Efni
21.1.2008 | 17:17
Framsóknarfötin: Hvernig tókst til?
Undrandi hef ég fylgst með umræðum um hver keypti kosningabaráttufötin á aðskiljanlega framsóknarmenn og hver er með hnífa í bakinu á hverjum. Ég hef líka reynt að veita því nokkra athygli hvernig til hafi tekist í fatakaupunum. Björn Ingi er með trefil á þessari mynd, skyldi það vera framsóknartrefill? Og var ekki Guðjón Ólafur venjulega með fallega slaufu? Hann var bæði bindis- og slaufulaus í Silfrinu hjá Agli í gær. Og hér er Halldór fyrrverandi framsóknarformaður, hver skyldi hafa fatað hann? Og ekki má gleyma Guðna sem er á myndinni sem er tengd þessari færslu.
Flokksforustan stendur að baki Birni Inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Var það ekki Spilverk þjóðanna sem söng svo eftirminnanlega:
Fötin skapa manninn eða viltu vera púkó? Nei ekki ég...
Kannski þar sé komið nýr flokkssöngur fyrir Framsókn, hver veit?
Jóhann Þorsteinsson, 21.1.2008 kl. 17:57
Óheillakráka í Gefjunarfötum !!!
Axel Guðmundsson 21.1.2008 kl. 18:33
Já, og ný sannindi um frammara komin í ljós!! Engar naríur, takk fyrir. Bara allt, allt annað.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 21.1.2008 kl. 21:35
Sæll vertu.
Get ekki að því gert að mér finnst umræðan um nýju fötin Framsóknar nokkuð sérstök. Eftir að hafa komið að stjórn kosningabaráttu er mér alveg ljóst að þar eru teknar ákvarðanir sem hafa í för með sér kostnað. Tilgangurinn er að vekja athygli á framboðinu og það er engin ein leið rétt eða röng í því máli. Sumir gefa út þykkan bækling og kaupa dreifingu í ótal hús. Þetta kostar mikla vinnu og stórfé og flestir henda afurðinni lítið lesinni í ruslið. Aðrir kaupa heilsíðu auglýsingar í blöð og borga hundruð þúsunda svo lesendur blaðanna geti flett hratt yfir einhverjar síður í blaðinu. Það má kaupa margar flíkur fyrir það fé sem kastað er í auglýsingar til lítils gagns fyrir málstaðinn. Því miður er það svo að ótrúlega margir kjósendur rétt kíkja á myndir og fyrirsagnir en hirða ekki um að lesa texta, stefnumið og útlistanir á góðum framtíðaráformum. Þá er það spurning sem ýmsir hafa staldrað við hvort myndin sem búin er til af frambjóðendum þurfi þá bara ekki að vera grípandi og glæsileg fyrst hún er það eina sem menn skoða. Og þá eru keypt föt. Þetta eru s.s. allt aðferðir til að ná sama marki. Stóra atriðið í þessu er, að ákvörðun um það hvaða leið er valin sé tekin af því fólki sem er til þess bært og á að hafa völd til að taka slíka ákvörðun. Enn hef ég ekki heyrt neinn halda því fram að svo hafi ekki verið í þessu dæmi. Ég get eytt löngu máli og tíma í að gagnrýna Framsókn, af nógu er að taka þar, en þetta er ekki eitt af því og verður tæpast fyrr en ég fæ að vita að þetta hafi farið aftan við bak þeirra sem áttu að stjórna baráttu Framsókar. Og ekki jókst útgeislun þingmannsins fyrrverandi við að fara í geðvonskuhaminn. Og var hann búinn að gleyma því þegar þeir BIngi voru að máta saman föt í baráttunni fyrir nokkrum árum, eins og fram kom í Kastljósinu í kvöld. Það er því spurning hver skaðast mest á málinu.
Friðrik Dagur Arnarson 21.1.2008 kl. 21:39
Takk fyrir innlitið, Jóhann, Axel, Þórhildur og Friðrik Dagur. Ég vissi ekki um að Guðjón Ólafur og Björn Ingi hefðu mátað saman föt; enn verður málið fáránlegra við það.
Ég heyrði í stjórnmálafræðingi í hádegisútvarpinu, held það hafi verið Gunnar Helgi; hann var þér sammála um að það væri hvorki ólöglegt né heldur siðlaust að fá föt í kosningabaráttuna. Hann eða einhver annar benti á að vísast væru fötin skattskyld. Það er nú það.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.1.2008 kl. 21:57
Ég hefði kannski ekki hætt í framsókn hefði ég fengið milljón í fatastyrk. Ef ég sæki um vinnu hjá ykkur, er þá fatastyrkur? Ekki einu sinni jólkort hjá KHÍ og við sláumst um skrifborðin í HÍ :)
Annars var ég að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki keypt prjónavettlinga af móður þinni?
svarta, 21.1.2008 kl. 22:50
Það verður aldrei hægt að klæða skítlega eðlið af Birni spillta Inga.
Stefán 22.1.2008 kl. 10:29
Jahá, Svarta, en hefðir þú viljað framsóknarföt ... Hmmm, veit ekkert um eðli Björns Inga, Stefán
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.1.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.