Efni
29.11.2007 | 18:07
Staðalímyndir af körlum sem kaupa ekki inn fyrir heimilið
Þetta "pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið" er partur af leiðindagríni þar sem fólk er dissað vegna kyns síns, í þessu tilviki karlar vegna meintrar vankunnáttu við heimilisstörf. Einhvern tíma henti ég bolla í vask einhvers staðar þar sem hver átti að þvo upp eftir sjálfan sig - og tækifærið var notað til að dissa alla aðra karlmenn fyrir mína yfirsjón. Hóprefsing fyrir trassahátt eins manns. Man eftir grínatriði í sjónvarpi þar sem karlmaður flæktist í sængurveri sem hann var að reyna að koma utan um sæng. Reyndar frekar hlægilegt atriði en raunalegt um leið að viðhalda slíkum staðalímyndum um vankunnáttu og getuleysi - ef ég má orða það þannig. Einhvers staðar í bloggheimum sá ég að karlahornið þýddi að Hagkaup gætu ekki lengur haldið því fram að Íslendingum þætti skemmtilegast að versla þar!
Reyndar sýna tölur að karlar í sambúð vinna ekki sinn skerf af heimilisstörfunum (innkaup auðvitað þar með talin) en ef ég man rétt hefur það þó eitthvað lagast þótt svo karlar og konur meti eigin þátt yfirleitt það stóran að heildarheimilisstörfin séu eitthvað dálítið yfir 100%. En áhyggjuefni er að viðhorf ungs fólks til verkaskiptingar kynja hafi lítið breyst, eins og kom fram í fyrirlestri Þórodds Bjarnasonar á kynjafræðiþinginu um daginn, rannsókn sem Andrea Hjálmsdóttir vann til bakkalárprófs. Og enn er það svo karlar sjá um bílana en konur um þvottinn langt umfram hitt kynið.
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 161082
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég er að vinna á heimavist með 57 framhaldsskólanemum.
AAARRRRG!##!&##!
"Nú er komið að því að ég stofni rauðsokkahreyfingu hér!"
"Sokka .... ?"
"Hvað ætlið þið stelpur að fá í laun frá þessum strákum fyrir að þrífa hjá þeim eftir að þið eruð búnar að giftast þeim?"
Bara svona smá sýnishorn af samtölum á mínum vinnustað.
Ungt fólk er margt skelfilega afturhaldssamt í jafnréttismálum.
Soffía Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 19:06
Ég kynnti mér sérstaklega rannsókn Andreu. Eitt af því sem athyglisvert er að skoða er það hvers vegna þetta bakslag virðist vera komið í viðhorf ungs fólks til verkaskiptingar kynjanna. Ef ég man rétt nefndi Andrea það sem mögulega skýringu að umræðan um þetta sjónarhorn í jafnréttismálum hefði ekki fengið það vægi sem það hafði t.d. á árunum sem Kvennalistinn var og hét.
Mér finnst athyglisvert að skoða þetta í samhengi við þá umræðu sem nú er komin í gang um bleikt og blátt, stúlkur og drengi. Bloggheimur bregst kröftuglega við, og í flestu neikvætt. Fólki virðist mörgu finnast þetta bara fáránlegt og fólk eigi ekki að vera að eyða tíma í svona vitleysu. Á þeim árum sem umræðan var hvað mest í gangi, þ.e. á Kvennalistaárunum, var þetta aftur á móti bara venjulegur, eðlilegur hluti af umræðunni. Það var oft talað um það hvað mikilvægt væri að fólk væri meðvitað um alla þessa "litlu" hluti, sem samt væru ekki litlir, t.d. það að sjá stelpur sem dúllur í bleiku og stráka sem hrausta í bláu. Allir þessir hlutir hefðu áhrif, með þessu værum við að halda í staðalímyndir sem verið væri að reyna að berjast gegn.
Viðbrögðin núna finnst mér dálítið lýsandi fyrir bakslagið sem rannsókn Andreu sýndi.
Anna Ólafsdóttir (anno) 29.11.2007 kl. 23:16
Það er mér að meinalausu að kverúlantar hafi áhugamál og sinni því eftir eigin vilja. Það er hinsvegar verra þegar einhverjir moðhausar hafa með linnulausum undirróðri og lygum komið sér fyrir á ríkisjötunni og eru farnir að kverúlantast með sína heimsku og fáfræði á Alþingi og HÍ auk þess að fá óheftan aðgang að fjölmiðlum, með eitthvert innihaldslaust kjaftæði og steypu.
Að þessi fáfræði og hindurvitni sem "kynjafræði" er skuli hafa fengið sess í HÍ er áfellisdómur yfir menntakerfinu. Að þessir vitleysingar skuli vera á launum hjá hinu opinbera við að ljúga og þvæla einskins verðum málum fram og til baka er áfellisdómur yfir ríkisvaldinu. Að fjölmiðlar skuli vera að lepja vitleysuna upp eftir þesu lið er áfellisdómur yfir dómgreind fréttamanna. ð þessir vitleysingar skuli komast á þing til að þvælast þar fyrir eðlilegum þingstörfum er áfellisdómur yfir kjósendum þeirra.
Það er eitt að vera nákvæmlega eingum til gagns og afæta á hinum almenna skattborgara, en að vera hreinlega til óþurftar er hinsvegar meira en hægt er að lýða.
Lýsandi komment annars frá Soffíu um hugarfar þessara gapuxa, að fá laun fyrir að þrífa heima hjá sér! Ættu þær þá ekki að borga fyrir fæði og húsnæði?
Hvernig er það annars Ingólfur, átt þú ekki að vera á einhverju kjaftaþinginu að ljúga til um kynbundinn launamun eins og þú ert vanur? Sú staðreynd að karlar vinna miklu lengri vinnudag skiptir auðvitað engu máli í því sambandi, eða hvað? Og hefur auðvitað ekki heldur nein áhrif á að konurnar sinna meira heimilisstörfum af því að þær vinna styttri vinnutíma? Auðvitað ekki, ef um það væri fjallað þá væri hoggið of nærri sannleikanum og það líkar lygurunum og atvinnufeministunum ekki. Að þú skulir vera presenteraður sem fræðimaður er ofar mínum skilningi.
Bjarni 30.11.2007 kl. 00:08
Því skyldu jafnréttisandstæðingar þurfa á svo miklu skítkasti að halda bæði í garð málefna og persóna? "Bjarni": Þú ættir að vera kurteisari við þá sem þú talar um og við.
Eitt efnisatriði í máli Bjarna sýnist mér málefnalegt og svaravert: Lengri vinnudagur karla - styttri vinnudagur kvenna. Það hlutfall myndi kannski breytast körlum í vil ef laun kvenna hækkuðu. En á Íslandi er líka einhver mesta, ef ekki mesta, atvinnuþátttaka kvenna í heimi.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.11.2007 kl. 06:40
Fyndið hvernig það á alltaf að vera karlinum að kenna að hann sinni heimilistörfum lítið. Ekki horft á það að sumar konur vilja bara ekkert að karlinn sé að stússast í eldhúsinu því honum sé ekki "treystandi" fyrir því. Gangi aldrei frá eftir sig og þess háttar.
Aldrei horft á það að það séu líka til kvennrembur í þjóðfélaginu, alveg eins og karlrembur. Afhverju má auglýsa í blöðunum "vantar stelpu til að passa fyrir okkur" en um leið og það kæmi auglýsing eftir stráki þá væri einhver kominn í það mál.
Línan er þunn á milli kvennréttindabaráttu og karlréttindabaráttu. Verðum að passa að fara ekki yfir þessa þunnu línu.
Telma Glóey Jónsdóttir 30.11.2007 kl. 14:13
Þetta er góður punktur hjá þér, Telma, með auglýsingar eftir stelpum til að passa börn; af hverju ekki auglýst eftir unglingi (eða stálpuðum krakka)? Einu sinni varð til orðið starfskraftur þegar farið var að amast við að auglýst væri eftir konum í ýmis láglaunastörf sem konur yfirleitt sinna. Talsvert verið hlegið að orðinu en samt held ég slíkar auglýsingar hafi beint athyglinni að því að karlar geta alveg skúrað eða þvegið upp eða eldað mat.
Þegar ég var á kokkanámskeiði fyrir rúmum 30 árum lærði ég að ganga frá í eldhúsinu jafnóðum; kennarinn gerði svolítið grín að því að lærðir kokkar gerðu þetta ekki því að einhver annar gerði það fyrir þá! Ef drengjum, eða stúlkum fyrir þá skuld, er ekki kennt að umgangast eldhús læra þeir/þær það ekki. Eitt enn í sambandi við heimilisstörfin og það er hver ber ábyrgðina; hún hefur oftar lent á konum en körlum. Ég sé pabbahornsmálið svolítið í því ljósi að þar sé verið að styrkja ábyrgðarflótta karla. Mér dettur svo sem ekki í hug að Hagkaup ætli sér það, og þess vegna mun ég sennilega ekki hætta að versla þar í mótmælaskyni. Eins og Gísli Baldvinsson nefndi í svari til einhvers þá hringdi hann í Hagkaup á Akureyri sem ætla ekki að taka þátt í svona vitleysu eins og minnir það væri orðað.
En ég óska eftir því að við karlar, hver og einn einasti, leggi fram persónulegan og pólitískan skerf í jafnréttisbaráttu.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.11.2007 kl. 19:11
Jafnréttisandstæðingar!!? Eru nú allir jafnréttisandstæðingar sem ekki jarma með ykkur feministunum í ofstækinu og bullinu?
Mér er slétt sama hvaða skoðanir þú hefur Ingólfur, en þegar ég er skyldaður til að borga þér laun þá krefst ég þess að þú sinnir þínu starfi af heiðarleika og réttsýni. Þú hefur hingað til ekki verið annað en málpípa fyrir einangruð öfgasamtök útí bæ. Mér er fjandans sama hvaða isma þú aðhyllist, anarkisma, fasisma, feminisma, allir þessir ismar enda á sorphaugum sögunar hvort sem er og meintir fræðimenn þeirra sem aðhlátusrefni seinni kynslóða.
Þegar þú ert farinn að haga þér eins og fræðingi sæmir, farinn að taka vísindalega á málum, þá skal ég sýna þér kurteisi.
Þessi öfgafeminismi sem þú ert í málsvari fyrir hefu gengið fram af almenningi í þessu landi, og þó fyrr hefði verið. Næsta skref í átt til jafnréttis er að fjarlægja öfgafyllstu vitleysingana úr umræðunni, og þar ert þú ofarlega á blaði.
Bjarni 2.12.2007 kl. 15:56
Ja hérna, ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessum skrifum frá 'Bjarna', allavega ekki mikið til að taka mark á.
En hvað varðar 'kallahornið', er þetta ekki snjall leikur hjá Hagkaupum til að fá konur til að eyða meiri peningum í versluninni? Því eins og fram hefur komið sjá konurnar oftast um innkaupin (alls ekki algilt þó) og oft eru kallarnir hundfúlir og leiðir í eftirdragi sem verður til þess að innkaupaferðin verður styttri fyrir vikið. Konan unir sér voða vel við að skoða allt sem hugurinn girnist og tínir í kjölfarið mun meira í körfuna en ella, karlinn situr á meðan í mestu makindum og horfir á boltann og pirrast ekki eins mikið þegar hann lítur á kassakvittunina (ef hann þá man eftir henni í allri sælunni yfir boltanum) og ber síðan alla dýrðina út í bíl fyrir sína ektafrú Kannski þetta verði bara til að bjarga nokkrum hjónaböndunum...
En ég er sammála henni Telmu Glóey hér að ofan, að kannski eru bara einhverjar konur sem ekki vilja hleypa körlunum að hvort sem það eru heimilisstörf eða innkaup.
Og já eitt í lokin þar sem mér blöskrar yfir skrifum 'Bjarna', það er nú bara fyndið að því sé haldið fram að Ingólfur Ásgeir hagi sér ekki eins og fræðimanni sæmir!
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 3.12.2007 kl. 18:53
Fyndinn punktur hjá þér, Dagbjört, með "verslunarsnilld" og hjónabandsbjörgun - og takk fyrir innlitið og athugasemdina
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.12.2007 kl. 23:05
ÉG fæ nú ekki betur séð en að þessum Bjarna hljóti að líða eitthvað mjög illa á sálinni, blessuðum!!! Fólk sem er með svona skítkast í umræðum er nú oftast eitthvað sjúkt og eiignlega freistast maður til að vorkenna því fremur en eitthvað annað.......
Allavega er borin von að maður taki eitthvað mark á svona málflutningi. Ég myndi nú eiignlega bara vilja segja við hann eins og maður segir við óþægan krakkaorm: Æ, greyið vertu úti.......
Eygló 3.12.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.