Efni
3.11.2007 | 20:14
Sauðkindur og Halastjarna
Náði í dindilinn af sauðkindarseiðnum í dag, erindi tveggja sauðfjárbænda, þeirra Guðríðar Baldvinsdóttur og Jóhönnu Pálmadóttur, pallborðsumræður frummælenda og matinn frá Halastjörnunni sem voru alls konar smáréttir, aðallega úr innmat og slátri, svo sem lifrarpylsa með bláberjum og steiktur blóðmör með avocado. Ágætis ráðstefna, fín stemmning, vel mætt. Akureyrarakademíunni sé þökk fyrir framtakið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég náði bara í fyrirlestra Guðríðar og Jóhönnu en þegar við sátum á eftir yfir mat var byrjað að segja ókindarsögur. Ein er þannig að í sjónvarpsþætti fyrir meira en tíu árum var því haldið fram að sauðkindin hefði nagað gat á jarðskorpuna - og er þar komin skýringin á mikilli eldvirkni undanfarið á Íslandi. Önnur er sú að þéttbýlisfólk sá sauðkind í fyrsta skipti og barnið varð alveg hissa að sauðkindin hefði ekki vígtennur.
Guðríður var spurð að því hvernig það gæti farið saman að vera sauðfjár- og skógarbóndi og hún sagðist hafa beðið eftir spurningunni og sagði að skógarnir yrðu gott beitiland í framtíðinni. Ég veit ekki í hvers konar land hún gróðursetur en einhverjir sveitungar hennar munu gróðursetja tré í fallega lyngmóa.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 10:32
Þú sýndir þetta og útskýrðir ansi vel í Leyningshólum í gönguferðinni í fyrra þegar þú sýndir muninn á skóginum utan og innan girðingar.
Ein rökin fyrir landgræðsluskógum sem eru notuð eru einmitt rök Guðríðar: Að í "fullorðnum" skógi sé gott beitiland. En er það betra heldur en hóflega beittir móar? Og er skógi plantað gagnrýnislítið? Ef rækta á skóg til að geta bundið kolefnið sem Alcoa vill spýta út í loftið er verulega mikil hætta á ferðum í þeim efnum.
Hins vegar er til fólk sem heldur að sauðfé á Íslandi sé á aðra milljón, en það varð flest um 900 þúsund rétt fyrir 1980 og er nú innan við hálfa milljón. Talsvert mikið af þessu fé er núna afgirt. Þannig við fyrrv. sem núver. sauðfjárbændur verjum sauðkindina mjög grimmt. Það var samt heilmikill húmor á ferðum á þessu málþingi eins og vera ber enda fræðin, listirnar og pólitíkin lítils megnug ef þau eru ekki skemmtileg.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 13:54
Takk fyrir síðast! Þetta var fróðlegt og skemmtilegt og ekki síður ljúffengt hjá Halastjörnunni. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.11.2007 kl. 14:27
Það er enn þá meiri ögrun að vernda viðkvæm/óstöðug vistkerfi. Ég hygg að það sé rétt að Íslendingar hafi ekki náð fullum tökum á uppblæstri/jarðvegsrofi en ég er ekki sammála því að kalla það stærsta umhverfisvandamál Íslands meðan rekin er sú álbræðslu- og virkjunarstefna sem hér ríkir, en það merkir ekki að ég telji þann vanda lítinn, alls ekki. Kannski vil ég ekki kalla neinn þann stærsta því það leiðir á vissan hátt til samkeppni og tortryggni. Kannski er þó mjög eðlilegt í sjálfu sér að friðunarstefna og skógrækt á því landi sem maður vill friða (móar, votlendi) lendi í samkeppni.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.