Reykherbergi á Alþingi

Ég hef undrandi fylgst með umræðum um reykherbergi í húsakynnum Alþingis, réttara sagt undrandi yfir þeirri hugdettu að hafa þar sérstakt reykherbergi. Ég geri ráð fyrir að það verði lagt niður til að skapa gott fordæmi fyrir aðra. Annars las ég í morgun um aukaafurð reykingabannsins: Efnalaugar hefðu minna að gera. Það stemmir alveg við reynslu mína þá sjaldan ég lagði leið mína á skemmtistað sem leyfði reykingar.

Nýjustu fréttir úr RÚV, sex-fréttunum rétt áðan þann 8. febrúar: Reykherberginu verður lokað 1. júní nk. og vonar forseti Alþingis að þeir þingmenn sem reykja noti tímann til að hætta að reykja. Mér finnst þessi ákvörðun vera góðar fréttir.


mbl.is Vill láta loka reykherbergi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband