Efni
30.12.2007 | 19:15
"Æskilegt að hlusta á veðurspá áður en lagt er af stað"
... sagði félagi í björgunarsveitinni Oki í Sjónvarpinu (ruv.is) eftir för upp á Langjökul að sækja 11 manns sem ekki treystu sér til að komast til byggða eftir að óveðrið skall á. Nú veit ég ekki hvort hann átti við ellefu-menningana, eða hvort þeirra ferðir voru eitthvað sérstaklega óyfirvegaðar. Ég gleðst einfaldlega yfir því að fólkið hafi komist af jöklinum.
Áminning björgunarsveitarmannsins er hins vegar afskaplega mikilvæg: Óveðrinu hafði verið spáð í næstum því viku. Umhleypingarnar undanfarnar margar vikur mættu minna okkur sérstaklega mikið á að fylgjast með veðurfréttum og upplýsingum um færð á vegum. Upplýsingar eru næstum því á hverju strái, ekki bara í veðurfréttatímum mörgum sinnum á sólarhring (eins og verið hefur í nokkra áratugi), þær eru núna líka á netinu og hægt að hringja í síma Vegagerðarinnar þegar þarf að fá upplýsingar um færð á vegum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
fokking jeppalið
Brjánn Guðjónsson, 30.12.2007 kl. 19:33
Takk fyrir innlitið, Brjánn, Brynja og Páll. Gæti verið rétt hjá ykkur að það sé ekki nóg að hlusta heldur þurfi að skilja spána - kannski væru þá meiri líkur til þess að farið væri eftir henni. Hmm
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.12.2007 kl. 20:25
Það var alveg ljóst af veðurspám að veður yrði vont á þessu svæði þegar færi að líða á daginn. Ég veit af öðrum hópum sem voru á svipuðum slóðum og höguðu för sinni sem svo að skila sér til byggða fyrr um daginn og gekk það vandræðalaust fyrir sig. Annar hópur lenti í álíka basli og þurfti að hafast við næturlangt í lok nóvember s.l. á sama stað 700-800m fyrir ofan skálann Jaka. Þannig að þetta hefði nú átt að vera nokkuð "þekkt stærð".
Það ber hins vegar að varast sleggjudóma í svona umræðu og þarna gætu t.d. hafa verið aðilar sem hafa verið á ferðalagi í nokkra daga og ekki haft nýjustu upplýsingar um veður við hendina, e.t.v. var þetta skársti kosturinn til að komast til byggða nú eða eitthvað bilað sem tafði hópinn og í stað þess að sleppa á undan veðrinu var það skollið á. Hvað vitum við sem sátum heima. Þetta er auðvitað sagt með þeim fyrirvara að ég veit ekkert meir en aðrir um þetta mál ennþá, þó ég þekki nokkra af þeim sem áttu í hlut persónulega þá hef ég ekki fengið fréttir frá fyrstu hendi en ég veit að það kom beiðni um dekk frá hópnum svo byggt á því grunar mig að þau hafi tafist vegna einhverra vandræða og ekki komist undan veðrinu.
Það verður hins vegar alltaf mjög neikvæð umræða um þetta hjá "sófariddurum" og "eldhúsborðsumræðuhópum" þegar svona kemur upp á hvort sem það eru jeppamenn, sleðamenn eða veiðimenn (og konur í öllum tilfellum). Slík umræða verður til þess að menn veigra sig við því að kalla til björgunarsveitir þegar raunverulega þarf á aðstoð að halda, til að hlífa sér við umtalinu. Ég get samt hrósað þessum mönnum fyrir þá skynsemi að hafa kallað til björgunarsveit þegar á þurfti að halda og numið staðar en ana ekki áfram í einhverri glórulausri vitleysu sem hefði e.t.v sett hópinn í enn meiri hættu. Það er þó ákveðinn jákvæður punktur í því og að þetta er mjög góð áminning til okkar allra sem erum að þvælast um landið hvort sem er labbandi eða á vélknúnu ökutæki að styrkja björgunarsveitirnar okkar núna um áramótin.
Að ofangreindu sögðu þá veit ég reyndar líka um mörg dæmi þess að ekki sé farið eftir bestu ábendingum um veður og aðstæður, álíka mörg dæmi þess að veðurspár og annað sé ekki að standast og í raun sé hið besta ferðaveður. Þetta er bara eitt af því sem við búum við hér á Íslandi og erfitt að segja til um hvort þarna hafi verið rétt eða rangt staðið að málum án þess að hafa verið á staðnum og hafa allar forsendur málsins. Ég persónulega fer aldrei út fyrir þéttbýli án þess að skoða veðurspá, ástand vega o.s.frv. hvort sem ég er að bregða mér í 2-3 daga hálendistúr eða bara út á Dalvík.
Tryggvi R. Jónsson 30.12.2007 kl. 22:03
Takk fyrir innlitið, Pétur og Tryggvi. Hverju orði sannara hjá þér, Tryggvi, að það er gott að vita sem mest um mál áður en aðilar þess eru (for)dæmdir. Einmitt þess vegna tók ég fram að ég vissi ekki hvort þessi ferð hefði verið sérstaklega óyfirveguð en notaði orð björgunarsveitarmannsins til að minna okkur öll á það sem þú gerir og nefnir í þínum lokaorðum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.12.2007 kl. 22:38
Það fauk nú bara í mig þegar ég sá fréttirnar um þetta lið. Að þeir skuli fara með börn uppá jökul þegar búið er að spá ofsaverði. Þetta fólk er ekki aðeins að stefna sínu lífi í hættu heldur lífi barna sinna líka og svo auðvitað einnig lífi þeirra manna sem þurfa svo að koma og bjarga þeim úr krísunni. Hvað er þetta fólk að hugsa? Ég tel það vera rétt sem PÁLL segir: Það er ekki það að fólk fylgist ekki með veðurspám, það er vandamálið með Íslendinga, að þeir fara ekki eftir þeim.
Ég skil vel jeppaáhugamenn og virði þeirra sport Tryggvi. En það er eitt að setja sjálfan sig í hættu og annað þegar menn fara að hætti lífi og limum annara, og hvað þá barna sinna. þetta fólk var ekki á löngu ferðalagi
Aðgengi að verðurspá hefur aldrei verið betra og ættu menn að sína þá lágmarks ábyrgð og virðingu við björgunarsveitir að taka tillit til hennar.
Halla Rut , 2.1.2008 kl. 11:31
Gleðilegt ár, Halla Rut, og velkomin aftur í bloggheima eftir fyrir-jóla-kauptíðina.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.1.2008 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.