Efni
28.11.2007 | 19:28
Staðalímyndir kynjanna
Einhvern heyrði ég um stúdíu, veit ekki hvort hún var fræðileg rannsókn eða einhvers konar annars konar athugun, þess efnis að börn hefðu verið klædd í "öfugan" lit (miðað við hefðina), drengir í bleikt og stúlkur í blátt, og uppskorið viðmót ætlað hinu kyninu: blíðu- og dúlluhót handa drengjunum, "þetta er nú hraustur drengur" fyrir stúlkurnar.
Það er full þörf á að velta fyrir sér staðalímyndum sem drengir og stúlkur mótast inn í allt frá fæðingu, skoða hvernig þær urðu til og hvaða áhrif þær hafa í dag. Drengir í bláu og stúlkur í bleiku er ein af þeim. Greinilegt er að með fyrirspurn sinni hefur Kolbrún Halldórsdóttir rótað við ótrúlegum fjölda bloggara, bæði körlum og konum; mörgum finnst að tíma þingsins væri betur varið í önnur mál. Vitanlega er þá mótsögn í því að bloggurum finnist eigin tíma vel varið í að nöldra yfir því - en bloggararnir hafa bara sem betur fer mál- og skoðanafrelsi til að finnast það.
Ég tel að "rétti" tíminn fyrir eitthvert mál komi aldrei sjálfur; rauðsokkurnar höfðu jákvæð áhrif á samfélagið af því að þær biðu ekki eftir leyfi - en þær syntu á móti straumnum með ótal marga hluti. Þess vegna líklega höfðu þær áhrif, fengu okkur til að sjá margt í öðru ljósi. Hvort fyrirspurn þessi veldur því, ja, ótrúlega margir agnúast út í hana, svo að áhrifalaus er hún ekki.
Ekki meira blátt og bleikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161112
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
það er engin mótsögn þótt bloggarar eyði púðri í að skjóta á þetta.
bloggarar eru ekki á launum hjá hinu opinbera við það að reyna að bæta kjör landsmanna sem og efnahag þjóðarinnar í heild.
kynin eru mismunandi svo mikið vitum við.
næst er bara spurning um að sjá búa til vandamál þar sem engin eru. jafnréttindabaráttan hefur ekkert með liti á fatnaði að gera, hvað þá snið eða efnið sem flíkin er úr.
já nýfæddar stúlkur eru í bleiku
já nýfæddir drengir eru í bláu
það sem þarf er ekki að breyta þessu, heldur viðhorfum fólk sem heldur að bleikt sé eitthvað verri litur en blár, eða öfugt, og hvað þá að þeir sem klæðist slíkum fatnaði séu stimplaðir verri eða betri en eitthvað annað.
jafnréttindabaráttan gengur vel, launamunur er lítill, næst þarf að breyta viðhorfum þegar kemur að launasamningum til að hann hverfi alveg.
háskólinn er þessa stundina með fleiri kvennemendur en karla, þannig að það er stutt í að karlar verði með lægri laun ekki satt.
en hjálpi mér nú þegar ég bið fólk um að skipta sér að alvarlegri hlutum eins og launakjör fólks í umönnunargeiranum og kjörum öryrkja. umhverfismál og þess háttar.
litir á fötum á fæðingardeild, hvað er næst spyr ég, er valur kannski kvenlegra lið en fram ?
gerum eitthvað í þessu . allir í hvítum og svörtum búningum, bara mismunandi mynstur og hananú !!
Egill, 28.11.2007 kl. 19:44
Af því þú, Egill, minnist á Val, íþróttalið, þá rámar mig í að það hafi einhvern tíma kominn enskur fótboltaþjálfari til Keflavíkur og rekið karlaliðið úr svörtum búningum af því að það væri ekki fótboltabúningur! (Er ekki karlaliðið komið aftur í svart?)
Þú nefnir viðhorf fólks sem telji að litur sé betri eða verri en annar. Liggur ekki hundurinn þar grafinn: Það var það sem ég nefndi í minni færslu að börnum voru ætlaðir ólíkir eiginleika eftir lit fatnaðarins sem talinn var sýna kyn þeirra. Einstaklingurinn, nýfædda barnið, var ekki skoðað, heldur meintir eiginleika drengja, meintir eiginleikar stúlkna.
Hvað finnst þér um skólabúninga?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.11.2007 kl. 19:59
Já en þetta er allt komið út í svo miklar öfgar. Mjög góður pistill og mjög umhugsunarverðir hlutir en hvenær er þetta komið gott?
Það er nú á flestum spítölum að foreldrar ráði nú sjálfir í hvaða litum börnin sín klæðast í fyrsta skiptið og þá sé nú valið einnig um gula, hvíta og rauða. Nú svo eru sumir foreldrar sem koma með búninga sjálfir. Mega þeir þá ekki klæða í bleikt eða blátt ef það er þeirra vilji?
Hún er á engan hátt að synda á móti straumnum.. hún er bara görsamlega að drukkna í sínum eigin skoðum á hlutunum. Sem hún reynir að þröngva yfir á okkur hin.
Telma Glóey Jónsdóttir 29.11.2007 kl. 01:25
Svona af því að þú minnist á þetta þá hafa synir mínir aldrei verið í bleiku fyrr en þeir urðu eldri. En ég man eftir að hafa forðast blátt, svo þeir voru mikið í grænu og hvítu. Stundum er hægt að rídikulera hluti og er pínulítið hrædd um að einhverjir þingmenn hafi dottið ofan í þann pytt nýlega. Ég er á því að mörg knýjandi málefni liggi fyrir sem vert væri að taka á. .....og svo er eitt sem ég skil ekki alveg...afhverju er svona rosalega hættulegt að tala um kynjakvóta meðal pólitíkusa á Íslandi en allt í lagi að nota tímann í spjall um betri hugtök yfir ráðhafandi fulltrúa ríkisstjórnarinnar.
Anna Karlsdóttir, 29.11.2007 kl. 10:07
Takk fyrir frábæran pistil Ingólfur. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 29.11.2007 kl. 11:56
Tek undir með Hlyni Hallssyni, þetta er góður og þarfur pistill. Hafðu þökk fyrir.
Kveðjur úr slagviðrinu í Reykjavík.
Anna Ólafsdóttir (anno) 29.11.2007 kl. 22:51
Enn og aftur ruglið um rauðsokkurnar og þessa kvenn- og karlhatara sem vilja gera alla kynlausa. Það eina sem rauðsokkurnar gerðu á sínum tíma var að skerpa andstæðinga sína í trúnni og valda því að þeir sem raunverulega voru að berjast fyrir jafnrétti (ekki bara tala um það eða fara í tilgangslausar kjaftagöngur) náðu sínu ekki fram fyrr en miklu síðar.
Það eina sem ég hef orðið var við að gerist þegar svona öfgasnúðar eru að reyna að neyða sínar öfgaskoðanir yfir á aðra, er að andstaðan við málið vex og baráttan færist afturábak um tvö skref.
Hvaða ansk..... máli skiptir litur fatanna sem börnin eru klædd í. Höfum það í huga að við erum að tala um stráka og stelpur, ekki einhverjar kynlausar verur, og strákar og stelpur eru ekki eins í útliti og verða það væntanlega aldrei. Á meðan menn halda áfram að neita að viðurkenna að svo sé ekki og halda áfram þessu árangurslausa hjali sínu, færumst við fjær því marki okkar að persónur verði virtar af verðleikum sínum, sem ekkert hefur með kyn þeirra að gera.
Ef Kolbrún telur að þetta sé vandamálið inni á fæðingardeildunum í dag er hún vitlausari og blindari en þingmanni ætti að vera leyfilegt að vera og ætta að standa upp úr hægindarstólnum sínum og leyfa öðrum sem eitthvað vit hafa á málinu að komast að. Hvað með mannekluna á spítulunum almennt, hvað með það að ekki fæst nægjanlega mikið af fagmenntuðu fólki til að sinni umönnunarstörfum. Þetta er vandamálið ekki í hvaða lit börnin eru klædd.
Sigurður Geirsson 30.11.2007 kl. 11:17
Sérkennileg skipting í þá "sem raunverulega voru að berjast fyrir jafnrétti ..." og þá sem "tala um það eða fara í tilgangslausar kjaftagöngur".
Gætir þú tamið þér orðbragð með eilítið meiri virðingu fólki með ólíkar skoðanir á málefnum og aðferðum, kæri Sigurður?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.11.2007 kl. 12:59
Sæll Ingólfur
Jú vera má að taka eigi þessa "pælingu" Kolbrúnar (svo notað sé orðalag og "skýring" flokkssystur hennar Guðfríðar Lilju í Sjónvarpinu í kvöld) alvarlega en með þessu svari Guðfríðar Lilju kom það sem ég hafði beðið eftir. Fyrirspurnin var svona vangavelta, lítill tími fór í að setja hana fram hjá fyrirspyrjanda (aftur vitnun í Guðfríði Lilju) og eftir því er sennilega lítil ástæða til að eyða meiri tíma í vangaveltur um málið en fyrirspyrjandinn hefur gert í spurninguna á hinu háa Alþingi. Fyllilega mátti skilja Guðfríði Lilju svo að þessi fyrirspurn væri svo léttvæg, pæling, lítið hugsuð og bara til að fylla í eyður í fyrirspurnatímanum á Alþingi að hreinlega væri fullkominn skandall að þjóðarsálin hafi farið á hliðina í umræðu um málið. Má einu gilda. Hef blessunarlega átt því láni að fagna að heilsa fjórum börnum á fæðingardeild FSA og trúið mér - hvernig þau voru klædd fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu er það allra síðasta sem ég man frá þeim dýrðardögum!!
Áhugaverðast finnst mér núna að sjá hvernig heilbrigðisráðherrann svarar fyrirspurninni. Spurningin er nefnilega orðuð þannig að hann þarf að útskýra hvernig meint hefð hefur skapast á fæðingardeildum LSH! Skyldi hann leita til miðils eftir svari? En nóg er nú af hefðunum í þjóðfélaginu til að spyrja um - ef svona mikill áhugi er orðinn á slíku í þingsölum! Árstíminn gefur tilefni til að spyrja um hvernig sú hefð hafi skapast á búa til laufabrauð!
Ég legg til að Kolbrún spyrji næst um það hvernig sú hefð hafi skapast að Íslendingar styðji allt brölt sem Bandaríkjamönnum kemur til hugar á hernaðarsviðinu! Held að þó fatalitur ungbarna sé áhugaverður sé hitt pólitískt mun mikilvægara.
kv.
Jóhann Ólafur
Jóhann Ólafur Halldórsson 30.11.2007 kl. 22:25
Sæll Jóhann Ólafur og takk fyrir innlitið og athugasemdina.
Ég held að Guðlaugur Þór muni ekki leita til miðils um svarið heldur muni "hringja upp í HÍ" eins og Jenný Anna stakk upp á að Kolbrún hefði átt að gera. Annaðhvort í kynjafræðina eða þjóðfræðina svo mér detti í hug tvær fræðigreinar sem hefðu til málanna að leggja, fyrir utan auðvitað ljósmóðurfræðina. Eða hvað? Kannski er til einhver afar einföld skýring á málinu, svona í Spaugstofuanda. Eða úr því þú dregur hernaðarbrölt Bandaríkjamanna inn í umræðuna: Getur verið að litur ungbarnafatnaðar hafi verið ákveðinn á leynifundi með Bandaríkjamönnum?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.12.2007 kl. 08:51
Í bókinni " Það er til staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annari " e. Lisu Marklund og Lottu ??? er umfjöllun um "baby" rannsóknina sem gerð var, og þar kemur fram einmitt þetta sem þú ert að fjalla um. Þ.e. hvernig fólk dúllast mjög mismunandi við börn eftir því hvernig lit klæði þeirra eru !! Mjög áhugavert og vekur upp margar spurningar um hvaða eðlismunur kynja er meðfæddur og hver ekki !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.12.2007 kl. 11:20
Það er mögulega þessi bók, Þórhildur, sem ég hef þetta úr, en þá eftir e-m sem las hana því að ég held ég hafi ekki lesið hana (enn þá).
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.12.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.