Efni
4.11.2007 | 14:29
Upplifunarkrafan um hið óvænta
Undanfarna daga hef ég verið að segja fólki frá ferðalagi mínu til Arizona. Og spurður hvort Miklugljúfur væru ekki stórkostleg. Um leið og ég segi að þau hafi staðið undir væntingum þá er spurt hvort þau hafi ekki verið stórkostleg. Jú, svarið er, þau eru það bæði sem náttúruundur en einnig sem sögustaður og reyndar kom sá þáttur mér á óvart, kannski mest þáttur arkitektúrs. Landvörður sem ég fór með í stutta gönguferð sagði sögur af Mary Coulter (vona ég fari rétt með nafn hennar) sem hannaði mjög margar af hinum sögulegu byggingum. El Tovar-hótelið mun eitt hið frægasta af þeim, byggt 1905, stórmerkileg bygging.
Þetta hefur fengið mig til hugsa um að upplifunarkrafan um hið óvænta er orðin svo sterk í orðræðunni að ef manni er ekki komið á óvart er það næstum því þannig að maður verður fyrir vonbrigðum. Þannig t.d. kom ekki á óvart að matur Halastjörnunnar eftir ráðstefnuna í gær væri góður - en hver einstakur réttur kom yfirleitt á óvart. Ekki að vísu að innmatur, svo sem hjörtu og lifur, blóð og mör, væri góður matur - en samsetningarnar.
Mér finnst þetta umhugsunarvert
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Miklagljúfur er draumastaðurinn minn. Ég er búin að koma til Yellowstone, Black Hills of Dakota og Niagara og finnst að Miklagljúfur sé sá staður í Bandaríkjunum sem ég hef ekki séð en verð að sjá. Eftir að koma til Yellowstone sá ég að Bandaríkjamenn ýkja ekki alltaf þegar þeir tala um fegurð staða í Bandaríkjunum (sem er það sem ég hélt áður) og þar að auki sagði frænka mín mér að þetta væri ómetanlegur staður, þannig að nú langar mig ógurlega þangað. Er að vonast eftir því að ég geti farið í sumar. En annars er að sumu leyti betra að heimsækja Arizona að vetri til því þá er hægt að nota tækifærið og klifra án þess að hitinn bræði klifurskóna!!!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.11.2007 kl. 16:53
Fórstu í Badlandsþjóðgarð (Vondulandaþjóðgarðs!) austan Svörtuhæða? Ég var þar í tæpar þrjár vikur vorið 1989 á landvarðanámskeiði og svo með landvörðunum síðustu vikuna. Hreint ógleymanlegur tími. Fór þá líka um Svörtuhæðir, Klettafjallaþjóðgarð í Kólóradó og loks í Gulsteinsgarðinn - auk minni þjóðgarða sem teldust stórir á evrópskan mælikvarða (t.d. Grand Teton í Wyoming, rétt sunnan Gulsteinsgarðs. Hitastigið við Miklugljúfur núna í lok október var gott fyrir Íslending, um 20 gráður á daginn en fór niður í 2-5 á nóttunni.
Núna eru þjóðgarðarnir í Montana og fyrir norðan landamærin í Kanada orðnir draumastaður.
Maður verður nú eiginlega feiminn sem Íslendingur að gorta sig af náttúrufegurð og víðernum þegar maður hefur verið á þessum slóðum. Flestir Íslendingar og flestir Evrópubúar ferðast hins vegar ekki um Bandaríkin, koma kannski til einnar og einnar borgar. Hitti vini á Keflavíkurvelli á heimleið frá New York; þau sögðust núna eiga Bandaríkin eftir! Nokkuð til í því. Og ætli ég eigi þá ekki Kanada gersamlega eftir því að ég hef bara komið til Toronto í myrkri (nóvember) og Montréal í kulda (apríl). Reyndar mjög hrifinn.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 17:07
Ha, ha ! Já það eru margir staðasafnarar í hópi ferðalanga en mér finnst þetta með væntingar og óvæntu stig athyglisvert. Er örugglega til þess fallið að athuga betur.
Ég sjálf hef því miður ekki verið nógu dugleg að heimsækja alla þá frábæru þjóðgarða sem að Norður Ameríka hefur upp á að bjóða. Ég fór í Denali fyrir nokkrum árum og það er enn meðal mest ógleymanlegu reynslu á ferðalögum sem ég hef orðið fyrir (vegna dýralífs og líkinda í landslagi við Ísland). Ég hef líka farið í nokkra þjóðgarða í Kanada og er sammála þér, þó að við eigum fallega þjóðgarða hér eru þeir littlir í samanburðinum. Ég hef ekki enn orðið svo fræg að fara í stærsta þjóðgarð heims á Grænlandi. Ég er alltaf á leiðinni þangað.
Anna Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 18:50
Staðasafnari er gott orð! Kannski var það erindi mitt til Miklugljúfra - en um leið var þetta þó upplifun. Reyndar safna ég ríkjunum í Bandaríkjunum og komst núna í 34 ef ég man rétt. Á eftir norðausturríkin flest, flest suðurríkjanna vestan Georgíu nema Louisiana og nokkur fleiri, m.a.s. Michigan, nágrannaríki Wisconsin þar sem ég var í fjögur og hálft ár.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.11.2007 kl. 19:45
Ok, hér kemur tilvísunin. Greinin heitir The Tourism of Hegemony - Railroads, Elites and the Grand Canyon og er eftir Hal Rothman. Þetta er í tímaritinu fishwrap, vol.2,nr.2, spring 2005.
Heimasíða samtakanna er
http://www.ists.org/
Anna Karlsdóttir, 6.11.2007 kl. 13:18
Blessaður Ingólfur. Já, ég fór í vondulöndin, enda var það á leiðinni heim fyrir okkur (bjó þá í Winnipeg). Við pössuðum okkur á því að leggja af stað frá Gulasteini nógu snemma til að komast í Vondulöndin fyrir sólsetur og þvílík dýrð. Kærasti minn þáverandi lét mig loka augunum inni í bíl áður en lagði og síðan leiddi hann mig fram á brún og sagði mér svo að opna augun og það var sterkur leikur. Mér leið hins vegar illa þegar ég sá skilti á tjaldsvæðinu þar sem stóð að ekki mætti drepa skröltormana. Það var ekki gott að staulast þarna í myrkrinu vitandi að skröltormar væru á svæðinu.
Það eru margir dásamlegir staðir í Kanada. Hvað náttúruna snertir mæli ég með Alberta og Bresku Kólumbíu. Alberta hefur Banf, Waterton og Jesper (og sitt eigið badland) og þótt svæðin í BC séu síður þekkt þá eru þau jafn spennandi því við höfum jú helminginn af Klettafjöllunum og norðrið er dásamlegt og einnig margir magnaðir staðir á eyjunum hér við sundið.
Saskatchewan og Manitoba eru falleg svæði en kannski ekki svo spennandi, Ontario hefur ekki mikið af spennandi svæðum en það er heldur fallegra í Quebec. Ég keyrði t.d. fyrir tveimur upp með St. Lawrene ánni að Atlantshafinu og það var mjög fallegt. Það er líka margt skemmtilegt að sjá í Nova Scotia og Prince Edward Island en minna í New Bruinswick. Ég hef ekki komið til Newfoundland og Labrador né upp til Yukon, Nunavut og North West Territories. Á það eftir.
Kannast við þetta að safna stöðum og fylkjum. Ég tel líka upp ríkin sem ég hef komið í sem eru um 20 (norðurríkin og vesturríkin) en stend mig betur í Kanada þar sem ég hef komið í 9 fylki af 13 (fylkin 'province' eru reyndar bara tíu en svo eru þrjú svæði sem kallast territories of hafa öðruvísi pólitískan standard - hef ekki komið í neitt þeirra).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.11.2007 kl. 18:52
Finnst mjög athyglisvert að pæla í því sem þú nefnir, þessari kröfu um stórkostlega upplifun. Við höfum talsvert verið að spjalla um þetta á kaffistofunni í skólanum og erum bísna sammála um að tilætlunarsemin um að allt sem við gerum toppi það sem áður hefur verið gert, um að "allir séu í stuði" og það verði alltaf að vera prógram í gangi fyrir börnin og sjálfan sig, sé orðin ansi fyrirferðamikil í samtímanum. Þurfum við alltaf að streða í átt til þess sem er svo stórkostlegt til að okkur finnist ekki að hlutirnir séu eitthvað misheppnaðir? Mér finnst að fólk geti lifað innihaldsríku og tilbreytingasömu lífi þó ekki sé allt svo "stórkostlegt" sem það aðhefst og upplifir. Hvað með öll smáundrin sem gleðja og auðga? Nema við viljum þá kalla þau líka stórkostleg. En er þá umræðan og orðanotkunin kannski búin að leiða okkur afvega, þannig að við leitum að einhverju sem við höldum að eigi að finna en ekki því sem okkur langar til að ná? Er þetta kannski fyrir áhrif auglýsinga sem nota efstastig og glannaleg hrósyrði um venjulega hluti til að þeir líti út fyrir að vera stórkostlegir, þó þeir séu samt jafn venjulegir og áður? Ég veit það ekki en velti því fyrir mér hvort spurningin um stórkostlega upplifun sé því frekar spurning um orð en innihald upplifunar. Hvað heldur þú? Og svo verður að minna menn á að senda athugasemd gegn Bitruvirkjun meðan tími er til.
Friðrik Dagur Arnarson 7.11.2007 kl. 17:46
Miklugljúfur eru á óskalistanum, en það er svo margt að sjá í Arizona að enn hafa þau ekki komist í forgang þegar ég er á þessum slóðum. Fór til Tucson að heimsækja systur mína haustið 1991 og lenti um kvöldmatarleytið á laugardagskvöldi. Við héldum rakleitt upp í Tucson fjall/fjöll sem eru hluti af fjallahringnum umhverfis Tucson og þar voru nokkrir tugir fólks saman komnir að horfa á sólarlagið í eyðimörkinni. Ógleymanleg lífsreynsla, ekki aðeins fegurð sólarlagsins heldur ekki síður forgangsröðun alls þessa fólks á laugardagskvöldi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.11.2007 kl. 22:20
Þetta er mjög ánægjulegt dæmi um forgangsröðun sem þú nefnir, Anna háskólasystir. Er þetta ekki einmitt dæmi um hvernig innihald er hugsanlega mikilvægara en tilbreyting - og tilbreyting geti verið það sem maður ákveður sjálfur að sé tilbreyting, sbr. það sem þú nefnir, Diddi. Ef það er tilbreyting fyrir mig að fara á sama kaffihúsið þrisvar í viku þá er samt líka vani, ekki satt - en það er innihald. Kannski sama með sólarlagið í Tucson. Og ég þreytist ekki á að horfa að dagsbirtuna skríða yfir Vaðlaheiðina eða myrkrið að leggja undir Glerárdalinn á leiðinni til Reykjavíkur. Hvort tveggja nær reyndar endalaust að koma manni á óvart þótt maður viti nokkuð nákvæmlega hvenær þessa er að vænta.
Anna K.: Þakka tilvísunina, aðeins búinn að kíkja og sé að Utne hælir stofnuninni.
Kristín: Ég man ekkert eftir þessum skröltormum í Vondulöndum, enda gisti ég ekki á tjaldsvæðinu.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.11.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.