Efni
29.7.2007 | 08:57
Heræfingar NATO og vopn til Sádi-Arabíu og Ísraels
Nú berast fréttir af heræfingum NATÓ hér á landi. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa ályktað gegn heræfingunum sem eru ekki líklegar til að auka frið í heiminum, eða til hvers æfa herir sig? Aftur á móti get ég ekki að því gert að mér ofurlítið fyndið að heyra um að það eigi að gefa liðinu að borða sem vissulega er liður í íslenskri gestrisni sem hingað til hefur ekki verið viðhöfð gagnvart erlendu herliði.
Í gær komu líka fréttir af aukinni vopnasölu og hernaðarlegum Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu og Ísraels - til mótvægis við uppgang Írans. Hér eru einræðisríki og ofbeldisríki studd. Á það að auka frið í heiminum?
NATO ákveður eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég tek undir orð Skúla, þó ég tali ekki fyrir hans hönd, að íslenskur stórher væri gott fyrir land og þjóð. Íslensk ungmenni þurfa að kynnast heraga til að draga úr umferðarhraða og lögleysu. Svo er íslenskur her góður starfsvettvangur fyrir "kristileg" gamalmenni með stríðsdellu.
Björn Heiðdal, 29.7.2007 kl. 10:30
Tek undir orð Skúla -- og Björns um sjóherinn. Við eigum ekki að reiða okkur mjög á Norðmenn, sem eru viðsjálir og hugsa fyrst og fremst um eigin hag, heldur efla Landhelgisgæzluna stórlega.
Ingólfur mælir gegn "heræfingunum sem eru ekki líklegar til að auka frið í heiminum, eða til hvers æfa herir sig?" segir hann. Undarlega spurt. Til hvers æfir norski herinn sig, til hvers sá sænski og sá finnski? Til að draga úr friðarlíkum í heiminum? Fjarri fer því, heldur til að tryggja stöðugleika á svæðinu, sjá til þess, að þar myndist ekki tómarúm sem auðvelt er að fylla, þegar jafnvel enginn á þess von. Það er líka of seint að mynda her, þegar hættuástand er komið upp. Og um Ísland gildir alveg sama lögmálið og í Skandinavíu; ef eitthvað er, erum við berskjaldaðri en frændur okkar. Vinstrimenn þurfa að hætta að hugsa um varnarmálin í gömlu hjólförunum. Vonandi er sú skynjun mín rétt, að einhver skilningur sé að aukast á þessu í Samfylkingunni upp á síðkastið.
En Ingólfur heldur áfram: "Aftur á móti get ég ekki að því gert að mér ofurlítið fyndið að heyra um að það eigi að gefa liðinu að borða sem vissulega er liður í íslenskri gestrisni sem hingað til hefur ekki verið viðhöfð gagnvart erlendu herliði." -- Það er ekkert "fyndið", að við tökum þátt í kostnaðinum við herfæfinguna, heldur sjálfsagt mál, og í einhverju formi verður það að vera. Við megum blygðast okkar fyrir að hafa hingað til fremur reynt að græða á erlendum varnarher á Íslandi en að taka þátt í kostnaði hans. Útgjöld til varnarmála á fjárlögum landsins eru komin til að vera, hvað sem Samtök herstöðvaandstæðinga gaspra í þeim efnum.
Jón Valur Jensson, 30.7.2007 kl. 00:19
Sá auglýsingu í sjónvarpinu um daginn. Þar sem herstöðvaandstæðingur var á leið í mótmælagöngu - Herinn burt! Alveg frábær auglýsing.
svarta, 30.7.2007 kl. 18:21
Ég þakka höf. athugasemda kurteislegar umræður. Ég held reyndar að allir þurfi að fara upp úr hjólförum í sambandi við varnar- og öryggismál, ekki bara vinstri menn. NATÓ var stofnað á tímum kalda stríðsins og þeir sem réðu ferðinni á Íslandi gengu í það með látum. Þótt ég sé í stjórnmálaflokki tala ég að vísu ekki fyrir neina aðra en mig sjálfa í því efni að það þarf gagngert mat á öryggismálum þar sem mér sýnist að stjórnvöld hafi sofið á verðinum áður en bandaríski herinn fór, a.m.k. varð uppi fótur og fit út af þyrluleysinu. Mikilvægustu öryggismálin innanlands eru björgunarstarf þar sem byggt er á sjálfboðastarfi björgunarsveita, gjarna í ungmennafélagsanda því eðli máls skv. eru þær hlutfallslega fjölmennari í dreifbýlinu. Í þeim efnum á hernaðarþjálfun ekki við.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 31.7.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.