Hvernig veit maður hvort vara er umhverfisvæn?

Ein af þeim aðferðum sem nota má er að merkja vörurnar almennilega. En veit ég þá sem neytandi fyrir hvað þessi merki standa fyrir? Ekki mikið. Ég þekki reyndar merki Vottunarstofunnar Túns og einhver erlend merki þekki ég nógu vel til að treysta þeim. En það vekur gleði mína að umhverfisráðherra vilji auðvelda mér sem neytanda að velja vandaðar vörur að þessu leyti. Í sérstöku riti sem Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gefið út um áherslur sínar sem ráðherra segir: Efla áhuga og auka framboð á umhverfismerktum vörum og þjónustu í samvinnu við kaupmenn og neytendur. Viðurkennd umhverfismerki auðvelda neytendum að finna umhverfisvæna vöru og þjónustu. Merkin tryggja að vara hefur staðist strangar umhverfiskröfur og verið gæðaprófað.

Ráðuneytið og umhverfisfræðsluráð á vegum þess undirbúa nú að fylgja þessu eftir og er nú sérstakt tækifæri til að senda inn hugmyndir til ráðuneytisins og umhverfisfræðsluráðs um hvernig megi auka vægi umhverfismerkts varnings og auka skilning á merkingunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Við þurfum að efla umræðu og gera merkin sýnilegri til að almenningur verði betur tiltækur í umhverfisþrifin!

Edda Agnarsdóttir, 19.1.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband