Heimsminjar og alheimsvitund

Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna er enn eitt dæmið um hvernig veröldin smækkar og stækkar í senn: Leitað er eftir samvinnu landa um verndun hliðstæðra minja í ýmsum löndum, að lönd taki sameiginlega ábyrgð á menningar- og náttúruverðmætum, eins og kemur fram í þessari frétt. Í þessum efnum smækkar heimurinn en með aukinni þekkingu okkar á fjarlægum svæðum stækkar það svæði sem verður heimur hvers einstaklings. Þetta ætti að auka alheimsvitund okkar og hæfileika til að laga sig að breytingum.
mbl.is Ný yfirlitsskrá um fyrirhugaðar tilnefningar á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli. Ekki ætti að þurfa að koma á óvart að Mývatnssvæðið skuli vera í þessari upptalningu. Ekki hef ég þó enn séð hvað menn tala um stórt svæði né í hvaða samhengi á setja Mývatnið sjálft, landfræðilega og jarðfræðilega. Slíkt skiptir gríðarlegu máli, því eftir því sem stærri lanfræðileg heild verður valin, þeim mun betra samhengi fæst yfir þau merkilegu náttúruundur og ferli sem finnast á svæðinu. Svo fer ekki hjá því að maður velti vöngum yfir því sem þarna er búið að gera eða er á áætlun, svo sem auknar jarðvarmavirkjanir. Nú er t.d. búið að spilla eldánni frá Mývatnseldum með vegalagningu og borplani úti í óspilltu hrauninu og ásókn er í Leirhnjúk og svæðið þar vestur af. Mjög þarf að efla landvörslu og skipulagningu við móttöku ferðamanna, því þarna er viðkvæm náttúra sem lætur fljótt á sjá ef ekki er farið að með fyrirhyggju. Aukin starfsemi skilur eftir sig fleiri sýnileg spor og maður hlýtur að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á umsóknina. Fyrst lega nýs Gjábakkavegar telst ógnun á Þingvallasvæðinu, hvað þá með línur, vegi og gufulagnir sem gjörbreyta ásýnd landsins? Ég veit að núverandi sveitaryfirvöld átta sig á tækifærum sem fást ef umsóknin nær í gegn, ólíkt því sem var áður og Ómar Ragnarsson lýsir á blogginu sínum. Mývetningar og aðrir náttúruunnendur verða því að snúa bökum saman til að vernda sveitina svo ekki verði komið í veg fyrir mikinn ávinning til framtíðar með skammsýnum aðgerðum og tröllagangi.

Friðrik Dagur Arnarson 11.8.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband