Efni
18.10.2007 | 06:55
Mislögð gatnamót algjör steypa
Nú er lag að minna nýja borgarstjórnarmeirihlutann á samgöngumálin sem líklega eru lykillinn að framförum í Reykjavík. Gamli R-listinn fylgdi áratugagamalli samgöngustefnu með því að byggja fjöldann allan af mislögðum gatnamótum þótt reyndar megi hvorki lasta allt sem hann gerði eða gleyma að hæla göngustígum sem voru gerðir. Skammlífur meirihluti DB tók upp ókeypis strætóferðir fyrir námsfólk, og nú fréttir maður af því að strætisvagnarnir séu troðfullir. Taka þarf á forgangi fyrir strætó þannig að þeir komist hraðar yfir. Hvernig væri að loka einni af akreinum Miklubrautar fyrir öðrum en strætó og leigubílum á álagstímum, sérstaklega á morgnana? Já, loka annarri akreininni þegar þær eru bara tvær.
En það þarf að stíga róttækari skref eins og ég minntist á í bloggi þegar ég efaðist um grænu skref DB. Ég tel að það þurfi að hætta þeirri stefnu að misleggja gatnamót og byrja á því að taka frá land fyrir lestarsamgöngur. Ef gerðir verða stokkar og göng þarf að tryggja að í þeim geti verið teinar fyrir lestina sem þarf innan 15-20 ára. Og ef flokkssystkini mín í Reykjavík langar til að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og Dagur ætlar að rabba um flugvöllinn við Kristján Möller ættu þau að huga að lestarsamgöngum. Ekki síst eru lestarsamgöngur nauðsynlegar í baráttu gegn mengun og fyrir betra mannlífi.
ES: Það má auðvitað ekki gleyma því að það er talsvert mikið járn í steypunni í mislögðum gatnamótum!
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Vondandi er tími ofsatrúar á mislögð gatnamót liðinn, enda er verið að finna ótal lausnir á umferðavanda um allan heim aðrar en að mishæða bílaflauminn. Ein lausn er t.d. öflugar almenningssamgöngur og það má reka þær með halla í talsverðan tíma fyrir þá fjármuni sem fara í margra hæða gatnamót, sem oft á tíðum flytja bara umferðateppurnar til. Sumir stjórnmálamenn virðast halda að ekkert sé lausn á vanda annað en risamannvirki. Þegar svo er komið að mannvirkið er orðið aðalatriði en ekki það að skapa betra samfélag með minni skaða á náttúru og andrúmslofti, standa þau alveg undir nafngiftinni mislögð.
Friðrik Dagur Arnarson 18.10.2007 kl. 23:09
Þorvaldur: Jú, vissulega munu þau heita mislæg gatnamót - en þau eru samt oft á tíðum mislögð!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.