Efni
3.12.2007 | 15:25
Hótun um að fjarlægja
Um helgina kom "Bjarni" inn á bloggsíðuna mína og jós þar út úr sér svívirðingum eins og fjölmörgum virðist allt í lagi að gera þegar þeir andmæla femínisma og femínískum sjónarmiðum. Hann gengur þó lengra en algengt er með þessum ummælum: "Næsta skref í átt til jafnréttis er að fjarlægja öfgafyllstu vitleysingana úr umræðunni, og þar ert þú ofarlega á blaði." Hvað á hann við?
Bjarnar andfemínismans munu ekki þagga niður í femínismanum með slíkum hótunum, en um leið og hann þykist mega andmæla femínisma með slíkum hætti ógnar hann málfrelsi með því að hóta að "fjarlægja" fólk "úr umræðunni".
Flokkur: Bloggar | Breytt 8.12.2007 kl. 16:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Er það ekki hræðsla sem brýst út í svona málflutningi og ruddaskap? Fólk sem hagar sér svona, sama um hvað verið er að fjalla, óttast eitthvað og er óöruggt. Þarf ekki femínisma til.
Þú verðskuldar hrós og heiður fyrir góðan og öfgalausan málflutning.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.12.2007 kl. 15:37
Svona lið sem þorir ekki einu sinni að skrifa undir fullu nafni eða skrifar undir dulnefnum er ekki marktækt. Ofstopinn í þeim sem eru á móti femínisma er farinn að ganga allt of langt og minnir mann á ofstopann gegn umhverfisverndarsinnum. Þetta er óhugnanleg þróun en sannar bara að þessir aðilar hafa ömurlegan málstað að verja. Haltu áfram að skrifa og tjá þig Ingólfur! Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 3.12.2007 kl. 15:57
Þakka ykkur innlitin og kveðjur, Lára Hanna og Hlynur.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.12.2007 kl. 16:00
Hann er ekki einu sinni með Bloggsíðu, myndi nú ekki hafa áhyggjur af honum. Aulalegt að vera með kjaft en koma svo bara undir nafni sem er ógerlegt að rekja. Ef maður ætlar að rífa kjaft á annað borð er lágmark að koma fram undir réttu nafni.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.12.2007 kl. 16:00
Ingólfur minn, sumir eru bara asnar og það er ekkert hægt að gera nema hunsa þá. Annars læt ég svona lið oft pirra mig. Verð greinilega að vinna í mér svolítið. Flott það sem þú ert að gera og gaman að sjá karlmenn sem láta sér þessa hluti varða. Sá annars að þú lærðir í Madison. Ég á vin þar og hef því skroppið þangað. Flott borg. Þar sá ég líka kardinála (fuglinn, þ..e) í fyrsta skipti og varð yfir mig hrifin. Vildi að við hefðum þá hér á vesturströndinni.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.12.2007 kl. 18:37
en ömurlegt, já maður hefur orðið var við mikla heift gagnvart feministum uppá síðkastið...vonandi stillir fólk sig.
SM, 3.12.2007 kl. 22:48
Takk fyrir innlitin, Nanna, Kristín og Sylvía.
Kristín: Alltaf gaman að koma til Madison, kom þangað síðast um síðustu páska í hálfgerðu vetrarveðri. En mér skilst á öllum að Vancouver sé ekki sem verst heldur
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.12.2007 kl. 22:58
Ég held að það þurfi að gera eitthvað stórt átak í jafnréttismálum. Það er eins og Hlynur segir, femínistar verða fyrir svipuðu aðkasti og umhverfisverndarsinnar. Það kemur mér ekkert á óvart að rannsóknir sýni að afturhvarf hafi orðið í þessum efnum enda á ég ófáar vinkonur sem fullyrða að körlum sé ekki treystandi fyrir heimilisþrifum. Það virðist ekki hvarfla að þeim að ef maður þarf aldrei að skúra eða þrífa klósett lærir maður aldrei að gera það almennilega! Og að fólk skuli þræta fyrir kynbundinn launamun er mér alveg óskiljanlegt. Síðast þegar ég vissi var kynbundinn launamunur óháð yfirvinnu staðreynd. Að þræta fyrir hann er eins og að fullyrða að jörðin sé flöt (fólk gerir það víst líka, sbr. The Flat Earth Society). Sumir stíga bara ekki í vitið.
Sólveig Hauksdóttir, 4.12.2007 kl. 10:39
Því miður sjáum við bæði góðar hliðar lýðræðis og umræðu á blogginu en við sjáum líka dekkri hliðar, því miður virðast ýmis úrhrök fela sig í skjóli nafnleyndar. Bjarni virðist vera eitt þessara dusilmenna. Þetta er ljóslega maður fullur af andlegum úrgangi. Verst að ekki er hægt að bera þessa tegundina á tún svo hann verði að einhverju jákvæðu.
Kristín Dýrfjörð, 4.12.2007 kl. 20:22
Málefnalegt - nei svona ummæli dæma sig sjálf! Verst að þessi fína hugmynd hennar Kristínar gengur ekki upp þ.e. að bera viðkomandi út á tún svo hann verði að einhverju jákvæðu
Valgerður Halldórsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:51
Þessar athugasemdir ofstækismannsins Bjarna eru vart svaraverðar. Þær eru ekki málefnalegar eða rökfastar, fremur málhaltar og hljóma eins og vonlaus æfing í morfís.
Anna Karlsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:00
Sko, Valgerður ég meinti úrganginn ekki manninn, er held ég ekki neitt sérlega refsiglöð.
Kristín Dýrfjörð, 5.12.2007 kl. 01:22
Sælar, Sólveig, Kristín, Valgerður og Anna, og takk fyrir innlitið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.12.2007 kl. 06:23
Ég held að hörðustu andmælendum femínista líði best ILLA og vilji endilega smita aðra af sinni gleði.
hee 6.12.2007 kl. 15:06
Stórmerkilegt er að það er líka töluvert af fólki sem virðist skrifa undir fullu nafni en finnst ekki í þjóðskrá! Hvað gerir maður þá? Jú stanslaus eftirfylgni og hreinlega njósnun á nafngiftum bloggara.
Takk fyrir þetta innleg Ingólfur.
Edda Agnarsdóttir, 8.12.2007 kl. 01:53
Þú hefur nú með þessari bloggfærslu sannað svo eftirminnilega það sem ég var að fullyrð, þú ert ekki fræðimaður, heldur málpípa fyrir öfgasamtök útí bæ. Það sést líka vel á þeim sem taka undir með þér, hatursfullt öfgalið. Merkilegt að þú skulir vera að barma þér undan minni ókurteis, en þakkar svo meðhlægjendum fyrir að kalla mig öllum illum nöfnum. Greinilegt að þú ferð í manngreinarálit hverjum leifist dónaskapur og hverjum ekki, einkennandi fyrir þig og þinn "fræðimannsferil".
Það sem ég var að segja var að til þess að þessi mál komist á ræðanlegt plan þarf að fá fólk með eðlilegar og vitrænar skoðanir, ekki fólk eins og þig og þína meðhlægjendur, fólk sem gangist upp í því að leika fórnarlambi. Þú auðvitað, að hætti hins hefðbundna feminista, hleypur í felur frá umræðuefninu og ákveður að leika fórnarlambið. Auðvitað ertu ekki fræðimaður heldur málpípa, og svona bara til þess að valda þér verulegum vonbrigðu og þessum aumingjum sem hafa verið að gjamma með þér, þá var aldrei meiningin að "fjarlægja" þig.
Umræðan þarf fólk með fullu viti, ekki svona úrgang og dusilmenni eins og þessa meðhlægjendur þína.
Bjarni 8.12.2007 kl. 02:05
Takk fyrir innlitið, Þórdís, Hildur Edda og Edda.
Og enda þótt "Bjarni" andfemínisti segist aldrei hafa ætlað að "fjarlægja" mig er ljóst fyrirbrigðið heldur áfram skítkasti út í fólk en ætlast svo til að fá málin á "ræðanlegt plan". Það er áhyggjuefni þegar slíkar hótanir eru settar fram, jafnvel þótt þær hafi átt að vera meiningarlausar af hálfu þess sem setur hótun fram; meiningarleysið kemst nefnilega ekki til skila til allra.
Bloggið er samskiptavettvangur þar sem fara fram margs konar samskipti, persónuleg sem pólitísk. Aðallega er það bætandi vettvangur að kynnast fólki og sjónarmiðum þess. Þetta er ekki allt pólitísk umræða - nema kannski ef við horfum á pólitík mjög víðtækum skilningi, sem ég hef reyndar tilhneigingu til að gera. Vissulega er hægt að loka fyrir athugasemdir "utan úr bæ" (þ.e. annarra en skráðra moggabloggara) og það er hægt að loka á tilteknar IP-tölur. Yrði umræðan betri við það?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.12.2007 kl. 09:23
Hótanir? Ótrúlega ertu ómerkilegur og auðvirðulegur. Þó þú gangist upp í því að þér hafi verið "hótað" þá var það einfaldlega aldrei raunin. Það var enginn að hóta þér á nokkurn hátt. Það var einfaldlega verið að benda þér á að málefnið er miklu betur komið án öfgamanna eins og þín. Þitt fórnarlambafetish og annara feminista er orðir þreytt fyrirbæri og aumleg leið til að komast hjá því að svara málefnalegri gagnrýni. Þú ert eftir allt ómálefnaleg málpípa öfgahyskis og öll þín meinta fræðimennska felst í því að geta blaðrað gagnrýnislaust á fundum saumaklúbba í þeirri fullvissu að engin komi til með að draga í efa "fræðin", um leið og þú þarft að standa fyrir máli þínu hleypur þú í felur og byrjar að væla undan óréttlæti þess að þurfa að sæta gagnrýni. Þú ert aumur karakter og ómerkilegur.
Bjarni 8.12.2007 kl. 11:30
Hér er mál að linni; ég óska eftir því við þá sem heimsækja þessa síðu að þeir láti eiga sig að svívirða mig og aðra.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.12.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.