Útlendir ökumenn bresta í grát

Útlendir ökumenn bresta í grát vegna hárra sekta er fyrirsögn í Mogga í dag (bls. 2). Á gær og fyrradag voru útlendir ökumenn í meiri hluta þeirra er voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Blönduóslöggunnar. Sektin fyrir að aka á 111 km hraða er 50.000 kr., 37.500 með staðgreiðsluafslætti! Hið jákvæða við þessa frétt er Íslendingum sem aka of hratt fækkar en auðvitað er það neikvætt að fleiri skuli aka of hratt en Íslendingar. Óskiljanlegt er hvernig hraðamerkingar fara fram hjá útlendum ökumönnum og út í hött að kenna bílaleigunum um að segja ekki frá því hverjar sektirnar eru - nema ef það er virkilega ráðið gegn hraðakstrinum. Samt er of hraður akstur engum að kenna nema þeim sem ekur of hratt.

Munum svo að of hraður akstur er ekki einungis hættulegur fyrir mann sjálfan og tillitslaus gagnvart náunganum; heldur og eyðist meira eldsneyti og útblásturinn verður meiri á sömu vegalengd.


mbl.is Hraðakstur erlendra ferðamanna færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband