Mislögð gatnamót algjör steypa

Nú er lag að minna nýja borgarstjórnarmeirihlutann á samgöngumálin sem líklega eru lykillinn að framförum í Reykjavík. Gamli R-listinn fylgdi áratugagamalli samgöngustefnu með því að byggja fjöldann allan af mislögðum gatnamótum þótt reyndar megi hvorki lasta allt sem hann gerði eða gleyma að hæla göngustígum sem voru gerðir. Skammlífur meirihluti DB tók upp ókeypis strætóferðir fyrir námsfólk, og nú fréttir maður af því að strætisvagnarnir séu troðfullir. Taka þarf á forgangi fyrir strætó þannig að þeir komist hraðar yfir. Hvernig væri að loka einni af akreinum Miklubrautar fyrir öðrum en strætó og leigubílum á álagstímum, sérstaklega á morgnana? Já, loka annarri akreininni þegar þær eru bara tvær.

En það þarf að stíga róttækari skref eins og ég minntist á í bloggi þegar ég efaðist um grænu skref DB. Ég tel að það þurfi að hætta þeirri stefnu að misleggja gatnamót og byrja á því að taka frá land fyrir lestarsamgöngur. Ef gerðir verða stokkar og göng þarf að tryggja að í þeim geti verið teinar fyrir lestina sem þarf innan 15-20 ára. Og ef flokkssystkini mín í Reykjavík langar til að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og Dagur ætlar að rabba um flugvöllinn við Kristján Möller ættu þau að huga að lestarsamgöngum. Ekki síst eru lestarsamgöngur nauðsynlegar í baráttu gegn mengun og fyrir betra mannlífi.

ES: Það má auðvitað ekki gleyma því að það er talsvert mikið járn í steypunni í mislögðum gatnamótum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vondandi er tími ofsatrúar á mislögð gatnamót liðinn, enda er verið að finna ótal lausnir á umferðavanda um allan heim aðrar en að mishæða bílaflauminn. Ein lausn er t.d. öflugar almenningssamgöngur og það má reka þær með halla í talsverðan tíma fyrir þá fjármuni sem fara í margra hæða gatnamót, sem oft á tíðum flytja bara umferðateppurnar til. Sumir stjórnmálamenn virðast halda að ekkert sé lausn á vanda annað en risamannvirki. Þegar svo er komið að mannvirkið er orðið aðalatriði en ekki það að skapa betra samfélag með minni skaða á náttúru og andrúmslofti, standa þau alveg undir nafngiftinni mislögð. 

Friðrik Dagur Arnarson 18.10.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þorvaldur: Jú, vissulega munu þau heita mislæg gatnamót - en þau eru samt oft á tíðum mislögð!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband