim eins og húsdýrunum.
Karl Jónsson, 4.6.2008 kl. 12:54
Sælir Guðjón, Jón Ingi og Karl, sælt 365. Takk fyrir innlitið.
Það er ágætispunktur að náttúruverndar- og dýraverndunarsamtök geti haft frumkvæði að því að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur, sérstaklega að því hægt sé að vernda dýrin sem eru talin valda hættu.
Karl, við hefðum fordæmt drápið ef við hefðum ekki einmitt haft skilning á þeim atriðum sem þú nefnir. Við höfum, eins og kemur fram í ályktuninni, ágætar upplýsingar til að draga örlítið í efa það mat lögreglunnar að nauðsynlegt hafi verið að skjóta björninn jafnfljótt og gert var. Múgsefjun virðist því miður hafa átt einhvern hlut að máli.
Mér finnst líka persónulega, ekki bara SUNN sem ég er formaður í, einhliða fordæming á drápinu ómálefnaleg. En ég óttast að drápið muni ekki bara valda skaða á ímynd Íslands erlendis heldur og að valda skaða á ímynd okkar sem búum utan höfuðborgarsvæðisins. Vonandi hef ég rangt fyrir mér um hvort tveggja.
Sennilega hefði milljónum í að bjarga dýrinu verið vel varið, ekki síst til ímyndarsköpunar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.6.2008 kl. 14:06
Sæll Ingólfur. Er þetta atvik ekki eitthvað sem við verðum að læra af. Ég sé ekki alveg hvað við áttum að gera. En kennir þetta okkur ekki að nú verðum við að gera okkur grein fyrir því, að við getum átt von á svona uppákomum, greinilega. Og verðum við þá ekki að vera með starfsáætlun, og allt sem til þarf, til þess að grípa til þeirra ráða sem við teljum að séu sómasamleg. Múgsefjun er kannske ekki rétta orðið.
En, sammála er ég Guðjóni Jenssyni, með myndina. Ekki var hún samt Hollywoodleg, öllu fremur mjög íslensk, eins og af laxveiðimönnum, með alla sína veiði, og í öllum fínu græjunum sínum, þessir menn voru langt í frá uppstilltir, en víst var verið að hugsa um atvikið. Það var óþarfi að birta þessa mynd.
Sólveig Hannesdóttir, 4.6.2008 kl. 22:11
Þá má ekki gleyma því að nú voru einhverjir veitingahúsaeigendur sem föluðust eftir kjötinu af ísbirninum! Það er með öllu óskiljanlegt hvað sumir vilja ganga langt. Afurðir af alfriðuðum dýrum eru ekki verslunarvara og því verðlaus. Öll lönd sem eru aðilar að alþjóðlegum samningum um friðun dýra í útrýmingarhættu, ber að framfylgja ákvæðum t.d. að gera upptæka feldi, húðir, skinn, tennur og aðrar afurðir innan sinnan landamæra.
Annars virðist sem þessi fjöldi manns sem kom á vettvang hafi átt þátt í að lögregla og önnur yfirvöld töldu ekki annað verjandi en að skjóta bangsa.
Mér datt í fyrstu í hug hvort ekki hefði verið unnt að koma skoti á dýrið með svæfingarlyfi, setja á bangsa staðsetningartæki, hafa einhvern mat handa honum tiltækan á vissum stöðum til að gera hann sem hættuminnstan. Þannig hefði verið unnt að hæna hann betur að mönnum. Ef slíkt hefði tekist hefði jafnvel verið grundvöllur fyrir að efla þjónustu ferðamanna í Skagafirði. Ísbjörn er e-ð sem ekki sést á hverjum degi!
Ferðamenn eiga ýmsa möguleika að berja uppstoppaða ísbirni augum á Íslandi, t.d. í safnahúsinu á Húsavík. Yfirleitt finnst erlendu ferðafólki fátt um, það vill sjá lifandi dýr en ekki dauð.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2008 kl. 04:59
Æ, ég veit það ekki Ingólfur. Það kom í ljós í vetur að ekki er til aðgerðaáætlun í grunnskólum Reykjavíkur, vakni grunur um kynferðislega áreitni kennara gagnvart nemendum. Þó er kynferðisleg áreitni ekki ný af nálinni.
Ísbirnir hafa ekki verið tíðir gestir á Íslandi fram á þennan dag. Það gæti verið að breytast og sjálfsagt að bregðast við því. En er hægt að ætlast til að það liggi fyrir plön um hvernig eigi að bregðast við öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum? Við eigum fullt í fangi með að bregðast við fólki - en eigum að hafa það á hreinu hvernig á að taka á móti ísbjörnum?
Ég veit ekki hvernig ég á að taka því að fólki finnist í lagi að ísbjörn sprangi um í Skagafirðinum. Er það firring eða lýsir það huga fólks til Skagfirðinga og jafnvel landsbyggðarinnar yfirleitt?
Mér finnst ísbirnir offfffsalega sætir og krútt og allt það en ég vil ekki sjá þá nálægt neinum sem mér þykir vænt um og allra síst ef þeir eru særðir og svangir í framandi umhverfi. Það segi ég satt
Kolgrima, 18.6.2008 kl. 15:20
Takk fyrir innlitið, Kolgríma. Því miður er kynferðisleg áreitni algengari en heimsóknir ísbjarna. Við búum í samfélagi þar sem í meira og meira mæli er ætlast til þess að það sé búið að búa sig undir allt mögulegt. Auðvitað ætti að vera til áætlun, eða verklag, vakni grunur um kynferðislegt áreiti. En skyldi ekki vera hægt nota eitthvað af því verklagi sem til er ef grunur vaknar um aðrar misgjörðir? Þar sem réttindi starfsmanns til að tekið sé faglega á meintu broti eru virt. Þekki ekki málið sem þú nefnir.
En aftur að viðbragsáætlun gagnvart ísbjörnum: Mér virðist allt öðruvísi hafa verið tekið á síðara málinu þann 17. júní, ígrundað hvað hægt væri að gera, björninn a.m.k. ekki drepinn að óígrunduðu máli. Kannski rétt núna að nota orðið aflífaður meðan fyrra málið virðist dráp.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.6.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.