Efni
1.8.2007 | 22:58
Gott mál: gjaldtaka af miðbæjarbílaumferð
Styð notendagjöld af þessu tæi þar sem maður á val og getur notað almenningssamgöngur. Styð ekki notendagjöld af heilbrigðisþjónustu þar sem maður á ósköp lítið val verði maður veikur. Mér skilst að bílaumferð í London hafi minnkað nægilega til að þeir sem borga gjaldið hafi greiðari leið og leikurinn er til þess gerður. Ég vil að skattarnir mínir fari í heilbrigðisþjónustu og menntamál en ekki í hernaðarbrölt eða mislögð gatnamót.
Umferðaröngþveiti eru afar sjaldgæf hér á Akureyri; í mesta lagi þarf maður að bíða eftir ljósum í tvær lotur í beygjuljósum og mikilli umferð (á akureyrskan mælikvarða). Yfirvöld bæjarins ákváðu að ekki yrðu greidd gjöld fyrir að ferðast í strætó - mér skilst það hafi verið svo í Reykjanesbæ í nokkur ár - og nú hyggjast yfirvöld á höfuðborgarsvæðinu feta sama veg að einhverju leyti. Gott mál.
Vegtollur tekinn upp í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Hvað er svona frábært við þetta? Hefur þú yfirhöfuð búið á þessum stöðum?
Ég hef búið bæði í Stokkhólmi sem og Oslo. Þetta er óþolandi fyrirkomulag og einungis til þess fallið að þeir sem eru betur stæðir í þjóðfélaginu geta nýtt sér þetta.
Sjálfur bjó ég rétt við hring 2 í Oslo. Það eru teknir mismundandi gjöld eftir hvaða hring þú ferð inn í bæinn og skift upp í 3 hringi því nær sem þú kemur miðbænum. Matvörubúðin sem var næst minu hverfi var innan hrings 2 sem þýddi að í hvert skifti sem maður þurfti að versla þá borgaði maður fyrir að fara igegn. Guð forði að maður þurfti að skreppa aftur eftir eitthverju sem hafði gleymst að kaupa. Sem og villast út úr hringnum áður en maður komst á þá götu sem maður var að leita af. Þá þarf að borga aftur. Sem túristi í byrjun dvalar í Oslo var ekki auðratað um götur bæjarinns og oftar en ekki villtist maður og þurfti að borga nokkrum sinnum ígegnum þessa sömu hringtolla á 30minuta ferð. Bara útaf því að maður var ókunnugur. Einnig voru nokkrir bæir sem maður varð að keyra ígegnum þegar þú skrappst útá land. Þar þurftir þú líka að borga fyrir að fara ígengum þá, jafnvel þó þú ættir ekki einu sinni erindi þangað! Þjóðvegurinn lá bara ígegnum þá og engir aðrir vegir.
Mér finnst þetta ömurlegt fyrirkomulag og ekki til eftirbreyttni hér á landi.
kristján 2.8.2007 kl. 00:23
Ekki ríður forsjárhyggjuheimskan við einteyming, frekar en fyrr.
Gjald er tekið af umferð, á ákveðnum álagssvæðum. Þetta dregur ekkert úr umferð, eða mengun. Umferðin færist út fyrir gjaldsvæðið, með aukinni mengun, sem dreifist hvort sem er víðsvegar með vindinum. En, þetta er dásamlegt áróðursbragð fyrir pólitíkusa, að slá framan í heimskan almenning. "Kjósið mig, því að ég er jafnvel pínulítið minna heimskur en þið, og er einmitt að græða á því"
Njörður Lárusson, 2.8.2007 kl. 00:49
Svo er ekki úr vegi, að taka gjöld af þeim vegum, sem eru lagðir af skattfé vegna þrýstihópa, svo sem He´ðinsfjarðagöngin og væntanleg göng undir ásinn sem þið kallið VaðlaHEIÐI.
Gjaldtöku yrði stillt í það hóf, að framkv´mdirnar borguðu sig á eðlilegum afskriftartíma, líkt og Hvalfjarðagöngin.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 2.8.2007 kl. 07:33
Athyglisverð lífreynslusaga þín, Kristján, en hvarflaði aldrei að þér að nota annan samgöngumáta? Þú lærðir væntanlega á gjöldin að borga ekki meira en þú komst af með.
Njörður: Er þetta vitað að umferð hafi aukist á öðrum svæðum? En jafnvel svo þá væri það betri nýting á gatnakerfinu meðan mengun hefur þá ekki minnkað - nema í miðborginni. En ég tala líka fyrir almenningssamgöngum án notendagjalda.
Bjarni: Ég er vel til í að borga fyrir akstur í gegnum Vaðlaheiðargöng, a.m.k. það sem ég sparaði í beinhörðum peningum við að þurfa ekki að fara um Víkurskarðið. Margir hér um slóðir eru til í þetta.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.8.2007 kl. 08:20
Tolli sem þessum verður að fylgja gríðarleg efling á almenningssamgöngum. Það er grundvallaratriði.
Til þess að geta lagt "miðæjartoll" á bílaumferð þarf að stórbæta strætisvagnakerfið sem er í molum.
Eins og mál standa í dag í Reykjavík eru einu almenningssamgöngurnar í formi strætisvagna. Í þessa vagna kostar talsvert mikið (280kr. hvert far), þeir ganga sjaldan hverja leið (á 30mín fresti) og leiðirnar "þekja" borgin ekki nægilega vel.
Eitt er þó víst að eitthvað þarf að gera til að draga úr bílaumferð í Reykjavík vegna þess að ekki er endalaust hægt að breikka Miklubrautina (Þetta er nú þegar vandamál þegar komið er að Lönguhllíð frá austri) og búa til stærri mislægar umferðarslaufur.
Í Vaðlaheiðargöng þykir mér jafn sjálfsagt að greiða líkt og í Hvalfjarðargögnin. Því fylgir þó sú spurning "Hvursu sjálfsagt þykir mér að greiða í Hvalfjarðargögnin?" og verður henni ekki svarað hér.
Dettifoss Bergmann 2.8.2007 kl. 09:35
Algerlega sammála þér, Nonni, um að bæta þurfi strætókerfið; reyndar ekki viss hvort það er nauðsynlegt að setja á miðbæjartoll í Rvík. Einn af möguleikunum í sambandi við gjald fyrir að nota umferðarmannvirki er sá að greiða fyrstu tíu til fimmtán árin
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.8.2007 kl. 10:06
Miðbæjartollurinn er nú bara það fyrsta sem mér datt í hug. Auðvitað kemur margt til greina en það eitt er víst að ekki er hægt að styðju umferð einkabíla endlaust með . Það er einfaldlega ekki nóg pláss.
Dettifoss Bergmann 3.8.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.