Umhyggja og samábyrgð í skólum

Á fimmtudaginn kemur kl. 14 hefst árlegt tveggja daga málþing Kennaraháskóla Íslands þar sem fjallað verður um samskipti, umhyggju og samábyrgð í skólum. Málþingið hefst með stuttum ávörpum frá Ólafi Proppé rektor, Svanhildi Kaaber formanni afmælisnefndar kennaramenntunar á Íslandi, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Vilborgu Dagbjartsdóttur skáldkonu og grunnskólakennara. Bók með viðtölum við Vilborgu, Mynd af konu, er einmitt ein af mínum uppáhaldsbókum; ég hef það fyrir venju að lesa stuttan kafla úr henni þegar ég tek á móti nemendahópum.

Mér hefur verið falið að flytja upphafserindi málþingsins. Í því ætla ég að tala um hlutverk, viðfangsefni og sjálfsmynd kennara og breytingar á kröfum og viðhorfum til kennara. Ég legg áherslu á að umhyggja í starfi kennara er faglegt gildi en ekki bara persónulegur eiginleiki einstaklinga - kennarar geta lært umhyggjusöm vinnubrögð. Ég ætla líka að leggja út af kenningum bandaríska heimspekingsins Jane Roland Martin um að umhyggja, áhugi og tengsl (care, concern, connection) séu hluti menningararfsins - sem ekki megi detta upp fyrir í áherslu okkar á þekkingu í íslensku, ensku eða eðlisfræði.

Um 70-80 önnur erindi verða flutt á málþinginu og það mun ekki kosta neitt að sækja þingið hvort heldur sóttir eru stakir fyrirlestrar eða málstofur eða þingið allt. Fyrirlestrinum mun verða sjónvarpað á vef KHÍ: http://sjonvarp.khi.is/.

Og nú á föstudegi, degi eftir þingið, fyrirlesturinn kominn á vefsíðuna mína: www.ismennt.is/not/ingo/umhy.htm.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég hlakka til að hlusta á áhugavert erindi,  að læra umhyggjusöm vinnubrögð er spennandi kostur og ætti að koma í góðar þarfir fyrir kennara.

Rósa Harðardóttir, 15.10.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Mikið vildi ég að ég kæmist á málþingið finnst allt svo áhugavert og sérstaklega myndi ég vilja hlusta á erindið þitt Ingólfur. Verður það aðgengilegt á vef? Annars verð ég bara að hitta þig og spjalla um kennarastarfið og umhyggju sem ég er líka sannfærð um að allir geti lært.

Kveðja góð,

Bjarkey Gunnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 19:52

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Flottur fyrirlestur í dag!

Valgerður Halldórsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk, Valgerður

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband